Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Hver segir minnst ósatt? Eftir talsverðan vandræðagang gáfu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar það út í síðustu viku að efnt verði til alþingiskosninga laugardaginn 29. októ- ber. Kannski í ljósi vandræðagangsins frá því í byrjun apríl mætti segja að það fari vel á því að ljúka sláturtíð í haust með kosningum. Reyndar er svo að skilja á forsprökkum ríkisstjórnarinnar að þessi kosningadagur sé háður því að mikill fjöldi mála nái fram að ganga á þingi á þeim dögum sem til ráðstöfunar eru. Ljúka skal við á að giska fjörutíu þingmál en ann- ar eins fjöldi mun verða settur í salt. Þetta þýðir væntanlega að meðal- hraði stjórnarfrumvarpa í umræðum og afgreiðslu fer niður í klukkutíma og korter, miðað við hversu fáir þingdagar eru eftir. Nú hlýtur maður að spyrja af hverju ekki var byrjað fyrr að afgreiða þau mál sem eru svona brýn og nýta betur það hálfa fjórða ár sem liðið er af kjörtímabilinu? Það mun væntanlega seint verða upplýst en rökstuddur grunur hlýtur að vakna um að áherslur flokkanna sem ráða séu ólíkari en látið hefur verið uppi. Kosningar fyrrgreindan dag eru engu að síður háðar því að stjórnar- andstaðan verði til friðs, eða „muni ekki þvælast mikið fyrir,“ eins og for- maður Framsóknarflokksins orðaði það svo ofur-pent í sjónvarpsfréttum í fyrrakvöld. Ekki sérlega vandað orðalag í ljósi þess að það er beinlínis hlutverk stjórnarandstöðu að ræða málin og draga úr líkum á mistökum meirihlutans við raðafgreiðslu frumvarpa. Að því gefnu að staðið verði við kosningar í haust, eru ýmsir stjórn- málamenn og aðrir frambjóðendur farnir að láta vita af sér, fólk á ýms- um aldri og báðum kynjum. Býsna margir sitjandi þingmenn hafa lýst því yfir að þeir hætti í stjórnmálum og nefna ólíkar ástæður. Einhverjir þeirra gera sér þó grein fyrir því að eftirspurn eftir þeim er minni en framboðið. Svo eru aðrir sem hafa einfaldlega ekki áhuga lengur á að standa í þing- störfum sem þeir segja illa launuð, ennþá verr þokkuð og afar erilsöm. Neistinn sé því slokknaður og því betra að snúa sér að öðru. Á næstu dögum kemur smám saman í ljós hverjir munu skipa efstu sæti á framboðslistum þeirra flokka sem bjóða munu fram. Píratar halda raf- ræn prófkjör víða um land og vekur eftirtekt hversu fáir nýta rétt sinn til áhrifa. Hið opna lýðræði er kannski ekki áhugaverðara en þetta þegar upp er staðið? Viðreisn virðist vanta fólk, en Vinstri grænir í Norðvestur- kjördæmi halda forval og skáka um leið skoðanabræðrum sínum í öllum öðrum kjördæmum sem treystu ekki aumum pöpulnum til lýðræðislegs vals. Samfylkingar- og sjálfstæðisfólk heldur einnig prófkjör en lítið hefur heyrst úr röðum framsóknarfólks. Það er ekki í kosningastuði. Ég er nokkuð spenntur að sjá hverjir skipa munu framboðslista í Norð- vesturkjördæmi. Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við að til áhrifa velj- ist fólk sem raunverulega er tilbúið að vinna gagn fyrir okkur íbúa kjör- dæmisins. Mér finnst við eiga það skilið að fá fólk á þing sem er reiðubúið að berjast af einurð fyrir ýmsum hagsmunamálum sem lítið sem ekkert hefur verið unnið að á undangengnum árum. Nefni ég fjarskipti og vega- mál, lækkun vaxta, sanngjarna skattheimtu og að unnið verði að niðurgír- un ofþaninna ríkisstofnana með þokukennt hlutverk. Ég vil heilbrigðis- kerfi sem allir landsmenn geti notið óháð efnahag. Loks myndi ég kjósa að lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað frá grunni. En þetta er bara mín skoðun og henni þarf fólk alls ekki að vera sammála því hér ríkir skoðana- frelsi. Fólk á einfaldlega að kjósa þann flokk sem kemst næst því að upp- fylla markmið þess og þykir líklegastur til að gera gagn. Ég fyrir mitt leyti ætla að velja þann flokk sem ég trúi að segi minnst ósatt. Magnús Magnússon. Leiðari