Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201624
Grundaskóli á Akranesi verður settur
mánudaginn 22. ágúst næstkomandi,
en skólinn var settur í fyrsta sinn
fyrir 35 árum síðan. Á þeim langa
tíma hafa aðeins tveir skólastjórar
stýrt skólanum en á komandi skóla-
ári mun Sigurður Arnar Sigurðsson
verða þriðji skólastjórinn. Það verða
nokkrar breytingar á starfsliði skólans
frá síðasta skólaári og byrja átta nýir
starfsmenn í haust. Mikil breyting
verður á skólastjórninni en það verða
allt saman reynslumiklir kennarar í
Grundaskóla sem munu taka sæti í
henni. Sigurður Arnar tekur, eins og
áður segir, við skólastjórastöðunni af
Hrönn Ríkharðsdóttur sem hefur lát-
ið af störfum. Flosi Einarsson tekur
við sem aðstoðarskólastjóri af Sigurði
Arnari og þær Margrét Ákadóttir og
Kristrún Dögg Marteinsdóttir verða
deildarstjórar.
Fjölmennasti
fyrsti bekkur skólans
Fjöldi nemenda í Grundaskóla í ár
verður á bilinu 620 til 630 nemendur.
„Það er nokkur fjölgun á milli skóla-
ára. Tíundi bekkurinn sem útskrifað-
ist í ár er einn fámennasti útskriftar-
árgangur í sögu skólans og inn fyr-
ir þann árgang kemur fjölmennasti
fyrsti bekkur í sögu skólans. Nemend-
urnir sem útskrifuðust voru 46 en það
koma 75 inn. Árgangur 2010 verður
fyrsti fjögurra bekkja árgangurinn í
sögu skólans. Skólinn er að stækka
og í ár tökum við í notkun þrjár nýj-
ar kennslustofur en í þeim verða þrjár
bekkjardeildir sjöunda bekkjar,“ seg-
ir Sigurður Arnar. Til þess að sjá um
og leiðbeina öllum þessum nemend-
um munu starfsmenn verða alls eitt
hundrað í mismunandi stöðugild-
um. Kennarar skólans hafa allir lokið
kennaranámi og mjög margir fram-
haldsnámi. „Hlutfall kennara með
kennsluréttindi hefur verið 100% í
skólanum í fjölmörg ár,“ segir Sig-
urður Arnar.
Afmælishátíð í október
Skólaárið leggst vel í Sigurð Arn-
ar. „Framundan er spennandi skóla-
ár. Við erum óhrædd að breyta og
leita leiða til að gera betur. Við erum
t.d. að breyta ýmsu tengdu skipu-
lagi félagsmála og byggja upp auk-
ið nemendalýðræði í samvinnu við
nemendafélag skólans og nemenda-
ráð. Við munum leggja aukna áherslu
á félagsstarf á skólatíma í stað kvöld-
starfs. Þá erum við til dæmis að vinna
að miklum skipulagsbreytingum á
stoðþjónustu skólans og skerpa á
stefnumiðum um skóla án aðgrein-
ingar. Grundaskóli mun endurnýja
mikið tækja- og tölvukost á þessu ári
og nýtur í því verkefni mikils velvilja
og fjárhagsstuðnings hollvinafélags
skólans. Þessi endurnýjun og nýkaup
eru þau mestu í áratug eða meira. En
hollvinafélag Grundaskóla stendur
þétt á bakvið skólann og er okkur öfl-
ugur bakhjarl í ýmsum sérverkefnum
svo sem tengt lista- og sérverkefnum.
