Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201620 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er kennt bæði nám á háskólabrautum og starfsmennta- brautum, auk þess sem í boði er endurmenntunarnám. Skólinn opnar dyr sínar á næstu dögum þó formlega verði skólinn ekki settur fyrr en eftir helgi. „Kennsla hefst núna í vikunni í sumarnámskeiðum en annars mánudaginn 22. ágúst á háskólabrautum en mánudaginn 29. ágúst á starfsmenntabrautum,“ segir Björn Þorsteinsson rektor í samtali við Skessuhorn. Sérstök móttaka nýnema háskólabrauta verður mánudaginn 22. ágúst. „Þar verður farið yfir hagnýt atriði er varða skólastarfið, skráningar- og kennslukerfi sem eru í notk- un, ásamt fundi með brautarstjór- um, kynningu á starfi námsráð- gjafa, starfsemi nemendafélagsins og skoðunarferð um Hvanneyrar- stað,“ segir Björn. Samtals hefur 359 nemendum verið veitt skólavist í Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri fyrir komandi vetur. Þar af 193 í starfs- menntanámi á framhaldsskólastigi og 166 í námi á háskólastigi. Ný- nemar eru 206 talsins, þar af 123 í starfsmenntanámi og 47 í háskóla- námi. Aðspurður um hlutfall stað- nema og fjarnema segir Björn það misjafnt eftir námsleiðum. Á sum- um brautum séu aðeins staðnem- ar en á öðrum nær allir fjarnem- ar. „En þegar á heildina er litið eru við skólann 255 staðnemar og 104 fjarnemar,“ segir hann. Konur eru í meirihluta nemenda við LbhÍ, 212 en karlar eru 143. Flestir nemendur koma af lands- byggðinni, eða 234 en þó eru 121 með lögheimili á höfuðborgar- svæðinu. MS og doktorsnám einstaklingsbundið Námsframboð við LbhÍ er fjöl- þætt og námsleiðir margs konar. Þó eru alltaf einhverjar námsleið- ir sem njóta meiri hylli en aðrar, eins og gengur og gerist. „Í endur- menntun fer mest fyrir námi sem heitir Reiðmaðurinn sem er ein- ingabært nám sem tekið er með- fram starfi. Í starfsmenntanámi er búfræði kennd á Hvanneyri og á Reykjum í Ölfusi eru kenndar garðyrkjugreinar, en fjölmennustu brautirnar þar eru garðyrkjufram- leiðsla og skrúðgarðyrkja,“ seg- ir Björn. „Í háskólanámi eru þess- ar brautir til BS náms; búvísindi, hestafræði, náttúru- og umhverf- isfræði, skógfræði og landgræðsla og umhverfisskipulag. Til MS náms er svo námsbraut í skipulags- fræði. Annað MS nám og doktors- nám er rannsóknamiðað einstak- lingsbundið nám og er ekki rek- ið á brautarformi, heldur er nám- ið sniðið að hverjum einstaklingi,“ bætir hann við. Búfræðinámið vinsælt Björn segir að á undanförnum árum hafi aðsókn í búfræðinám skólans vaxið verulega. „Mjög góð aðsókn hefur verið og er í búfræði þar sem ekki hefur verið hægt að anna allri eftirspurn nú í nokkur ár,“ segir Björn en bætir því við að aðsókn sé einnig góð í ylrækt, garðyrkjuframleiðslu og skrúð- garðyrkju. Hins vegar hafi aðsókn að háskólanámsbrautum minnkað nú samanborið við fyrstu árin eftir hrun. „Á árunum 2009 - 2011 voru skráðir nemendur í háskólanáms- brautir í kringum 250 en hafa á ár- unum frá 2012-2016 verið á bilinu 160-200.