Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 2016 43
Unglingalandsmót UMFÍ fór
fram dagana 28.- 31. júlí í Borg-
arnesi, eins og ítarlega hefur verið
fjallað um í Skessuhorni. Heppn-
aðist mótið mjög vel og virtust all-
ir vera ánægðir með það. Byggðar-
ráð Borgarbyggðar lýsti yfir ánægju
sinni með vel heppnað mót í yfir-
lýsingu og segir að samstarf Borg-
arbyggðar við UMFÍ og UMSB við
undirbúning og framkvæmd móts-
ins hafi verið eins gott og hugast
getur. Færir byggðarráð þar ung-
mennafélagshreyfingunni þakk-
ir fyrir gott og ánægjulegt samstarf
við þetta stóra verkefni. Sérstakir
þakkir fá allir þeir fjölmörgu sjálf-
boðaliðar úr héraðinu sem komu
að framkvæmd mótsins á einn eða
annan hátt. Þá segir í bókun Byggð-
arráðs: „Án þess metnaðar og dugn-
aðar sem einkenndi aðkomu heima-
fólks væri ógerlegt að standa fyr-
ir viðburði sem þessum. Öll um-
gengni og nærvera gesta á meðan á
mótinu stóð var síðan til fyrirmynd-
ar. Lögreglan lýsti yfir sérstakri
ánægju sinni með góð samskipti við
mótsgesti. Að lokum má nefna að
frágangur á tjaldstæði að mótinu af-
loknu var einstaklega góður og var
hann í samræmi við þann anda sem
ríkti meðal mótsgesta alla helgina.“
bþb/ Ljósm. þa
Borgarbyggð himinlifandi
með vel heppnað
Unglingalandsmót
Oddný Þorkelsdóttir í Borgarnesi
verður 96 ára á morgun, fimmtudag-
inn 18. ágúst. Fjölskylda hennar ætl-
ar að halda upp á daginn með tón-
leikum í Borgarneskirkju sem hefjast
klukkan 19:30. Á dagskránni verða
sönglög sem minna á gamla tíma í
stofunum við Skúlagötu. Þar fóru
fram æfingar fyrir fjölmargar söng-
dagskrár og innskot á skemmtunum í
Héraðinu á árum áður. Sum laganna
eru alþekkt en önnur hálfgleymd eða
gleymd, að sögn Trausta Jónssonar
veðurfræðings, sonar Oddnýjar, sem
á frumkvæði að tónleikahaldinu.
Flytjendur á tónleikunum verða
allir úr héraðinu, rétt eins og oft-
ast var við Skúlagötuna. Söngvar-
ar eru þau Sigríður Ásta og Hanna
Ágústa Olgeirsdætur, Kristján Ágúst
Magnússon og Magnús Kristjáns-
son, Jónína Erna Arnardóttir leik-
ur með á píanó og stjórnar tónflutn-
ingi. „Aðgangur er ókeypis og gam-
an væri að sjá sem flesta. Reiknað er
með að tónleikarnir taki um það bil
klukkustund, hlé er ekkert og veit-
ingar engar. Verið velkomin,“ segir
í tilkynningu. mm
Bjóða á afmælistónleika
Oddnýjar
Myndin sýnir Oddnýju og Halldór
Sigurbjörnsson á kvöldskemmtun
húsmæðraorlofsviku Kaupfélags
Borgfirðinga á Bifröst árið 1956.
Kristín S. Þórarinsdóttir hefur ver-
ið ráðin hjúkrunarforstjóri dval-
ar- og hjúkrunarheimilisins Silfur-
túns í Búðardal. Gert er ráð fyrir
því að hún hefji störf þriðjudaginn
23. ágúst. Kristín er ættuð af Akra-
nesi en starfaði síðast sem hjúkrun-
arstjóri hjá Heilsugæslunni á Sel-
tjarnarnesi. Þar áður var hún hjúkr-
unarforstjóri á Heilsugæslustöðinni
í Ölfusi um margra ára skeið. Hún
er sérmenntuð á sviði heilsugæslu
auk þess að hafa lokið gæðastjórn-
unarnámi og námi í viðskiptum og
rekstri. Hún hefur því bæði mennt-
un og mikla reynslu af hjúkrun og
rekstri heilbrigðisstofnana. Kristín
telur að það muni koma sér vel þeg-
ar hún hefur störf á Silfurtúni, þar
sem hjúkrunarforstjóri heldur utan
um bæði rekstur heimilisins og þjón-
ustu við íbúana. „Það er mjög mik-
ill kostur. Ef maður hefur reynslu
og þekkingu á rekstri auk hjúkrun-
ar þá á maður að hafa góða yfirsýn
yfir alla starfsemina. Vonandi tekst
mér það,“ segir Kristín í samtali við
Skessuhorn.
