Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 17. ÁGÚST 201644 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Jóhanna María Sigmundsdóttir, fjórði þingmaður Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveð- ið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs í kosningunum sem framund- an eru í haust. Þetta tilkynnti hún á Facebook síðu sinni á mánudaginn. Hún ætlar nú að setjast á skólabekk og læra miðlun og almannatengsl við Háskólann á Bifröst. Jóhanna María er yngsti Íslendingurinn í sögunni til að taka sæti á Alþingi, var 21 árs þegar kosið var 2013. Síðasta sumar flutti Jóhanna María, foreldrar henn- ar og fjölskylda búferlum frá Látr- um við Ísafjarðardjúp og tóku á leigu jarðirnar Mið- og Syðstu-Garða í Kolbeinstaðarhreppi þar sem þau reka kúabú. Þótt hún bjóði ekki fram kveðst hún vona að eitt af fjór- um efstu sætunum á lista Framsókn- arflokksins í hverju kjördæmi verði skipað ungum einstaklingi. Þeir eigi erindi á Alþingi Íslendinga. mm Yngsti þingmaður sögunnar ætlar ekki í framboð Jóhanna María Sigmundsdóttir á túninu heima. Eldborg í baksýn. Bjarni Jónsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs í Norðvestur- kjördæmi og sækist eftir oddvitasæt- inu. Bjarni er fæddur 6. júní árið 1966 og ólst upp í Bjarnarhöfn á Snæfells- nesi til 14 ára aldurs þegar fjölskylda hans fluttist að Hólum í Hjaltadal. Þar bjó hann til ársins 2010 að hann flutti á Sauðárkrók. Bjarni er kvænt- ur Izati Zahra og á eina dóttur af fyrra sambandi. Bjarni lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra árið 1986 og BA prófi í hagsögu með við- skiptafræði sem aukagrein frá Há- skóli Íslands árið 1992. Bjarni lauk síðan meistaranámi í fiskifræði og stærðfræðilegri tölfræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum árið 1996 og stundar nú nám í for- ystu og stjórnun með áherslu á sjálf- bæra stjórnun við Háskólann á Bif- röst. „Ég hef ávallt haft brennandi áhuga á félagsmálum, hef tekið virk- an þátt í starfi hreyfingarinnar allt frá stofnun hennar árið 1999 og er nú- verandi formaður Svæðisfélags VG í Skagafirði. Ég hef einnig setið í sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir VG frá árinu 2002, verið forseti sveitar- stjórnar, formaður landshlutasam- taka NV og sit í ráðgjafanefnd Jöfn- unarssjóðs sveitarfélaga, ásamt því að hafa gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum á vettvangi sveitar- stjórnarmála,“ segir Bjarni. „Einn- ig hef ég beitt mér sérstaklega fyr- ir og unnið að hagsmunum lands- byggðinnar og hinna dreifðu byggða með margvíslegum hætti og ýmsum öðrum vettvangi. Áhugi minn hef- ur beinst að nýsköpun, menntun og æskulýðsstarfi,“ bætir hann við. „Ég tel mig hafa víðtæka reynslu og þekk- ingu á málefnum landsbyggðarinn- ar og vil gjarna beita kröftum mínum í þágu kjördæmisins. Mín áherslu- mál í sveitarstjórn sem og á vettvangi landshlutasamtaka hafa verið heil- brigðismál, umhverfi, samgöngubæt- ur og atvinnusköpun á landsbyggð- inni. Þau áherslumál þarf einnig að taka upp með beittari hætti á lands- vísu. Þá brenn ég einnig fyrir grunn- gildum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um náttúruvernd, jöfn- uð og byggðajafnrétti, sem eiga svo sannarlega erindi til Íslendinga hvar sem þeir búa.