Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201628
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS
Auðarskóli er samrekinn leik-,
grunn- og tónlistarskóli þar sem
mikil áhersla er lögð á samvinnu
milli skólastiga. Skólinn verður
settur 22. ágúst og hefst hefðbund-
inn skólaakstur og kennsla sam-
kvæmt stundaskrá þriðjudaginn,
23. ágúst. Fyrir komandi vetur eru
94 nemendur skráðir í skólann og
er það örlítil aukning í fjölda barna
á leik- og grunnskólaaldri frá síð-
asta hausti. „Í vor luku 13 nemend-
ur námi í 10. bekk og eru sjö nem-
endur að hefja skólagöngu í 1. bekk
núna,“ segir Hlöðver Ingi Gunn-
arsson skólastjóri, en hann er að
hefja sinn fyrsta vetur í Auðarskóla.
Síðasta vetur var Hlöðver skóla-
stjóri Grunnskóla Borgarfjarðar.
Auk Hlöðvers tók einn nýr umsjón-
arkennari til starfa en ekki hafa ver-
ið gerðar aðrar breytingar á kenn-
arahópnum.
Leggja áherslu á sam-
kennslu milli skólastiga
Að sögn Hlöðvers er skólinn vel bú-
inn starfsfólki og eru 80% kennara
með kennsluréttindi og þeir sem
ekki hafa réttindi búa vel að öðru
námi. Aðspurður um helstu áherslur
í skólastarfinu í vetur segir hann
það fyrst og fremst vera innleiðingu
nýrrar aðalnámskrár. „Við erum allt-
af að þróa skólastarfið og því verður
haldið áfram í vetur. Skólinn verður
þátttakandi í forritun framtíðarinn-
ar í vetur en það er spennandi verk-
efni þar sem áhersla verður á forrit-
unarkennslu fyrir nemendur jafnt
sem kennara,“ segir Hlöðver.
Vinaliðaverkefni
Undanfarin þrjú ár hefur Auðar-
skóli unnið að svokölluðu Vina-
liðaverkefni og hefur það gef-
ið góða raun. Verkefnið gengur út
á að bjóða nemendum upp á fjöl-
breytta afþreyingu í frímínútum í
þeim tilgangi að gera þeim mögu-
legt að tengjast vináttuböndum
í leik. Lögð er áhersla á góð gildi
eins og vináttu, virðingu, þolin-
mæði og að allir fái að taka þátt.
Markmið verkefnisins er að allir
nemendur hlakki til að mæta í skól-
ann sinn á hverjum degi. Vinaliðar
eru valdir úr 4.-7. bekk og fara þeir
á leikjanámskeið þar sem þeir læra
að setja upp og stjórna leikjum. Auk
þess er þeim kennt að bjóða í leiki
og finna þá sem eru einir í frímín-
útum og styðja við þá. Vinaliðarnir
skiptast á að bjóða upp í skipulagða
leiki og eftir að hafa verið vina-
liði í hálft ár fá þeir umbunarferð
þar sem einn dagur er tekinn í leiki
og skemmtun. Í kjölfarið eru nýir
vinaliðar valdir.
Aðspurður segir Hlöðver helstu
sérstöðu Auðarskóla vera að í skól-
anum er lögð áhersla á samvinnu
innan skólastiga þar sem kennar-
ar vinna í teymum. „Þetta leiðir
til þess að skólinn getur lagt mikla
áherslu á að mæta hverjum nem-
enda á hans námsforsendum.“
arg/ Ljósm. sm.
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðar-
sveitar er sameiginlegur skóli með
tveimur starfsstöðvum, grunnskól-
inn Heiðarskóli er staðsettur við
Leirá og leikskólinn Skýjaborg í
Melahverfinu. Við skólann er einn
skólastjóri, Jón Rúnar Hilmars-
son, auk tveggja sviðsstjóra, Sigríð-
ar Láru Guðmundsdóttur í Heið-
arskóla og Eyrúnar Jónu Reynis-
dóttur í Skýjaborg. Skólasetning í
Heiðarskóla verður næstkomandi
mánudag, 22. ágúst klukkan 16, og
hefst kennsla samkvæmt stundaskrá
þriðjudaginn 23. ágúst.
Allir kennarar með
kennsluréttindi
Í Heiðarskóla eru 96 nemendur
skráðir fyrir komandi vetur. „Í fyrra
útskrifuðust sex nemendur úr 10.
bekk og níu nemendur hefja nám í
fyrsta bekk í haust. Einnig eru ör-
litlar breytingar í öðrum bekkjum,
einhverjir að fara og aðrir að koma,“
segir Sigríður Lára. Við skólann
starfa 26, en einhverjar breytingar
hafa orðið á starfsmannahópnum
frá síðasta vetri. „Einn kennari er
í ársleyfi og tveir starfsmenn hættu
nú í sumar. Það gekk þó mjög vel að
ráða í allar stöður þó umsóknir hafi
ekki verið margar,“ segir Sigríður
Lára og bætir því við að allir kenn-
arar í Heiðarskóla hafi kennslurétt-
indi.
Tómstundastarf fyrir
yngstu bekki
Gildi Heiðarskóla eru vellíðan,
virðing, samvinna og metnaður en
þau eru lögð til grundvallar öllu
starfi skólans. „Við leggjum mikla
áherslu á umhverfismennt, teymis-
kennslu, spjaldtölvur og Uppeldi til
ábyrgðar. Teymiskennslan var inn-
leidd síðasta haust með góðum ár-
angri og ætlum við að þróa okkur
áfram með hana í vetur,“ segir Sig-
ríður Lára. Í vetur verður sú nýj-
ung í Heiðarskóla að nemendum í
1.-4. bekk gefst kostur á að fara í
tómstundastarf í skólanum eftir að
kennslu lýkur.
Leggja áherslu
á sjálfbærni
Heiðarskóli er staðsettur úti í sveit í
umhverfi sem er mikið nýtt í skóla-
starfinu. „Við erum Grænfána-
skóli og förum í vettvangsferðir.
Við reynum að vera eins sjálfbær
og kostur er; ræktum grænmeti,
setjum niður kartöflur og kaupum
afurðir eins og hægt er úr heima-
byggð. Við leggjum mikið upp úr
vellíðan starfsmanna og nemenda
og er starfsmannavelta í Heiðar-
skóla lítil,“ segir Sigríður Lára og
bætir því við að fámennið sé einn-
ig hluti af sérstöðu skólans, þar sem
allir þekkja alla með nafni og starfs-
menn skólans bera allir velferð og
vellíðan allra nemenda fyrir brjósti.
„Við berum sameiginlega ábyrgð á
nemendahópnum og erum öll til-
búin að aðstoða hvert annað.“ Að
auki nefnir hún að samstarf á milli
Heiðarskóla og Skýjaborgar sé öfl-
ugt. Skólahópur úr Skýjaborg fer
í reglulegar heimsóknir í Heiðar-
skóla yfir veturinn. Þá fer fyrsti
bekkur einnig og heimsækir Skýja-
borg auk þess sem unglingarnir fá
tækifæri til að kynnast starfseminni
í leikskólanum.
arg
Auðarskóli í Búðardal:
Hverjum nemanda mætt á hans forsendum
Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit:
Leggja mikið upp úr vellíðan starfsmanna og nemenda
Það var fjör í Auðarskóla á síðasta skóladeginum í vor. Farið var í leiki og krakkarnir skemmtu sér saman.
Gula liðið á Survivor-deginum í Fannahlíð í vor.
Lækurinn á lóð Heiðarskóla er mjög vinsæll og þá er gaman að nýta góða veðrið
til að vaða smá í honum.