Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201634 Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Nort- hern Wave verður haldin í níunda sinn dagana 21.-23. október í haust. Hátíðin hefur fram að þessu verið haldin í Grundarfirði en í ár mun hún verða færð um set og haldin í Frystiklefanum í Rifi. Dögg Mós- esdóttir, stofnandi og stjórnandi hátíðarinnar, segir ástæðuna fyrir því að hátíðin fari nú í Rif vera á að skortur er á gistirými í Grund- arfirði. „Ferðamennskan er mik- il í Grundarfirði núna og allt gisti- rými er uppbókað langt fram í tím- ann. Við færðum hátíðina frá mars til októbers fyrir þremur árum því allt gistirými í mars var uppbókað ári fyrr. Þegar ég ætlaði að panta gistingu fyrir þá sem ég er að bjóða á hátíðina í ár, listamenn og fleiri, sá ég að allt gistirými var að verða uppbókað. Við leituðum því til Kára Viðarssonar í Frystiklefanum en við höfðum rætt það saman áður að vera í samstarfi og þessi tímapunkt- ur hentað vel. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka þetta skref, ég er Grundfirðingur og þessi hátíð hef- ur gengið vel í minni gömlu heima- byggð. Á næsta ári verður tíu ára af- mæli hátíðarinnar og sú hátíð gæti verið haldin í Grundarfirði, það er aldrei að vita. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort há- tíðin verður í Rifi til frambúðar og enn er möguleiki að nokkur hluti af dagskránni verði í Grundarfirði,“ segir Dögg. Auknir möguleikar Dögg segist vera orðin spennt fyr- ir að halda hátíðina í Rifi og telur jafnvel að það hafi kosti í för með sér. „Ég tel að það séu möguleikar til þess að stækka hátíðina með því að halda hana í Rifi. Auk þess sem það er meira gistirými, þá er stærra rými til þess að halda hátíðina í. Við verðum með nýjung í ár þar sem við ætlum að sýna videoverk en það hefur verið draumur lengi að hægt verði að sameina fleiri listgreinar á hátíðinni. Það er skemmtilegt að vera með fjölbreyttari flóru og fá inn tónlistar- og myndlistarmenn.“ Búið er að loka fyrir umsóknir erlendra kvikmynda á hátíðinni en 200 myndir bárust hátíðinni. Enn er opið fyrir umsóknir fyrir íslensk- ar myndir auk videoverka. „Þetta er mjög spennandi og hátíðin verður kannski með aðeins öðru sniði en vanalega. Ég vona að viðtökurnar verði eins góðar og árin á undan og fólk á Snæfellsnesi verið jafn dug- legt að sækja hátíðina,“ segir Dögg að endingu. bþb Kvikmyndahátíðin Northern Wave færir sig um set Dögg Mósesdóttir og Kári Viðarsson fyrir framan Frystiklefann í Rifi. Í fréttum að undanförnu hef- ur Ólöf Nordal innanríkisráð- herra viðrað þá skoðun sína að ef bæta eigi vegakerfið um landið til að mæta vaxandi umferð, þurfi að skoða einkaframkvæmdir þar sem skatttekjur ríkissjóðs dugi ekki til. Meðal annars hefur Ólöf nefnt að æskilegt væri að Sundabraut yrði unnin í einkaframkvæmd. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmað- ur Samfylkingar í Norðvestur- kjördæmi leggst gegn þeirri hug- mynd. „Verði Sundabrautin gerð að einkaframkvæmd þá verður sú staða uppi í Norðvesturkjör- dæmi að tvær meginleiðir þang- að frá höfuðborginni yrðu með gjaldtöku. Norðvesturkjördæmi er nú þegar eina kjördæmi lands- ins sem þarf að una gjaldtöku fyr- ir samgöngur sínar við höfuðstað landsins, með veggjöldum um Hvalfjarðargöng. Ef Sundabarut- in bætist við sem einkaframkvæmd þyrftu íbúar kjördæmisins að bera tvöfalda gjaldtöku. Leiðirnar aust- ur og suður um yrðu hinsvegar gjaldlausar eftir sem áður. Finnst mönnum á það bætandi? Ég segi nei,“ segir Ólína. Hún bætir því við að huga þurfi að jafnræði landshlutanna í sam- göngumálum og að Sundabraut- in hafi verið til umræðu í áratugi. „Á seinni árum hafa menn farið að gæla við þá hugmynd að gera hana að einkaframkvæmd og greiða nið- ur með veggjöldum. Ef menn ætla að halda áfram með þau áform verður að hugsa jafnhliða um leið- ir til þess að jafna kostnaðinum þannig að íbúar Vesturlands, Vest- fjarða og Norðvesturlands beri ekki þennan bagga einir.“ mm Hafnar hugmynd ráðherra um gjaldtöku á Sundabraut Meðan umræðan um Sundabraut stóð sem hæst fyrir gjaldþrot bankanna, voru ýmsar leiðir ræddar um Sundabraut. Hér er teikning af svokallaðri Eyjalausn. Ekkert hefur þó verið ákveðið hvernig Sundabraut verður útfærð. Danskir dagar fóru fram í Stykk- ishólmi um liðna helgi. Var það í 22. sinn sem hátíðin er haldin, en hún er meðal elstu bæjarhátíða hér á landi. Hátíðin hófst á föstudegi með Loppemarked í tónlistarskól- anum þar sem bæjarbúar gátu keypt og selt notaðar gersemar. Að kvöld- inu voru haldin hin árlegu hverfag- rill en aðrir viðburðir og skemmt- un var fyrst og fremst í höndum veitingastaða bæjarins. Á laugar- deginum tróðu upp á hátíðarsvæð- inu Brúðubíllinn, Halli og Heiðar úr Pollapönki og fleiri góðir gest- ir. Krakkarnir renndu sér í froð- urennibraut og kepptu í dorgi á bryggjunni. Þá var efnt til firma- keppni í loftbolta líkt og í fyrra. Að kvöldi laugardags var skemmtun á sviðinu þar sem fram komu Alda Dís, Páll Óskar og tón- listarfólk úr Stykkishólmi. Kvöld- dagskránni lauk síðan með brekku- söng og flugeldasýningu og þeir skemmtanaglöðustu héldu síðan á stórdansleik Páls Óskars í íþrótta- húsinu. kgk/ Ljósm. sá. Hólmarar héldu Danska daga hátíðlega Fjölmenni fylgdist með dagskránni á hátíðarsvæðinu og skemmtu sér bæði börn og fullorðnir. Halli og Heiðar úr Pollapönki í miklum fíling. Páll Óskar Hjálmtýsson söng fyrir gesti og hélt síðan uppi stuðinu fram á rauða nótt með stórdansleik í íþrótta- húsinu. Bæjarbúar skreyttu margir hverjir heimili sín með dönsku fánalitunum og dæmi eru um að heilu göturnar hafi fengið ný nöfn á meðan há- tíðinni stóð. Dorgkeppni á bryggjunni mældist vel fyrir.Börnin tóku virkan þátt í dagskrá Danskra daga. Firmakeppni í loftbolta sló í gegn í fyrra og því var ákveðið að endur- taka leikinn í ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.