Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201626
„Hvað er skemmtilegast
við að byrja í skólanum?“
Spurning vikunnar
Óðinn Kjærnested
3 bekk, Akranesi
„Nýr bekkur og nýir hlutir.“
Viktoría Þórisdóttir
5. bekk, Akranesi
„Fara út í frímínútur.“
Sóley Birta Grímsdóttir
4. bekk, Akranesi
„Að hitta alla krakkana.“
Bjartur Ólafur Eyþórsson
5. bekk, Akranesi
„Geta hitt krakkana.“
Arnbjörn Ingi Grétarsson
5. bekk, Akranesi
„Byrja að læra aftur.“
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Grunnskólinn í Borgarnesi verð-
ur settur næstkomandi mánudag,
22. ágúst, í Borgarneskirkju. Að
skólasetningu lokinni hitta nem-
endur umsjónarkennara sína og fá
stundatöflur afhentar og aðrar upp-
lýsingar. Kennsla hefst samkvæmt
stundaskrá daginn eftir, þriðjudag-
inn 23. ágúst. Fyrir komandi skóla-
ár eru 292 nemendur skráðir í skól-
ann en það er svipaður fjöldi og síð-
asta vetur. Að sögn Júlíu Guðjóns-
dóttur skólastjóra eru 58 starfs-
menn við skólann auk þess sem
fjórir sérfræðingar koma að hon-
um. Þá eru fimm nýir kennar-
ar að hefja störf nú í haust en aðr-
ar breytingar hafa ekki verið gerð-
ar á starfsmannahópnum. „Það hef-
ur gengið vel að manna allar stöður
nema tónmenntakennsluna og þyk-
ir okkur það miður. Hjá okkur eru
30 kennarar með kennsluréttindi
og þrír sem eru að klára masters-
réttindin sín í vetur,“ segir Júlía.
Nokkrar breytingar verða
á skólastarfinu
Aðspurð um áherslur í skólastarf-
inu segir Júlía að áhersla verði helst
lögð á læsi, nýsköpun og teym-
iskennslu í vetur, auk þess sem
námsmatið verður þróað áfram.
„Unnið verður áfram að umhverf-
ismálum og mun skólinn sækja um
endurnýjun á Grænfánanum næsta
vor. Skólinn vinnur í anda uppeld-
isstefnunnar sem ber heitið „Upp-
eldi til ábyrgðar“ og snýr meðal
annars að því að kenna nemend-
um að bera ábyrgð á eigin hegð-
un og gjörðum. Einnig högum
við starfi okkar í samræmi við ein-
kunnarorð skólans sem eru; sam-
hugur, virðing, ábyrgð og sjálf-
stæði,“ segir Júlía. Í vetur verð-
ur eitthvað um breytingar í skól-
anum, grunnskipulaginu verð-
ur breytt þannig að 1.-4. bekk-
ur mun tilheyra yngsta stigi, 5.-7.
bekkur verður á miðstigi og 8.-10.
bekkur á unglingastigi. Þá verður
breyting á annaskipulagi og í stað
þriggja anna verða þær tvær, haus-
tönn og vorönn. „Í vetur ætla skól-
ar í Borgarbyggð einnig að taka
höndum saman og fékk sveitarfé-
lagið styrk til að efla nýsköpun í
starfinu. Þá ætla grunnskólarnir í
sveitarfélaginu að leggja áherslu á
teymiskennslu og verður því mikil
samvinna þar.“
Gott foreldrafélag
Helsta sérstaða Grunnskólans í
Borgarnesi, að sögn Júlíu, eru öfl-
ugt starfsfólk, nemendur og for-
eldrar sem standa vörð um hags-
muni nemenda. „Foreldrafé-
lagið okkar fékk t.d. verðlaun frá
Heimili og skóla vegna Gleðileik-
anna, sem félagið sér alfarið um
að skipuleggja og hefur tekist ein-
staklega vel upp.“ Þá er rík áhersla
lögð á að koma til móts við fjöl-
breyttar þarfir nemenda á einstak-
lingsgrunni og hefur það gengið
vel að sögn Júlíu. arg
Reykhólaskóli er samrekinn leik-
og grunnskóli og hófst skólaár-
ið 2016-2017 í gær, þriðjudaginn
16. ágúst, þegar leikskólabörn-
in mættu eftir sumarfrí. Grunn-
skóladeildin verður sett næstkom-
andi mánudag, 22. ágúst klukk-
an 8:30. Strax að lokinni skóla-
setningu hefst kennsla samkvæmt
stundaskrá. Börnum við skólann
hefur farið fjölgandi undanfarið
en við upphaf síðasta skólaárs voru
49 nemendur skráðir í grunnskóla-
deild og nú verða þeir 52. Í vor
voru tveir nemendur útskrifaðir úr
tíunda bekk og eru þrír nemend-
ur að taka sín fyrstu skref í grunn-
skóladeildinni að þessu sinni.
Gengið illa að fá mennt-
aða kennara til starfa
Að sögn Ástu Sjafnar Kristjánsdótt-
ur skólastjóra hefur gengið þokka-
lega að manna lausar stöður fyrir
komandi vetur, þó illa hafi gengið
að fá menntaða kennara. „Við aug-
lýstum eftir grunnskólakennara og
var enginn kennari sem sótti um,
né spurði um starfið. En það hefur
gengið þokkalega að manna stöð-
ur fyrir komandi skólaár. Sigrún
Kristjánsdóttir er að fara í fæðing-
arorlof og Birgitta Jónasdóttir tek-
ur við af henni sem deildarstjóri á
leikskólanum. Hrefna Jónsdótt-
ir kemur inn í grunnskóladeildina
sem leiðbeinandi en hún er nemi í
leikskólafræðum,“ segir Ásta Sjöfn.
Við skólann er 21 starfsmaður og
þar af eru fimm starfsmenn í leik-
skóladeildinni. Í grunnskóladeild-
inni starfa fimm menntaðir grunn-
skólakennarar, þar af einn sérkenn-
ari.
Ætla að auka
áherslu á læsi
„Sérstaða skólans er nálægð hans
við náttúruna og gott samfélag sem
stendur í kringum hann, auk þess
að hér er þéttur hópur starfsmanna
með mikla þekkingu og reynslu,“
segir Ásta Sjöfn. „Helstu áherslur
okkar eru að auka læsi nemenda og
gera þá að hæfum samfélagsþegn-
um. Í ár ætlum við að auka áhersl-
una enn frekar á læsi en síðastlið-
inn vetur unnu starfsmenn í nýrri
læsisstefnu skólans,“ bætir hún við.
Skólinn leggur einnig mikla áherslu
á að hafa góða samvinnu á milli
leik- og grunnskóladeilda. „Nem-
endur í skólahóp leikskólans koma
sex sinnum í hverri viku í grunn-
skólann í kennslu. Þá fara nem-
endur yngstu bekkja í heimsókn í
leikskólann vikulega og nemendur
á unglingastigi fara einnig í hverri
viku og lesa fyrir nemendur í leik-
skólanum,“ segir Ásta Sjöfn.
arg
Grunnskólinn í Borgarnesi:
Rík áhersla á að koma til móts
við fjölbreyttar þarfir nemenda
Reykhólaskóli:
Mikil áhersla lögð á samvinnu milli skólastiga
Nemendur Reykhólaskóla í lok fjölgreinaleikanna í apríl. Mynd frá fjölgreinaleikum Reykhólaskóla.
Kátir krakkar úr Grunnskólanum í Borgarnesi í sundi.
Frá skólaslitum Grunnskólans í Borgarnesi.