Verið er að ljúka framkvæmdum á tjaldsvæðinu við Kalmansvík á Akranesi. Unnið hefur verið að því að setja upp ný leiktæki á tjaldsvæð- ið. Á vef Akraneskaupstaðar kem- ur fram að nýju leiktækin sem um ræðir séu klifurgrind, jafnvægisbrú og hengirúm frá Kompunni, en fyrirtækið Krummi sér um að flytja leiktækin til landsins. Ásamt þess- um nýju leiktækjum hafa rólurnar sem fyrir voru verið lagfærðar en kastalinn sem fyrir var hefur verið fjarlægður þar sem hann var talinn geta valdið slysahættu. Stefnt er að því að framkvæmdum verði lokið í vikunni og þá verður öllum frjálst að prófa nýju tækin. bþb Nýjum leiktækjum komið upp á tjaldsvæðinu við Kalmansvík Frá framkvæmdum síðastliðinn mánudag en þá var allt að verða klárt. Á Arnarstapa á Snæfellsnesi var í sumar byrjað með rekstur nýs mat- söluvagns sem selur ferskan djúp- steiktan fisk og franskar. Bættist hann þar með við flóru í matsölu sem fyrir er á svæðinu. Matvagn- inn, sem ber heitið Mönsvagninn, er í eigu hjónanna Herdísar Þórð- ardóttur og Jóhannesar Ólafsson- ar frá Akranesi og barna þeirra. Aðspurð segja þau að sumarið hafi gengið vel, umferðin á staðinn hafi verið jöfn og þétt yfir júlímánuðinn en þau opnuðu einmitt í byrjun júlí. „Álagið er mest um og yfir hádegið enda mikið um svanga túrista sem eru á ferð um Snæfellsnesið,“ seg- ir Guðjón Jóhannesson sonur eig- endanna. Það kemur sér vel fyrir staðinn að Jóhannes á trillu og er boðið upp á ferskan nýveiddan fisk. Tíðindamaður Skessuhorns fékk að smakka á veitingunum og þykir full ástæða að heimsækja staðinn aftur innan tíðar. afe Sumarið gengið vel í fisksölu á Stapanum Mæðginin Herdís og Guðjón hafa staðið vaktina síðan í byrjun júlí. Umhverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefnd Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum síðasta miðvikudag að veita leyfi til stækk- unar Hvanneyrarkirkjugarðs. Sóknarnefnd Hvanneyrarsókn- ar hafði sótt um framkvæmdaleyfi til 189 fermetra stækkunar kirkju- garðsins. Stækkunin samræmist aðalskipu- lag Borgarbyggðar fyrir Hvann- eyri árin 2010-2022. Fyrir liggur undirritað samþykki íbúa Túngötu 26 fyrir stækkuninni. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, formanns sóknarnefndar Hvanneyrarsóknar, vonast sóknar- nefnd til að framkvæmdir geti haf- ist nú í haust. „Við verðum í jarð- vegsskiptum í haust og síðan verð- ur farið í það að færa girðinguna og hlaða grjótgarðinn,“ segir Guðmundur og bætir því við að rætt hafi verið við Unnstein Elí- asson hleðslumeistara um að taka það verk að sér. Garðurinn verður lengdur til austurs og segir Guð- mundur að fyllt verði upp í brekk- una sem þar er. Hann vonast til að hægt verði að taka nýjan hluta kirkjugarðsins í notkun innan fárra ára. „Vonandi verður hægt að fylla upp í brekkuna næsta sumar og eft- ir það þarf jarðvegurinn aðeins að fá að jafna sig. Ég reikna því með að stækkunin verði tekin í notkun eftir tvö til þrjú ár.“ Hann bætir því við að ýmsir möguleikar séu til frekari stækkunar kirkjugarðsins, en ekki verði ráðist í þær á næstu áratugum. Aðal málið sé að hefja þennan áfanga stækkunarinnar og taka í notkun innan fárra ára, því líklegt sé að núverandi garður fyll- ist á næstu árum. Hvað varðar peningahliðina kveðst Guðmundur ekki geta sagt til um með vissu hvað framkvæmd- in komi til með að kosta. Hann segir hins vegar að það verði ekki mikið. „Endanleg kostnaðaráætl- un liggur ekki fyrir, né hve mik- ið verður gert núna í haust og hve mikið þarf að gera seinna. En þetta er hvorki stór né dýr framkvæmd, aldrei dýrari en fimm milljónir króna,“ segir hann. „Kostnaðurinn skiptist síðan á milli sóknarnefnd- ar, ríkis og sveitarfélags samkvæmt lögum,“ segir Guðmundur. kgk Hvanneyrarkirkjugarður stækkaður Kirkjugarðurinn á Hvanneyri. Ljósm. Bjarni Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.