Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20162
Æðarodda. Gamla efnið í vellin-
um var fjarlægt og völlurinn réttur
af en síðan var lagt nýtt efni ofan á.
Það er 0-8 mm brotið efni sem er
leirkennt og virðist ætla að setjast
vel. Loks var upphitunarvöllurinn
einnig skafinn og sett á hann þunnt
lag af 0-25 mm efni og hann loks
valtaður. Að sögn Ásu Hólmars-
dóttur formanns Dreyra hafði efni
sem sett var á völlinn fyrir tveimur
árum ekki verið að reynast vel. Það
hafi orðið blautt og sleipt í vætutíð
en glerhart í þurrkum. Hún vonast
til að nýtt efni og þessi vinna eigi
eftir að gera keppnisvöllinn þann-
ig að allir geti orðið sáttir; hestar
og menn. Ása segir að nánast öll
vinna við endurgerð reiðvallarins
hafi verið unnin í sjálfboðavinnu,
en félagið staðið straum af kaupum
á efni og olíu á vélarnar.
Nýi keppnisvöllurinn verður síð-
an vígður um næstu helgi þegar
Norðurálsmótið í hestaíþróttum
verður haldið á Æðarodda. Opið er
fyrir skráningar á mótið og öllum
frjálst að keppa. mm
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-
ráðherra tók á föstudaginn fyrstu
skóflustunguna að nýrri þjóðgarðs-
miðstöð á Hellissandi. Við athöfn-
ina sagði ráðherra að með byggingu
þjóðgarðsmiðstöðvar yrðu innviðir
þjóðgarðsins Snæfellsjökuls styrktir,
þetta yrði lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustu á svæðinu og að með henni
yrði þjóðgarðurinn betur í stakk
búinn til að taka á móti ferðamönn-
um sem heimsækja svæðið allt árið
um kring. Þjóðgarðurinn Snæfells-
jökull var stofnaður árið 2001 og
fimm árum síðar var efnt til opinnar
samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á
Hellissandi. Hönnun hefur því legið
fyrir um nokkurt skeið og er bygg-
ingunni ætlað að uppfylla allar þarf-
ir þjóðgarðsmiðstöðvar, bæði hvað
varðar upplýsingagjöf, þjónustu og
fræðslu til gesta, auk starfsaðstöðu
fyrir rekstur þjóðgarðsins sjálfs.
Eftir skóflustunguna var efnt til
ráðstefnu í Röst. Yfirskrift henn-
ar var „Þjóðgarður á leið til fram-
tíðar.“ Þar tók ráðherra til máls,
sem og Kristinn Jónasson bæjastjóri
Snæfellsbæjar, Sturla Böðvarsson
bæjastjóri Stykkishólms, Ragnhild-
ur Sigurðardóttir hjá Svæðisgarðin-
um Snæfellsnesi, Kristín Huld Sig-
urðardóttir frá Minjastofnun, Jón
Björnsson þjóðgarðsvörður og Sæ-
mundur Kristjánsson sagnaþulur og
svæðisleiðsögumaður. af
Nú eru skólarnir að hefjast og mörg börn
sem ganga eða hjóla í skólann. Bílstjórar
þurfa því að muna að sýna sérstaka aðgát
í umferðinni og fara varlega á tímum sem
skólabörn eru á leið til og frá skóla.
Á morgun verður hæg suðlæg eða breyti-
leg átt. Skýjað með köflum og sums stað-
ar lítisháttar væta, hiti 12-20 stig. Á föstu-
dag verður hæg breytileg átt eða hafgola
og víða léttskýjað, hiti 12 til 19 stig, hlýjast í
innsveitum. Á laugardag; hæg norðaustlæg
eða breytileg átt. Skýjað með köflum en létt-
skýjað inn til landsins. Hiti 10-18 stig, hlýj-
ast á Vesturlandi. Á sunnudag má búast við
austlægri átt, 3-10 m/s. Dálítil væta verður í
fyrstu, annars skýjað með köflum og sums-
staðar þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 16
stig. Á mánudag er útlit fyrir vaxandi norð-
austanátt með rigningu, heldur kólnandi.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns
„Fylgist þú með Ólympíuleikunum?“ Flest-
ir virðast fylgjast með Ólympíuleikunum en
48% svöruðu „Já, af og til“ og 29% sögðu
„Já, reglulega á hverjum degi.“ 23% sögðust
hins vegar ekki hafa áhuga á því að horfa
á leikana.
