Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Grumpy old men Ég hef gert mjög vísindalega könnun undanfarin sex-átta ár. Reyndar ekki meðvitað, þetta bara fór svona. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef verið virkur meðlimur á samskiptasíðunni Facebook þenn- an tíma. Hef þar eignast ýmsa pennavini, styrkt tengslin við eldri vini, skólafélaga og fjarskylda ættingja og uppgötvað mjög margt í fari og lífs- skoðunum fólks sem maður hefði aldrei komist að ella. Þessi samskipta- vefur er nefnilega svona eins og andlit. Smám saman fer maður að kunna að lesa í hrukkur, andlitsdrætti, viðmót og sérkenni hvers og eins. Sum- ir eru jafnvel svo opinskáir að ég tel mig með nokkurri vissu geta kosið í kjörklefanum fyrir að minnsta kosti helming af þessu fólki, því þótt flest- ir segi ekki beint út hvað þeir kjósi, þá segja þeir skoðanir sínar á mönn- um og málefnum með því að smella litlu „like“ eða fýlukalli á stöðuupp- færslu á Facebook eða deila fréttum skoðanabræðra og -systra. Slík tákn segja meira en mörg orð. Ef ég set til dæmis stöðufærslu á Facebókina mína sem er pólitísks eðlis get ég nánast fyrirfram sagt til um hverjir „like-a“ við slík ummæli og hverjir láta eins og þeir séu ekki til. Af þessu leiðir að ef einhver ætlaði t.d. að stofna stjórnmálaflokk og vantaði fólk með í hópinn sem hefði nokkurn veginn sömu skoðanir eða lífsgildi, þá væri góð bakgrunnsrannsókn á þessum samskiptasíðum tilvalin leið til árangurs. Á sama hátt gætu menn forðast villikettina með því að fara yfir ummæli og skapgerð viðkomandi á Facebook. Dæmi eru einmitt um að slík bakgrunnsrannsókn hafi orðið til þess að fólki hafi verið neitað um störf. Skráðir vinir mínir á Facebook eru um 900 talsins. Þar af gæti ég trúað að ég þekkti ríflega sjötíu prósent þeirra í sjón og myndi heilsa þeim ef ég hitti á förnum vegi svona með gamla laginu; augliti til auglitis. Um leið er ég að segja að þriðjung þessa hóps þekki ég alls ekki í reynd. Einhvern veg- inn hefur þetta fólk samt ratað inn á vinalistann og í því tilfelli þarf tvo til. Þetta er auðvitað ágætis fólk og gaman að kynnast því. Jafnvel skemmti- legri en sumir sem maður hefur þekkt lengi. Það eru nefnilega alltaf ein- hverjir sem geta verið þreytandi til lengdar. Ekki síst þegar kosningar eru í nánd. Þeir geta átt það til að staglast á ágæti sinna pólitísku meðbræðra en fundið öðrum allt til foráttu. Jafnvel sýnt þeim fjandskap og hatur. Þá er illa komið og ástæða til að hnyppa í viðkomandi. Samskiptasíður eins og Facebook er nefnilega uppspretta átaka og góð- ar sem slíkar því átök eiga samkvæmt fræðunum að leiða til framfara. Vilji menn hins vegar standa utan við slík átök, er ekki nema tvennt í stöðunni. Annars vegar að hreinsa reglulega til á vinalistanum eða takmarka þar við- veru. Til lengdar finnst mér nefnilega hvorki notalegt né hollt fyrir sálina að þurfa að erja mig á þeim sem finnst allt ómögulegt í veröldinni, þessar „Grumpy old man“ týpum. Það eru þeir sem til dæmis þurfa að ergja sig yfir að aðrir nenna út á kvöldin til að mynda norðurljósin, meðan þeir sjálfir sitja drýldnir og grámyglulegir framan við tölvuna eða símann. Þess vegna lærir maður að meta þá vini sína á Facebook sem sýna glaðværð og jákvæðni í skrifum, pósta inn skemmtilegum myndum og geta jafnvel gert grín að sjálfum sér. Slíkir vinir eru gulls ígildi. Af framansögðu er niðurstaða mín sú, eftir þessa sex til átta ára ómeð- vituðu rannsókn, að of mikil viðvera á samfélagsmiðlum er óholl nema varlega sé farið. Jafnvel þótt reglulega sé tekið til í vinasafninu, þá er áreiti markaðsaflanna og vafasamra strauma meira en viðkvæm sál eins og mín þolir til lengdar. Enda hef ég vafalítið uppskorið að verða sjálfur talinn Grumpy old man, sem aldrei fer út á kvöldin til að mynda norðurljósin. Magnús Magnússon. Leiðari Harður árekstur varð á Vesturlands- vegi, á móts við bæinn Gufuá í Borg- arhreppi, á tólfta tímanum síðastlið- inn