Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Page 29

Skessuhorn - 17.08.2016, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 29 FRYSTIKERFI ehf BRIM HF. R E S T A U R A N T Akranesi Snæfellsbær Útvegsmannafélag Snæfellsness Vélaverkstæði Hillarí Nesvegi 9 340 Stykkishólmi Sigurður: 894 6023 Rúnar: 694 9323 www.sjomennt.is Óskum sjómönnum til hamingju með daginn SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS „Laugargerðisskóli á Snæfellsnesi verður settur 22. ágúst en starfs- fólk mætti til vinnu um miðjan ágúst. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir, 23. ágúst. Starfsárinu lýkur í lok maí,“ seg- ir Kristín Björk Guðmundsdótt- ir, skólastjóri Laugargerðisskóla, í samtali við Skessuhorn. Laugar- gerðisskóli er bæði leik- og grunn- skóli og áætlar Kristín að 21 nem- andi verði við skólann í vetur á leik- og grunnskólaaldri. Tvö börn útskrifuðust úr 10. bekk skólans í vor en ekkert byrjar í 1. bekk nú í haust. „Vegna fækkunar nemenda hafa verið gerðar ýmsar breyting- ar. Megináherslan er þó lögð á að nemendur fái sömu fjölbreytni í skólastarfinu og verið hefur,“ seg- ir Kristín. Sömu starfsmenn verða við Laugargerðisskóla í vetur og voru síðasta skólaár. Ekki allir kennarar eru með kennsluréttindi og tveir hafa minnkað við sig vinnuna en kenna þó þannig að allar greinar verða kenndar eins og áður. „Einn kennari kennir bæði hjá okkur og í Grunnskólanum í Borgarnesi og minnkar starfshlutfallið hér. Einn starfsmaður kemur nýr í skól- ann sem stuðningsfulltrúi. Fjöldi starfsmanna er 13 en einungis þrír starfsmenn eru í fullu starfi,“ seg- ir hún. Ein sérstaða Laugargerðisskóla er mikið samstarf við aðra skóla. „Til þess að auka möguleika ung- linganna á vali og félagsskap hef- ur verið farið í meira samstarf við Grunnskólann í Borgarnesi. Einn dag í viku, þegar val er á unglinga- stiginu, fer kennari og nemendur á unglingastigi í Borgarnes. Kenn- arinn kennir í Borgarnesi upp- lýsinga- og tæknimennt en nem- endur fara inn í aldurssamsvar- andi bekki á meðan,“ segir Krist- ín. „Í Laugargerðisskóla hefur far- ið fram stöðug þróun á einstak- lingsmiðuðu námi og nemend- ur orðnir leiknir að nota spjald- tölvur. Í ár verður þessi tækni inn- leidd í Grunnskólann í Borgar- nesi af sama kennara og hefur byggt upp starfið hér,“ bætir hún við. Þá er tónlist enn fremur fast- ur liður í skólastarfi Laugargerð- isskóla. „Tónlistarskóli Steinunn- ar Pálsdóttur er hér tvo daga í viku samþætt inn í skólastarfið. Flestir nemendurnir taka þátt í tónlistinni sem er ein af sérstöðum skólans,“ segir hún og bætir því við að einn- ig komi smíðakennari einu sinni í viku frá Stykkishólmi. Samstarf styrkir fámenna skóla Laugargerðisskóli er heilsueflandi skóli og mun vinna áfram í því verkefni. Þá taka nemendur þátt í smiðjuhelgum með Grunnskóla Borgarfjarðar og unglingastigið hefur farið með jafnöldrum sínum úr GBF í skíðaferð undanfarin ár. Skólabúðir eru skipulagðar þann- ig að samstarfsskólarnir svoköll- uðu séu á sama tíma í skólabúð- um. Samstarfsskólar Laugargerð- isskóla eru Grunnskólinn í Borg- arnesi, Gunnskóli Borgarfjarðar, Auðarskóli, Heiðarskóli og Reyk- hólaskóli. „Það er mikill styrkur lítilla skóla að eiga gott samstarf,“ segir Kristín. Þá var Laugargerðisskóli einn af fyrstu skólunum til að innleiða markvisst vinaliðastarf, en Auðar- skóli er þar aðal samstarfsaðilinn. „Þar eru það nemendur á miðstigi sem eru í samstarfi. Samstarf við félagsmiðstöðina Óðal er árlegt og gerir það að verkum að nem- endur úr Laugargerði hafa kynnst nemendum í Borgarnesi,“ segir Kristín. En skólinn á einnig í góðu samstarfi við aðra skóla á Snæfells- nesi að sögn skólastjórans. „Laug- argerðisskóli fær nú sérfræðiþjón- ustu frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga,“ segir hún. „Nem- endur úr Lýsuhólsskóla koma hingað á langa daga og nemendur héðan fara að Lýsuhóli. Foreldra- félögin skipuleggja félagsstarf nemendanna og eru mjög dugleg í því starfi,“ bætir hún við. „Þrátt fyrir fámennið horfum við bjart- sýn fram á veginn,“ segir Kristín Björk Guðmundsdóttir að lokum. kgk Laugargerðisskóli: Samstarf við aðra skóla mun einkenna starf Laugargerðisskóla Nokkrir af yngri nemendum Laugargerðisskóla vopnaðir pappírsflugvélum. Frá atriði nemenda á árshátíð skólans. HAGNÝTAR NÁMSBRAUTIR Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára nám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Nemendur geta valið sér námsleiðir í sjómennsku, Verkefni og vinnustaðir eru valdir með hliðsjón af áhuga hvers og eins. Nám í skóla - nám á vinnustað FISKTÆKNI Inntökuskilyrði: Grunnskólapróf. Á Fisktæknibraut er hægt að velja þrjár línur: -Sjómennska/veiðar - Fiskvinnsla - Fiskeldi Hvert námsár skiptist í eina önn í skóla og eina á vinnustað undir leiðsögn tilsjónamanns. MAREL VINNSLUTÆKNI Eins árs nám í Fiskeldi, Gæðastjórnun og Marel vinnslutæknir. Inntökuskilyrði: Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarútvegi getur einnig gilt til að uppfylla inntökuskilyrði. Námsárið skiptist í fagbóklegar greinar og vinnustaðanám. Námið verður kennt í dreinámi og staðlotum sem hentar starfandi fólki í greininni. GÆÐASTJÓRN FISKELDI Spennandi blanda bóklegs og verklegs náms sem gefur mikla starfsmöguleika eða til frekari menntunnar. Nánari upplýsingar hjá starfsmönnum Fisktækniskóla Íslands í síma 412-5966 eða á Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi. Nýtt og spennandi starfsnám sem byrjar í janúar 2017 Bjóðum upp á þrjár nýjar eins árs námsbrautir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.