Í næstu viku er spurt:
Á ríkið að auka vegaframkvæmdir
með sérstakri gjaldtöku?
Starfsfólk skólanna á Vesturlandi vinnur nú
hörðum höndum að því að gera allt klárt
fyrir kennsluveturinn. Skólarnir á Vesturlandi
eru góðir og eru að vinna gott starf. Vest-
lendingar geta verið stoltir af skólunum sín-
um og fólkinu sem þar starfar. Það er Vest-
lendingar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Fleiri útlendingar
í óhöppum
VESTURLAND: Alls urðu ell-
efu umferðaróhöpp í umdæmi
Lögreglunnar á Vesturlandi í lið-
inni viku, öll án teljandi meiðsla,
enda fólk almennt með öryggis-
beltin spennt. Erlendum ferða-
manni á bílaleigujeppa fipaðist
við aksturinn við Leirá í Hval-
fjarðarsveit og var bíllinn „út um
allan veg“ að sögn vegfaranda,
áður en hann skældist yfir vegrið
með miklum skruðningum. Ekki
urðu meiðsl á fólki en bíllinn var
fjarlægður stórskemmdur með
kranabíl. Annar erlendur ferða-
maður missti fólksbíl sinn út af
á Holtavörðuheiði í vikunni sem
leið. Þrennt var í bílnum sem
valt en engan sakaði enda all-
ir í öryggisbeltunum. Þriðji er-
lendi ökumaðurinn missti stjórn
á jepplingi sínum í lausamöl á
holóttum malarvegi í Hvítár-
síðu. Fór bíllinn út af og valt en
ökumaður og farþegi sluppu án
teljandi meiðsla. Komu erlend-
ir ferðamenn við sögu í átta af
þessum ellefu umferðaróhöpp-
um sem að urðu í umdæmi LVL
í sl. viku. Að sögn Theódórs Kr.
Þórðarsonar yfirlögregluþjóns
er það að líkindum hæsta hlutfall
ferðamanna í þessum málaflokki
til þessa, en á þessum árstíma
hefur þetta hlutfall verið um eða
upp undir helmingur slysa og
óhappa á undanförnum árum.
Verkefni lögreglunnar á Vest-
urlandi vegna erlendra ferða-
manna eru þó ekki að fullu talin
því þeir koma einnig vaxandi við
sögu í öðrum málaflokkum, svo
sem í ökuhraðamælingum.
-mm
Útgáfutónleikar
í kvöld
AKRANES: Söngkonan Inga
María Hjartardóttir heldur út-
gáfutónleika á Akranesi í til-
efni af útgáfu nýs efnis. Einn-
ig eru tónleikarnir hennar leið
til að kveðja að sinni, en hún
heldur bráðlega aftur til Boston
í Bandaríkjunum þar sem hún
stundar nám við Berklee Collage
of Music. Tónleikar Ingu Maríu
fara fram á Gamla kaupfélaginu
í kvöld, miðvikudaginn 17. ágúst
og hefjast klukkan 20:00. Á efn-
isskránni er nýtt frumsamið efni
í bland við eftirlætis lög söng-
konunnar. Fram koma, auk Ingu
Maríu, þau Heiðmar Eyjólfs-
son og dansararnir Mirra Björt
Hjartardóttir, Almar Kári Ás-
geirsson og Demi van den Berg.