Góður rekstur
skiptir höfuðmáli
Hún kveðst alltaf hafa haft mikinn
áhuga á rekstri og stjórnun og þess
vegna ákvað hún að sækja um stöðu
hjúkrunarforstjóra Silfurtúns. „Ég er
búin að vera hjúkrunarstjóri á heilsu-
gæslunni á Seltjarnarnesi en ákvað að
taka mér smá hlé frá störfum. Ég var
því í smá biðtíma þegar mér var bent
á þetta starf, fannst það strax mjög
freistandi og mér líst mjög vel á
þetta,“ segir Kristín og bætir því við
að henni líki vel að vinna með öldr-
uðu fólki. „Aldrað fólk er svo þrosk-
að og flott fólk og hefur sína lífsins
sögu,“ segir hún.
Aðspurð segir Kristín að sín fyrstu
verk verði að komast inn í starfið
og kynnast fólkinu. „Í framtíðinni
hyggst ég innleiða ákveðið gæða-
kerfi. Öll gæðastjórnun snýst um að
gera stöðugar umbætur á allri starf-
semi og fá fólkið með sér í vinnu við
það,“ segir hún. „Auðvitað eru ein-
hver verkefni aðkallandi. Það skiptir
höfuðmáli að þarna sé góður rekst-
ur. Það eru uppsafnaðar skuldir sem
erfitt getur verið við að eiga en við
skulum sjá hvað setur. Einnig skipt-
ir miklu máli góð samvinna bæði
heimamanna og starfsfólks,“ segir
hún. „En á þessu stigi málsins þarf
ég fyrst og fremst að átta mig á að-
stæðum og sjá hver staðan er. Það
gætu verið tækifæri til að auka þjón-
ustuna en ég ætla fyrst að komast inn
í starfið og vanda skrefin mín,“ segir
Kristín að lokum. kgk
Nýr forstöðumaður Silfurtúns í Búðardal
Kristín Þórarinsdóttir.
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Silfurtún í Búðardal. Ljósm. sm.
Krossgáta Skessuhorns
Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa.
Auk þess hefjum við nú birtingu lausnar á
krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent
Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: kross-
gata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu-
dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang
þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa
aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu-
horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi
(athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi
á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsend-
um lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf
frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með
alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson.
Alls bárust 58 lausnir við krossgátunni í
blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Orðaleik-
ur.“ Vinningshafi er: Helgi Ormsson, Boða-
þingi 24, 203 Kópavogi.
Himinn
Fruma
Grind
Sögn
Eink.st.
Góður
Máttur
Kvakar
Flötur
Nær-
vera
Kúga
Þruma
Ábreiða
Mynni
Mátar
Hjól
Titill
Vangi
Krukka
Þolraun
Hljóta
Sár
5
Skaut
Spyr
Skar
Suddi
Þramm
7
Athuga
Svall
Droll
Þrep
Hneigðu
Ögn
Þegar
Klampar
Hlífa
Kúla
Flínk
Fjalls-
brún
Land-
bára
Hæð
1
Söngl
Tauta
Væta
Ýtir
Dugur
Anda
Geisla-
baug
Húð
Hryðja
Suða
6 3 Von
Ras
Ask
Elfum
Gelt
Satt
Hæð
Þoka
Erna
Hret
Röð
Tónn
Beita
Þreytt
Flan
Nískur
Reipi
Geta
Leit
Rór
Droll
Hljóp
Lítill
Óvissa
Skella
Sefa
9 Báta-
skýli
Skass
Gáta
Rífur
Korn
Dæld
Bíll
Álit
Tónn
Marra
4 7
Sérhlj.
Blundur
Hnoðað Óregla
Titill
Óreiða
Kvað
Röð
Sýl
Varmi Gripur Tölur Espaði
Fagur
Aðstoð
Fuglar
2 8
1 2 3 4 5 6 7 8 9
A
D Ö G U R Ð U R Ó S P A R T
Á R L A S R Ó S T A Ú R
T R A N T U R M A R R A Ð I
T A P N U N N A Á K R A M
S P Á G Á R A R Ö M M
E V A L E I Ð A R V Í S U N
R I S A L S Á A N Ú
S T R U N S A R A L D A
U N D R A S S A X L I R
N A R R A D T U L D R A R
G R Ó A N D A N N M U S A
R T U G U R A U R Á F
A L T P A R T U R V I N N A
Ó A S A M T Ó N A R L
E Y R A V A R A G N R Ó L
N A M N A G L A N A T A L
D L Á N A E R G L Ó Ð I
I A M I O G T U N G L I Ð
O R Ð A L E I K U RL
A
U
S
N
Ú
R
S
ÍÐ
A
S
T
A
B
L
A
Ð
I