Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 23 Tækniborg | Borgarbraut 61 | 422 2210 VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU AF SKÓLAVERKEFNUM WI�FI PRENTARAR, BLEK OG PAPPÍR FARTÖLVUR Verð frá: 49.900 kr. Y700 Kraftmikil og skemmtileg fyrir leikina Frábært verð – mikil gæði Hraður og öflugur SSD diskur Verð frá: 189.900 kr. YOGA 3 Verð frá: 99.900 kr. Einstakt úrval fyrir góða námsmenn. BAKPOKAR, TÖSKUR OG UMSLÖG FRÁBÆR ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL Frá Bose, Audio Technica, Plantronics og Sony. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Í dag verður Fjölbrautaskóli Vestur- lands settur í fertugasta skipti. Skóla- árið hefur undanfarin ár hafist fyrr vegna styttingar náms til stúdents- prófs. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA, segir aðsóknina í skólann vera góða. „Mjög góð að- sókn hefur verið í skólann og stefn- ir í að það verði nokkur fjölgun frá síðasta skólaári. Nýinnritaðir nem- endur fæddir 2000 eða síðar eru rúm- lega 150 talsins. Fjölgun hefur verið í námi með vinnu en í því eru rúmlega hundrað manns. Í námi með vinnu bjóðum við upp á nám í húsasmíði, húsgagnasmíði, í meistaraskóla, á sjúkraliðabraut og í vélvirkjun,“ seg- ir Ágústa Elín. Afreksíþróttasviðið gengið vel Í fyrra bauð FVA í fyrsta skipti upp á að nemendur gætu skráð sig á af- reksíþróttasvið. Sviðið býður upp á að nemendur geti stundað sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða námi. FVA og ÍA hafa síðan samráð um að iðkendur í verkefninu nái tilskildum árangri, bæði á afreksíþróttasviðinu og í hefðbundnu námi. Ágústa segir að afreksíþróttasviðið hafi gengið vel. „Um fimmtíu nemendur eru skráð- ir á sviðið í ár og ánægjulegt er hve vel hefur verið tekið í það. Nemend- urnir sem skráðir eru í afrekið stunda ýmiss konar íþróttir; knattspyrnan er vinsælust en körfubolti, badmin- ton og keila eru þarna líka. Dæmi eru um það að nemendur komi í skólann annars staðar frá vegna afrekssviðsins. Það er ánægjulegt að geta boðið upp á þennan valmöguleika og þá sérstak- lega hérna á Akranesi, því Akranes er mikill íþróttabær og hér er blómlegt íþróttalíf,“ segir Ágústa. Viðhald á húsnæði og tölvukerfi skólans Í sumar hafa verið miklar fram- kvæmdir og fjárfestingar í FVA. Eld- hús mötuneytis var tekið í gegn, skipt var um glugga, flísar á stétt og tröpp- um og þjónustubygging máluð að utan ásamt öðru viðhaldi. Þá hefur endurnýjun átt sér stað á heimavist og tölvukerfi skólans. „Hluta húsbúnað- ar á heimavist var skipt út í sumar og í haust liggur fyrir að breyta tveimur herbergum í opið rými, þar sem bæði setustofu og eldhússaðstöðu verð- ur komið fyrir. Þá verður pláss fyrir 60 nemendur í stað 64 áður. Heima- vistin í ár er nánast fullbókuð. Vist- arbúum er að fjölga aftur og við höf- um unnið markvisst að því að auglýsa vistina sem hefur líklega haft áhrif,“ segir Ágústa. Í sumar hafa tölvumál skólans einn- ig verið færð til betri vegar. „Mikið af netlögnum og netbúnaði hefur ver- ið endurnýjaður og lagfærður, all- ir vefþjónar hafa verið endurnýjað- ir og gömlu kennslukerfi skipt út fyr- ir nýtt frá Advania. Þá hefur tölvu- stofan verið tekin í gegn frá grunni; gömlu tölvunum skipt út fyrir nýjar og tölvustólar endurnýjaðir ásamt því að rýmið hefur verið lagað og mál- að,“ segir hún. Virkt samstarf og framsækni Ágústa segir að FVA sé góður skóli en alltaf megi leita leiða til þess að efla og auðga skólastarfið. „Mikil- vægt er að vera í tengslum við nem- endur, foreldra, nærsamfélagið, að- liggjandi skólastig og atvinnulífið og sinna með þeim hætti breytilegum þörfum margra. Við erum í samstarfi við stóriðjusvæðið á Grundartanga, meðal annars í gegnum Stóriðjuskól- ann. Það er hollt að líta í kringum sig, hlusta á umhverfið og eiga í samtali við samfélagið. Afrekíþróttasviðið var mjög jákvætt skref og við erum vak- andi fyrir nýjum námsmöguleikum sem mæta þörfum nemenda og at- vinnulífs. Hér á Akranesi eru fram- úrskarandi leik- og grunnskólar og tónlistarskóli sem skila góðum nem- endum til okkar. Listgreinakennsla er þar í hávegum höfð og velta má fyr- ir sér hvort hægt væri að útvíkka nú- verandi listnámssvið FVA í anda af- reksíþróttasviðs, þar sem lögð yrði áhersla á ólíkar listgreinar. Án efa hefðu margir nemendur áhuga á því. Enn eru þetta þó vangaveltur en við erum stöðugt að leita leiða til að auka fjölbreytni í námsframboði fyr- ir nemendur. Skólinn á að vera fjöl- breyttur, skapandi og framsækinn og mæta þörfum breiðs nemendahóps“, segir Ágústa. Starfsumhverfið Nokkrar breytingar hafa orðið innan starfsmannahópsins frá því á síðustu önn og vel hefur gengið að manna all- ar stöður. Fjöldi kennara við skólann á þessari önn er rúmlega 40 og sam- tals eru starfsmenn um 70. „Starfs- fólkið hér er vel menntað og fjölhæft og gerir FVA að þeim góða skóla sem hann er. Það er ánægjulegt að FVA er eftirsóttur vinnustaður og við erum bjartsýn fyrir komandi vetri,“ segir Ágústa að endingu. bþb Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi: Mikilvægt að vera í tengslum við nemendur og nærsamfélagið Töluverðar breytingar hafa orðið á tölvustofu skólans og búnaðurinn þar inni hefur verið endurnýjaður. Hér vinnur hópur nemenda saman að verkefni í jákvæðri sálfræði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.