Skessuhorn


Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 17.08.2016, Blaðsíða 17
FJARNÁM Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til 5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam 0 l . Skólablað Skessuhorns Varúðar þörf þegar nýir vegfarendur bætast í umferðina Skólar eru nú að hefja vetrarstarf sitt hver af öðrum með tilheyrandi um- ferð barna og foreldra, gangandi eða akandi. Gert er ráð fyrir að um fjögur þúsund og fimm hundruð börn séu að fara í fyrsta skipti út í umferðina á leið til skóla í haust og því er brýn ástæða til að hvetja ökumenn til að hafa gætni að leiðarljósi í umferðinni á næstunni. Fjöldi barna á grunn- skólaaldri er yfir 40 þúsund í landinu. Vegna þeirrar hættu sem börnun- um getur stafað af umferðinni biður Samgöngustofa að vakin sé athygli á eftirfarandi atriðum. Þetta eru atriði sem brýnt er að foreldrar og börnin sjálf hafi í huga. Atriði sem geta skipt sköpum varðandi öryggi barnanna. Út í umferðina Barn sem er að byrja í skóla hefur ekki þroska eða reynslu til að átta sig á því sem gefa þarf gaum í umferð- inni. Brýnum fyrir börnum að þó að þau sjái bíl þá sé ekki öruggt að bíl- stjórinn sjái þau. Höfum í huga að við erum fyrirmyndir barnanna. Hvern- ig hegðum við okkur í umferðinni? Börn læra meira af því sem við ger- um en því sem við segjum. Munum því að ganga aldrei á móti rauðu ljósi, nota alltaf viðeigandi öryggisbúnað, t.d. öryggisbelti, hjólreiðahjálma og endurskinsmerki. Notum virkan ferðamáta Hvetjum börn og foreldra til að ganga eða hjóla í skólann. Það hef- ur góð áhrif á líkama og sál, er gott fyrir umhverfið og minnkar umferð í kringum skólana. Stysta leiðin í skól- ann er ekki alltaf sú öruggasta, miklu frekar leiðin þar sem sjaldnast þarf að ganga yfir götu. Þó aðstæður séu þannig að barnið geti gengið eitt í skólann er samt nauðsynlegt að fylgja því fyrstu dagana og fara vel yfir all- ar umferðarreglur. Kennið börnum einfaldar og fáar reglur til að fara eft- ir. Sjálfir þurfa foreldrar að fara eftir þessum reglum, ekki síst til að sýna gott og skilmerkilegt fordæmi. Ekið í skólann Ef ekið er í skóla er nauðsynlegt að gæta vel að því hvar barnið fer úr bílnum og stoppa ekki þar sem hætta getur skapast. Því skal alltaf hleypa börnum út þeim megin sem gang- stéttin er, aldrei út á akbraut. Tíu góð ráð Hér eru tíu góð ráð sem mikilvægt er að foreldrar hafi í huga og fræði börn sín um. 1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu. 2. Veljum öruggustu leiðina í skól- ann – ekki endilega stystu. 3. Leggjum tímanlega af stað (flýt- um okkur ekki). 4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir. 5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án ljósastýringar. 6. Verum sýnileg, notum endur- skinsmerki. 7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir. 8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir. 9. Tökum tillit til annarra vegfar- enda, sérstaklega í nánd við skóla. 10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu. mm Kátir krakkar í Auðarskóla í Búðardal á síðasta skóladegi í vor. Ljósm. Steinunn Matthíasdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.