Við munum nýta okkur nýjustu tækni
í skólastarfinu og auka rafræn skil á
verkefnum og vinnu. Aukin rafræn
skil tengjast einnig áherslum skólans
á umhverfisvernd.“ Sigurður Arn-
ar segir að í ár, á 35 ára afmæli skól-
ans, fari fram afmælishátíð. „Á þessu
ári fögnum við 35 ára starfsafmæli en
skólinn var stofnaður 1981. Við mun-
um minnast þessa áfanga með marg-
víslegum verkefnum og glæsilegri af-
mælishátíð í október.“
Forystuafl á mörgum
sviðum menntamála
„Við í Grundaskóla byggjum á góðum
grunni og skólinn hefur lengi verið
forystuafl á mörgum sviðum mennta-
mála. Við höfum mikinn metnað fyr-
ir því að reka fyrirmyndar skólastofn-
un og vera sterkur hlekkur í keðju öfl-
ugra skóla á Skaganum. Við munum
áfram starfa eftir uppeldisstefnunni
Uppeldi til ábyrgðar, leggja áherslu
á að hugsa vel um nemendur okkar
og vera í góðu samstarfi við foreldra
og heimili. Grundaskóli mun áfram
leggja áherslu á list- og verkgreinar.
Grundaskóli er áfram móðurskóli í
umferðarfræðslu og við ætlum okkur
að ryðja áfram brautina á þeim vett-
vangi og vera öðrum skólum til fyrir-
myndar. Grundaskóli er einn af stærri
og fjölmennari skólum landsins en
þrátt fyrir það teljum við okkur hafa
snerpu hinna minni. Skólastarf og
skipulag er á margan hátt frábrugð-
ið starfi annarra skóla af sömu stærð.
Dæmi um það er að í skólanum eru
nokkrar sjálfstæðar deildir sem hafa
sér skipulag og sína eigin kaffistofur
en ekki eina stóra kennarastofu eins
og algengast er. Þá höfum við um
langan tíma lagt áherslu á sterka liðs-
heild og skiptir þar engu hvort starfs-
maður sinnir ræstingu, kennslu eða
skólastjórn. Við erum lið sem spilar
saman og styrkur okkar er öflug liðs-
heild nemenda, starfsmanna og for-
eldra,“ segir Sigurður Arnar.
Hann segir einnig að skólaárið
leggist vel í starfsfólk skólans og góð-
ur andi er ríkjandi. „Við höfum frá-
bært starfsfólk og eigum að hafa alla
burði til að reks fyrirmyndar skóla.
Samvinna, traust og virðing verður
okkar lykilhugtök í öllum verkum í
vetur innan skólans sem utan,“ segir
Sigurður Arnar að endingu.
bþb
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Það verða rúmlega 450 kát og
hress skólabörn sem munu mæta í
Brekkubæjarskóla mánudaginn 22.
ágúst og hefja nýtt skólaár. Það er
fjölgun í nemendafjölda skólans í
ár frá því í fyrra. Í vor útskrifuð-
ust 38 nemendur en nemendur
fyrsta bekks nú eru 42 en einnig
eru nokkrar nýskráningar í skólan-
um, svo þegar upp er staðið fjölg-
ar nemendum um tæplega tuttugu.
Starfsmannafjöldi Brekkubæjar-
skóla í ár er 80 en lítil breyting er
á starfsliði. Þrír nýir kennarar hafa
verið ráðnir fyrir skólaárið ásamt
nokkrum öðrum starfsmönnum.
Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri
Brekkubæjarskóla, segir það ekki
hafa verið vandamál að manna
stöðurnar. „Við búum við það lúx-
usvandamál hér á Akranesi að geta
alltaf valið úr umsóknum hvort sem
um er að ræða kennara eða annað
starfsfólk,“ segir Arnbjörg.
Endurnýjuðu
Grænfánann
Brekkubæjarskóli er lífsleikniskóli
sem leggur áherslu á manngildi
og að nemendum þurfi að líða vel
til að nám eigi sér stað. „Unnið er
með dygðir eða þemu sem eiga að
vera rauði þráðurinn í skólastarf-
inu. Á þessu skólaári vinnum við
með samstöðu og glaðværð. Einn-
ig leggjum við mikla áherslu á um-
hverfismál og erum Grænfánaskóli.