Þá mun Ingi Björn Róbertsson
bregða sér í gervi DJ Red Ro-
bertsson og leika danstónlist.
Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt
er fyrir 12 ára og yngri. -kgk
Þúsund og
fimm of hratt
LANDIÐ: Alls voru 1005 öku-
menn myndaðir fyrir hraðakst-
ur af hraðamyndavélum lög-
reglunnar víðs vegar um land-
ið í vikunni sem leið, en þar af
voru 132 myndaðir af hraða-
myndavélunum sem eru við
Fiskilæk sunnan við Hafnarfjall
og við Hagamel sunnan Laxár í
Hvalfjarðarsveit. Þá mældu lög-
reglumenn í umferðareftirliti á
Vesturlandi 32 ökumenn fyr-
ir of hraðan akstur víðs vegar
í umdæminu. Einn ökumaður
var tekinn fyrir ölvun við akstur
í vikunni sem leið.
-mm
Skóflustunga tekin að nýrri
Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi
Sædís Heiðarsdóttir aðstoðaði Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfisráðherra við að
taka fyrstu skóflustunguna.
Hér má m.a. sjá Jón Björnsson þjóðgarðsvörð, Sædísi Heiðarsdóttur, Kristinn
Jónasson, Kristínu Lindu Árnadóttur forstjóra Umhverfisstofnunar, Sigrúnu
Magnúsdóttur umhverfisráðherra og Guðbjörgu Gunnarsdóttur fyrrverandi
þjóðgarðsvörð.
Á sínum tíma var það teiknistofan Arkís í Reykjavík sem bar sigur úr býtum í
hönnunarsamkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi með húsi sem nefnt er
Jökulhöfði. Hönnun hússins hefur því legið fyrir um árabil, en var sett á ís vegna
hrunsins. Húsið kemur til með að þjóna hlutverki þjóðgarðsmiðstöðvar, sem
móttökustaður fyrir ferðamenn og starfsmannaaðstaða þjóðgarðsins.
Búið er að gera miklar endur-
bætur á æfinga- og keppnisvelli
hestamannafélagsins Dreyra á
Á fundi byggðarráðs Dalabyggðar
þriðjudaginn 9. ágúst síðastliðinn
var farið yfir stöðu mála varðandi
lagningu ljósleiðara um Hörðu-
dal og Skógarströnd. Þar kemur
fram að 28 fasteignaeigendur bæði
í Hörðudal og á Skógarströnd hafa
undirritað umsókn um að fá heim-
taug, þar af 17 lögheimili. Byggð-
arráð samþykkti að gera ráð fyrir
tveggja milljóna króna framlagi frá
Dalabyggð til verkefnisins að því
gefnu að önnur fjármögnun verði
tryggð.
Eins og Skessuhorn greindi frá
á vormánuðum fékk Dalabyggð
ekki úthlutað peningum úr Fjar-
skiptasjóði í ár í tengslum við verk-
efnið Ísland ljóstengt. Staða ljós-
leiðaravæðingar um Hörðudal og
Skógarströnd er því sú, að sögn
Sveins Pálssonar sveitarstjóra, að
um þessar mundir er unnið að því
að tryggja fjármagn til verkefn-
isins. „Það liggur fyrir vilji með-
al íbúa og vilji sveitarstjórnar er að
koma þessu til leiðar og að þetta
verði gert. Á sama tíma eru fjár-
munir sveitarfélagsins takmarkað-
ir og við þurfum meira til,“ seg-
ir Sveinn. „Við erum að reyna að
ná í fjármagn til verkefnisins. Það
er enn von en á þessari stundu er
óvíst hver niðurstaðan verður. Það
ætti þó að skýrast á næstu vikum.“
kgk
Miklar endurbætur á reiðvellinum á Æðarodda
Reyna að afla fjár til ljósleiðaravæðingar
Horft heim að bænum Geirshlíð í Hörðudal.
Ljósm. úr safni.