“ Kennt með fjölbreyttum hætti Eðli málsins samkvæmt fer kennsla við LbhÍ fram með ýmsum hætti, innan og utan hefðbundinna kennslustofa. „Kennsla fer fram með fjölbreyttum hætti, til dæm- is með hefðbundnum fyrirlestrum, sjálfstæðri vinnu nemenda einum sér eða í hópum, með verklegum æfingum, til dæmis á vettvangi úti- við, á rannsóknastofum, gróður- húsum, gripahúsum eða í hefð- bundnum kennslurýmum,“ segir Björn. Rektorinn segir að á komandi vetri verði lögð áhersla á að end- urnýja stefnu skólans í kennslu og rannsóknum. „Sérstakt átak verð- ur lagt í að endurnýja tækjabúnað vegna rannsókna í jarðrækt, með því að í fyrsta sinn verður keypt sérhönnuð reitasláttuvél fyrir til- raunareiti, en umtalsverður stuðn- ingur hefur fengist frá Framleiðni- sjóði landbúnaðarins til kaupanna. Þá verða nýuppgerð kennslurými tekin í notkun á Hvanneyri,“ seg- ir hann. LbhÍ einn um sérgreinar sínar Endurnýjun á stefnu skólans í kennslu og rannsóknum mun eftir sem áður taka mið af því starfi sem unnið er nú þegar við LbhÍ. „Rauði þráðurinn og samnefnari kennslu og rannsókna er lífið og landið. Auðlindir landsins, nýting þeirra og verndun. Í stuttu máli er í þess- ari áherslu fólgin sérstaða skólans,“ segir Björn. „Helsta framlag skól- ans til akademískra fræða á Íslandi snertir áðurnefnda sérstöðu, þar sem Landbúnaðarháskólinn er einn um að kenna sérgreinar sínar.“ Á von á að reksturinn skili afgangi Skessuhorn greindi frá því í vor að LbhÍ hefði skilað jákvæðri rekstrar- afkomu árið 2015, í fyrsta sinn síðan stofnuninni var komið á fót í núver- andi mynd fyrir tíu árum síðan. Var reksturinn jákvæður um sem nemur á þriðja tug milljóna króna sem not- aðar voru til að greiða niður skuld- ir. Björn segir að áfram verði unn- ið að því að skila rekstrarafgangi. „Háskólaráð og framkvæmdastjórn skólans hefur einsett sér að halda í horfinu með rekstrarafkomu og skila þeim afgangi af rekstrinum sem stjórnvöld hafa krafist til þess að greiða niður skuldir skólans við ríkissjóð,“ segir Björn. Rektorinn segir sjóðsstöðu skól- ans vera góða og á von á því að reksturinn geti skilað afgangi fyrir árið 2016 eins og árið áður. „Fyr- ir árið 2016 bendir sjóðsstaða og allar áætlanir til að það muni tak- ast eins og fyrra ár. Um leið gerir stjórn skólans sér vonir um að góð- ur árangur á þessu sviði geti leitt til að hægt verði að semja um afskrift- ir eldri skulda á einhverjum tíma- punkti,“ segir hann. Gangi slíkt eftir verði hægt að ráða nýtt fólk til starfa við skólann, en vöntun er á sérfræðingum og sum fræðasvið undirmönnuð. „Með því móti ætti að losna um fé til að ráða sérfræð- inga á ómönnuð eða vanmönnuð fræðasvið. Brýnt er að ná viðspyrnu til þess að hefja sókn að nýju og fylla í eyðurnar sem skapast hafa við að starfsmenn hafa hætt vegna aldurs og ekki hefur verið mögulegt að ráða sporgöngumenn í þeirra stað,“ segir Björn Þorsteinsson rektor að lokum. kgk Landbúnaðarháskóli Íslands: Lífið og landið er rauði þráðurinn í kennslu og rannsóknum Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Búfræðinemar fá leiðsögn í að úrbeina kjöt frá Óla Þór Hilmarssyni, sérfærðingi hjá Matís, í heimsókn hans á Hvanneyri síðastliðinn vetur. Ljósm. LbhÍ. Nemendafélag Landbúnaðarháskólans stendur árlega fyrir keppni í leðjubolta á bökkum Hvítár. Ljósm. Nemendafélag LbhÍ. Einn af bústólpum framtíðarinnar járnar hest á sumarnámskeiði búfræðinga á liðnu sumri. Ljósm. LbhÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.