Við fengum fánann endurnýjaðan
síðastliðið skólaár en hann er veitt-
ur til tveggja ára í senn. Í umhverf-
ismálum eru margir þættir komnir í
mjög gott lag þannig að við höfum
gott svigrúm til að taka nýtt inn og
verður áherslan á neyslu og úrgang
annars vegar og loftslagsbreyting-
ar og samgöngur hins vegar,“ seg-
ir Arnbjörg.
Gott samstarf
skólanna á Akranesi
„Samstarf okkar við Grundaskóla
hefur aukist verulega á síðustu
árum og er að mínu mati einstak-
lega gott og það skiptir heilmiklu
máli. Einnig erum við í heilmiklu
samstarfi við Þorpið og tónlistar-
skólann,“ segir Arnbjörg en síð-
astliðinn vetur hófu báðir grunn-
skólarnir, Þorpið og skólaskrifstof-
an sameiginlega þátttöku í Erasmus
verkefni með skólum í Svíþjóð og
Þýskalandi. Verkefnið gengur út á
skóla án aðgreiningar og megin-
markmið er að útbúa smáforrit sem
á að auðvelda kennurum og skól-
um að mæta þörfum allra nemenda
sinna.
Brekkubæjarskóli, ásamt Grunda-
skóla, hefur unnið markvisst af því
undanfarið ár að nemendum líði vel
í frímínútum. „Við ásamt Grunda-
skóla fórum af stað með svokallað
Vinaliðaverkefni síðastliðinn vet-
ur. Markmiðið með því verkefni
er meðal annars að stuðla að fjöl-
breyttari leikjum í frímínútum,
minnka togstreitu milli nemenda
og setja vináttu og virðingu í önd-
vegi. Þetta verkefni fór vel af stað
og höldum við áfram að þróa það
með nemendum.“
Auka vægi
spjaldtölva í kennslu
Arnbjörg segir að nokkrar breyt-
ingar verði á skólastarfinu í ár og
má þar nefna að skólinn vinni nú
að því að auka vægi spjaldtölva í
kennslu. „Við höldum áfram þró-
un í nýtingu spjaldtölva í námi og
kennslu. Það er ekki nóg að eiga
tækin heldur þarf að leggja heil-
mikla vinnu í hvernig þau nýtast
nemendum sem best.“
Einnig eru nokkrar minniháttar
breytingar á starfinu og ein þeirra
er sú á að skólinn mun hefjast
klukkan 8:10 en ekki 8:00 eins og
áður. Þrátt fyrir þessar breytingar
verður skólinn ekki lengdur heldur
hádegishléið stytt.
Arnbjörg segir að endingu að
allt sé að verða klárt fyrir skólaár-
ið og mikil gleði og eftirvænting
ríki meðal starfsfólks. „Sérstaklega
hlökkum við til að fá inn 1. bekk-
ingana okkar sem eru að hefja tíu
ára skólagöngu. Fyrir mér er haust-
ið lítil börn með skólatöskur á bak-
inu að hefja nýjan og spennandi
kafla í lífinu.“
bþb
Brekkubæjarskóli á Akranesi:
Umhverfismál veigamikil í Brekkubæjarskóla
Frá árshátíð Brekkubæjarskóla. Karnivaldagur er haldinn síðasta skóladag fyrir sumarfrí í Brekkubæjarskóla.
Grundaskóli á Akranesi:
Mikil fjölgun nemenda við skólann
Þau Flosi Einarsson, Sigurðar Arnar Sigurðsson, Margrét Ákadóttir og Kristrún
Dögg Marteinsdóttir skipa nýja skólastjórn Grundaskóla.
Mikil áhersla er lögð á list- og verk-
greinar í Grundaskóla.
Það er ýmislegt brallað í Grundaskóla
og eru tveir kátir drengir að kynna
sér spennandi störf slökkviliðsins á
Akranesi.