“ kgk Bjarni Jónsson sækist eftir oddvitasæti VG Pennagrein Undanfarin ár hef ég ásamt systkin- um mínum staðið í að hreinsa burt alls kyns drasl af ættaróðalinu okk- ar, Straumfjarðartungu í Eyja- og Miklaholtshreppi. Opnir gámar hafa af og til ver- ið staðsettir í malargryfjunni við vestanvert Langholt, skammt frá þar sem gömul og góð fyrrverandi Vegagerðarskemma stendur. Í ein- hverjum tilfellum höfum við getað nýtt okkur þá gáma en oftar en ekki ekið með draslið í kerru í Borgar- nes. Einnig hef ég mörg undanfarin ár þurft að aka með heimilissorp- ið langa leið og ýmist losað það í ruslagám við Urriðaá eða hent því í gám við Olís í Borgarnesi, þar sem ég stoppa gjarnan á ferðum mín- um. Nú um síðustu helgi kíkti ég í malargryfjuna umræddu og var ástandið þá eins og sést á meðfylgj- andi mynd. Er það svona sem íbúar og sveit- arstjórn míns gamla sveitahrepps vilja hafa hlutina? Svari því hver sem vill. Kveðja, Þórður Ingólfsson Bæta þarf sorpmálin í hreppnum Pennagrein Langalangafi minn, Torfi Hall- dórsson skipstjóri frá Flateyri, var hugumstór frumkvöðull sem kom á fót viðamikilli þilskipaútgerð um miðja 19. öld. Það var ekki tilviljun að samhliða stóð hann fyrir fyrstu skipulögðu kennslu stýrimanna á Íslandi. Það var ekki hægt að sækja á ný mið nema hafa í áhöfn menn sem kunnu til verka. Menntun sjómanna á þeim tíma varð þannig forsenda nýjunga og framfara og allar götur síðan hef- ur aukin þekking og færni verið samofin sögu íslenskrar atvinnu- uppbyggingar þar sem nýsköpun og tækniframfarir hafa stuðlað að aukinni verðmætasköpun og þar með stórbættum lífskjörum fólks. Þessi sannindi og reynsla sögunnar eiga heldur betur við í dag. Sköpum ný tækifæri fyrir ungt fólk Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir á landsbyggðinni eru af ýmsum toga. Eitt brýnasta úr- lausnarefnið er að styrkja almanna- þjónustu og tryggja að allir lands- menn hafi jafnan aðgang, óháð bú- setu, að þeirri þjónustu sem hinu opinbera ber að veita fyrir skattfé borgaranna. Að sama skapi verður fólk að hafa svigrúm til að leita nýrra tækifæra og byggja upp bæði rótgrónar at- vinnugreinar, eins og sjávarútveg, landbúnað og orkufrekan iðnað, sem og nýja atvinnuhætti eins og í ferðaþjónustu og hugverka- og tæknigeiranum, því aukin lífsgæði koma ekki til án verðmætasköpun- ar. Fólk býr til verðmæti, hið opin- bera skattleggur afraksturinn. Sóknarfærin til atvinnuupp- byggingar eru sannarlega til stað- ar um land allt og íbúar dreifð- ari byggða njóta ýmsra lífsgæða sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu eiga síður kost á. Tækifærin fyr- ir ungt fólk í nútímasamfélagi fel- ast í auknum mæli í að öðlast nýja þekkingu og betri færni. Ungt fólk leitar að sjálfsögðu þangað þar sem eftirspurn atvinnulífs er eft- ir slíkum kröftum. Fábreytt fram- leiðslustörf þykja síður spennandi. Til framtíðar litið er því lykilat- riði fyrir byggðir landsins að efla alla menntun og tryggja nálægð at- vinnulífs við rannsóknar- og þekk- ingarsamfélagið. Styrkjum skólana Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri, Háskólinn á Hólum, rann- sóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, að ónefndum Háskólanum á Bifröst, eru mik- ilvægar stofnanir sem stuðla að menntun og rannsóknum og efla tengsl nærsam- félaga sinna og þá sérstaklega ungs fólks við atvinnu- líf og nýsköpun um land allt. Í víð- ara samhengi eru skólar á öllum fræðslustigum; leikskólar, grunn- skólar, framhaldsskólar og háskól- ar, þannig mikilvægt burðarvirki í hverri byggð og hlúa verður að þeim. Alþingiskosningarnar í haust þurfa að snúast um framtíðina; hvernig lífskjör allra landsmanna verði bætt, hvernig skilyrði til at- vinnuuppbyggingar verði tryggð og hvaða tækifæri bjóðast ungu fólki til að velja sér menntun, bú- setu, starfsvettvang og tómstund- ir. Kjörinna fulltrúa á þingi bíður að forgangsraða fjármunum skyn- samlega svo efla megi grunnþjón- ustu og ráðast í brýna uppbygg- ingu á innviðum í þágu allra lands- manna en umfram allt þurfa ráða- menn að hafa á því skilning að lyk- ilþættir eins og menntun og ný- sköpun eru nauðsynlegir til að byggðir landsins geti styrkt stöðu sína og sótt á ný mið. Teitur Björn Einarsson. Höf. er lögfræðingur og sækist eftir 1. sæti í prófkjöri í sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Sókn á ný mið kallar á nýja þekkingu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.