Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201612 Bjarnheiður Jóhannsdóttir hóf störf sem ferðamálafulltrúi Dala- byggðar í 50% starfi í upphafi ágústmánaðar. Hún hefur meist- arapróf í keramikhönnun frá Ung- verska listiðnaðarháskólanum og hefur síðan þá setið fjölda nám- skeiða í stjórnun, fjármálum og markaðssetningu. Bjarnheiður er frá Hvammstanga en fluttist í Dal- ina fyrir tveimur árum síðan og er búsett á Jörfa í Haukadal. Þeg- ar blaðamaður spyr um fyrri störf kemur í ljós að Bjarnheiður hef- ur víðtæka reynslu af stjórnun og ráðgjöf. „Ég er búin að vera verk- efnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands undanfarin níu ár, með- al annars hélt ég utan um Braut- argengi sem er námskeið fyrir at- hafnakonur,“ segir hún. „Þar á undan var ég ráðgjafi fyrir konur í atvinnurekstri hjá Byggða- stofnun. Þessi tvö störf dekka síð- ustu 15 ár eða svo,“ bætir hún við. Einnig hefur Bjarnheiður sinnt kennslu í Myndlistarskólanum í Reykjavík og hyggst gera áfram. Hún segir það henta sér vel að starf ferðamálafulltrúa Dalabyggð- ar sé hálft stöðugildi. „Það hentar mér frábærlega því ég er að sinna öðru líka. Ég vinn með keramik og kenni áfram í myndlistarskólanum. Kennslan fer fram í búntum. Ég kenni nokkra daga í einu og kem heim á milli,“ segir Bjarnheiður. „Að starfa sem ferðamálafulltrúi í hálfu starfi veitir mér því svigrúm til að gera allt þetta áfram,“ segir hún ánægð. Aðspurð um helstu verkefni ferðamálafulltrúa Dalabyggð- ar segir Bjarnheiður helst tvennt vera framundan á næstunni. „Í fyrsta lagi er það stefnumótun í ferðamálum fyrir sveitarfélagið og ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Í öðru lagi aðstoð við þróun og markaðssetningu á ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.“ Hún segir ferða- þjónustu í sveitarfélaginu aðallega samanstanda af frumkvöðlum og minni fyrirtækjum. „Það er margt spennandi að gerast í ferðaþjón- ustunni hér akkúrat núna en við getum sagt að Dalirnir séu í raun og veru óuppgötvaður staður,“ segir Bjarnheiður. „Ég hef hitt og rætt við marga erlenda ferðamenn í sumar sem vita allt um Snæfells- nes til dæmis og fleiri staði. Þeir eru hins vegar að uppgötva að hér í Dölum er líka falleg náttúra og alls konar spennandi áfangastað- ir. Tækifærin eru mörg og ég tel að framundan sé afskaplega spenn- andi starf,“ segir Bjarnheiður að lokum. kgk HARÐJAXLAR Í ELDHÚSIÐ Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is Hakkavélin frá SIRMAN er alvöru tæki sem afkastar 25 kg/10 mín. Úrbeiningahnífarnir frá GRANTON eru gæðahnífar sem fag- og áhugafólk notar. Þessir harðjaxlar fást í nýrri vefverslun fastus.is Mörg tækifæri í ferða- þjónustu í Dölum Bjarnheiður Jóhannsdóttir er nýr ferðamálafulltrúi Dalabyggðar. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fjölbreytt dagskrá verður helgina 26. - 28. ágúst í Hvalfjarðarsveit: Ljósmyndakeppni• Málverkasýning• Nínu Stefánsdóttur Málverkasýning• Elínborgar Halldórsdóttur Myndlistarsýning • Önnu Torfadóttur Fjölskylduhátíð• í tilefni af 10 ára afmæli Hvalfjarðarsveitar Helgusund• Sveitamarkaður• á Þórisstöðum, Hestamannafélagið Dreyri teymir undir börnum og trúbador mætir á svæðið Nýja nautaeldisfjósið á Hvítanesi• verður til sýnis Bjarteyjarsandur• verður með matarveislu beint frá býli, heilgrillað lamb og kayakferðir Kaffi Glymur• , opið frá 12 - 17 Lifandi tónlist í Skessubrunni• á laugardagskvöldið Hernámssetrið• verður opið Hvalfjarðarhlaup• , skráning á www.hlaup.is Kaffihlaðborð• á Laxárbakka Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ• , Perlur kirkjutónlistar, Alexandra Chernyshova sópran, Lubov Molina kontraalt og Jónína Erna Arnarsdóttir píanóleikari Ferstikluskáli• opinn Stofutónleikar í Skipanesi• , Ásta Marý söngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari Endanleg dagskrá verður auglýst í næsta blaði Einnig verður hægt að nálgast hana á www.hvalfjardardagar.is Hvalfjarðardagar 2016 26. – 28. ágúst SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.