Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 33. tbl. 19. árg. 17. ágúst 2016 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fæst án lyfseðils LYFIS VANTAR Í SÖLU Fasteignir af öllum stærðum og gerðum Fagleg og traust ráðgjöf Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vestlendingar hafa fengið ágætt veður í sumar og vorið kom auk þess snemma. Þegar þannig háttar til erum við fljót að merkja það á gróðrinum þegar veðraskiptin verða þegar líður á sumarið. Þessa síðsumarmynd tók Steinunn Matthíasdóttir fréttaritari Skessuhorns í Búðardal af rósarunna sem má muna sinn fífil fegurri. Vegna þátttöku íslenska karla- landsliðsins á EM í Frakklandi mun Knattspyrnusamband Íslands greiða 453 milljónir króna til að- ildarfélaga sinna. Á ársþingi KSÍ í febrúar var tilkynnt að greitt yrði sérstakt EM framlag, 300 milljón- ir eða um fjórðungur af greiðslu Evrópska knattspyrnusambands- ins UEFA. Í samræmi við aukn- ar greiðslur frá UEFA vegna góðs gengis karlalandsliðsins á mótinu hefur KSÍ ákveðið að hækka fram- lag til aðildarfélaga sinna í áður- nefndar 453 milljónir. Framlaginu skulu aðildarfélög eingöngu verja til knattspyrnutengdra verkefna. Stjórn KSÍ hefur ákveðið hvern- ig greiðslunum skal skipt á milli fé- laga. Tekur upphæð til hvers félags fyrst og fremst mið af stöðu meist- araflokka í karla- og kvennadeild- um Íslandsmótsins síðastliðin þrjú ár. Félögunum er síðan skipt upp í þrjá flokka eftir árangri og starfi síðustu ára. Í fyrsta flokki eru þau 17 félög sem bestum árangri hafa náð í deildarkeppninni og hafa þau 181 milljón króna til skiptanna. Í öðrum flokki eru þau 30 félög sem koma þar á eftir með 140 milljón- ir til skiptanna. Þriðji flokkurinn er síðan skipaður 28 félögum sem ekki standa fyrir barna- og ung- lingastarfi. Fá þau félög 2,8 millj- ónir til skiptanna, eða hundrað þús- und krónur hvert. Knattspyrnufélög á Vesturlandi fá sinn skerf af EM framlaginu. ÍA fær mest, rétt rúmar 17 millj- ónir króna, þá Víkingur Ólafsvík sem fær rétt tæpar 14,3 milljón- ir. Snæfell og Skallagrímur fá síð- an rétt rúmar tvær og hálfa millj- ón hvort félag. „Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin veru- legu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verk- efna sem skili bættu starfi til lengri tíma,“ segir á vef knattspyrnusam- bandsins. kgk KSÍ veitir 453 milljónum til aðildarfélaga Íþróttabandalag Akraness fær mest vestlenskra félaga frá KSÍ, eða rúmar 17 milljónir króna. Hér er svipmynd af Norðurálsmóti 7-8 ára drengja. Þess verður minnst næstkomandi sunnudag, 21. ágúst, að 120 ár eru lið- in frá því að Akraneskirkja var vígð. Af því tilefni verður efnt til hátíðarguðs- þjónustu kl. 14. Biskup Íslands, sr. Ag- nes M. Sigurðardóttir, prédikar. Prest- ar Akraneskirkju, þeir sr. Eðvarð Ing- ólfsson og sr. Þráinn Haraldsson og sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófast- ur, þjóna í athöfninni. Sóknarnefnd- arfólk les ritningarorð. Kór Akranes- kirkju syngur undir stjórn Sveins Arn- ars Sæmundssonar organista. Kirkju- gestum verður boðið til kaffisamsæt- is í Safnaðarheimilinu Vinaminni að guðsþjónustu lokinni. „Akurnesingar og aðrir kirkjuvinir eru hvattir til þess að taka þátt í þessari hátíðarguðsþjón- ustu á merkum tímamótum í sögu safnaðarins,“ segir sr. Eðvarð Ingólfs- son sóknarprestur. mm 120 ára vígsluafmæli Akraneskirkju Skólablað Skessuhorns Með Skessuhorni í dag fylgir sér- blað sem tileinkað er upphafi skóla- ársins. Rætt er við forsvarsmenn grunnskóla, fram- haldsskóla og há- skóla í landshlut- anum. Samhliða því að grunnskólar hefjast bætast mörg hundruð ung- ir einstaklingar í umferðina. Öku- menn eru sérstaklega hvattir til að taka tillit til þess og fara varlega. Skessuhorn óskar skólafólki, nemendum og starfsfólki velfarn- aðar í störfum komandi missera. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.