föstudag. Sjúkrabíll úr Búðardal sem var í forgangsakstri á suðurleið skall á jepplingi. Bílarnir köstuðust báðir út fyrir veg og lenti jeppling- urinn á toppnum. Beita þurfti klipp- um slökkviliðs á báða bílana til að ná fólkinu út. Mikill viðbúnaður við- bragðsaðila var vegna slyssins. Flytja þurfti sex manns sem í bílunum voru undir læknishendur. Tvennt slasað- ist talsvert og flaug þyrla Landhelg- isgæslunnar á móts við sjúkrabíl og flutti einn hinna slösuðu á sjúkrahús í Reykjavík. Lenti þyrlan á veginum sunnan við Hvalfjarðargöngin. mm Sjúkrabíll í forgangsakstri í árekstri við jeppling Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA, hefur verið kjörinn leikmað- ur ársins 2016 hjá Morgunblaðinu í Pepsi deild karla í knattspyrnu. Hann varð efstur í einkunnagjöf íþróttafréttamanna blaðsins sem gefa leikmönnum einkunn fyr- ir frammistöðu sína í hverjum ein- asta leik sem þeir taka þátt í á tíma- bilinu. Fyrirliðinn missti af síðustu þrem- ur leikjum tímabilsins eftir að hann sleit hásin. Það dugði öðrum leik- mönnum þó ekki til að komast fram úr honum í einkunnagjöf blaðsins. Ármann gekk til liðs við ÍA árið 2012 eftir fimm ár í atvinnumennsku í Noregi og Englandi og hefur ver- ið fyrirliði Skagamanna undanfarin þrjú keppnistímabil. kgk Ármann Smári er leikmaður ársins Gert er ráð fyrir því að fjárhagur Orkuveitu Reykjavíkur og dóttur- félaga muni halda áfram að styrkjast á næstu árum þrátt fyrir talsverð- ar fjárfestingar og lækkun á gjald- skrá fyrir rafmagn og neysluvatn nú um áramótin. Þetta kemur fram í fjárhagsspá OR fyrir árin 2017 til 2022 sem stjórn fyrirtækisins sam- þykkti fyrr í vikunni. Nettóskuldir fyrirtækisins munu lækka um þriðj- ung á árabilinu, eða um 40 millj- arða króna. Árlegar afborganir lána og vaxtagreiðslur eru engu að síð- ur áætlaðar frá 15 til 20 milljarð- ar króna á árunum 2017 til og með 2022. Fjárhagsspáin er fyrir OR og dótturfélög. Veigamest þeirra eru Veitur ohf., Orka náttúrunnar ohf. og Gagnaveita Reykjavíkur ehf. Nú um áramót mun verð raf- orkudreifingar lækka hjá fyrirtæk- inu sem og vatnsgjaldið sem fast- eignaeigendur greiða fyrir neyslu- vatn. Breyttar verðskrár verða kynntar í desember. Ekki er gert ráð fyrir lækkun á gjaldskrá fyrir hitaveitu eða fráveitu og er ástæðan sögð mikil fjárfestingaþörf í þeim þjónustuþáttum. Veitur sjá um raf- magnsdreifingu frá miðjum Garða- bæ í suðri til Akraness í norðri og þjóna um helmingi landsmanna. Vatnsveitur Veitna eru í fimm sveit- arfélögum og þjóna um 40% lands- manna. Hluti hins svokallaða Plans Orku- veitunnar, sem gert var til að mæta gríðarlegum skuldum fyrirtækisins eftir hrun, er að eigendum OR, þ.e. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað- ur og Borgarbyggð, fái greiddan arð á árinu 2018. „Áður en til þeirra kemur þarf að liggja fyrir að fjár- hagur OR standist þau arðgreiðslu- skilyrði sem eigendur samþykktu árið 2015 og álagspróf sem gert verður á rekstrinum með tilliti til arðgreiðslna. Það er svo í höndum eigenda OR að ákveða á aðalfundi hvort arður verður greiddur. Gert er ráð fyrir að arðgreiðslur aukist smám saman eftir því sem greiðslu- byrði af lánum minnkar. Talsverðar fjárfestingar Endurnýjun stofnæða í öllum veitukerfum heldur áfram. Þar má nefna meginhitaveituæðar höfuð- borgarsvæðisins, Vesturlands og á Suðurlandi og endurnýjun burðar- virkja í raforkudreifingu, það er að- veitustöðva og dreifistöðva. Upp- byggingu nýrra fráveitna á Vestur- landi verður að mestu lokið fyrir árslok 2016, en því verki var slegið á frest í nokkur ár meðan OR var að vinna sig út úr mestu fjárhags- vandræðunum eftir hrun. mm Verðskrá fyrir rafmagn og neysluvatn mun lækka Orkuveitan heldur áfram endurnýjun stofnæða í öllum veitukerfum. Verð fyrir neysluvatn og rafmagn mun lækka um áramótin, en ekki er ráðgerð lækkun á fráveitugjöldum og hitaveitu. Ármann Smári Björnsson í leik gegn Breiðabliki í sumar. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.