Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 21 Halldórsson sem er mjög efnileg- ur,“ bætir hann við. „Hópurinn er ungur fyrir, sumir hafa reynslu en aðrir ekki og því var lagt upp með að fá til liðsins reynda menn til að leiða hópinn.“ Aðspurður um leikstíl liðsins á komandi vetri stendur ekki á svörum hjá þjálfaranum. „Við ætlum að spila skemmtilegan bolta,“ segir Finnur en viðurkennir að einhverjar breyt- ingar kunni að verða frá leikstíl síð- asta árs en engu að síður verði byggt á svipuðum grunni. „Við reynum að hafa þetta í senn skemmtilegt fyrir augað og árangursríkt. Við munum spila hratt þegar það á við en þegar það á ekki við verðum við tilbúnir að spila hægt. Það fer eftir and- stæðingum og fleiru. Við verðum að reyna að vera taktískir,“ segir hann og bætir því við að þó nokkur munur sé á 1. deild og deild þeirra bestu hvað það varðar. „Það er mik- ill munur á deildunum. Okkar leik- menn koma til með að glíma við menn sem voru að spila á móti Pau Gasol og Dirk Nowitzki á Evrópu- mótinu síðasta sumar,“ segir hann og á við leikmenn eins og til dæm- is Hlyn Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson. „En það er náttúrulega frábært fyrir þessa ungu stráka að fá að spila á móti mönnum eins og Hlyni og Jóni Arnóri. Þeir verða að nýta tækifærið og njóta þess að spila á móti svona gæðaleikmönnum,“ segir hann. Aðspurður um markmið komandi vetrar segir Finnur nýliða Skalla- gríms stefna hærra en að halda sæti sínu í deildinni. „Við stefnum fulla ferð að úrslitakeppninni og setjum okkur svo bara ný markmið þegar það næst,“ segir hann og vill að lok- um hvetja fólk til að vera duglegt að mæta á völlinn. „Áhorfendur voru geggjaðir í fyrra, það er ekkert hægt að orða það öðruvísi og ég hvet alla til að mæta á völlinn í vetur og styðja við bakið á liðinu.“ Fyrsti leikur Skallagríms fer fram föstudaginn 7. október næstkom- andi þegar liðið mætir Haukum í Hafnarfirði. „Förum ekki endilega hratt yfir“ ÍA lauk keppni í 5. sæti 1. deildar karla síðastliðið vor en varð að lúta í lægra haldi gegn Fjölni í fyrri um- ferð úrslitakeppninnar. Liðið mun því leika áfram í 1. deild á komandi keppnistímabili. „Ég er spenntur fyrir komandi vetri,“ segir Jón Þór Þórðarson þjálfari. Hann var liðs- stjóri í úrslitakeppninni síðasta vor og tók síðan alfarið við þjálfun liðs- ins í sumar. Leikmannahópurinn er að stærstum hluta óbreyttur og Jón Þór kveðst ánægður að reynslu- miklir leikmenn ætli að halda áfram að leika með liðinu. „Þetta er nánast sami kjarni og í fyrra en við hópinn bætast nokkrir ungir leikmenn sem allir hafa leikið með yngri flokkum ÍA auk Bandaríkjamannsins De- rek Dan Shouse. Reynsluboltarnir í hópnum, Fannar Freyr Helgason, Áskell Jónsson og Jón Orri Krist- jánsson, ætla allir að vera með og það er mjög jákvætt,“ segir hann. Aðspurður um leikstíl liðsins á komandi vetri segir Jón Þór að einfaldleikinn verði hafður í fyrir- rúmi. „Leikur okkar verður ekkert flókinn, við munum spila einfaldan bolta byggðan á þeirri reynslu sem menn búa yfir. En ég á ekki von á að við förum endilega hratt yfir,“ segir Jón Þór léttur í bragði, „enda liggur styrkur hópsins ekki þar,“ bætir hann við. Þjálfarinn segir undirbúning liðsins hafa gengið vel. Byrjað hafi verið að fara með yngri leikmenn- ina til keppni á unglingalandsmóti og síðan þá hafi verið æft nánast daglega. „Eldri leikmenn hafi hafa síðan bæst við æfingarnar hægt og sígandi. Þá höfum við spilað þrjá æfingaleiki sem hafa gert okkur gott þannig að við erum spenntir að fara að byrja,“ segir hann. En hvert er markmið ÍA í 1. deildinni fyrir komandi vetur? „Markmið- ið á þessu stigi er náttúrulega bara að vinna hvern leik fyrir sig og þá ræðst hvar við endum. Okkur er spáð sjöunda sæti deildarinnar og það væri gaman að geta gert betur en það. Ég neita því ekki að úrslita- keppnin væri frábær árangur,“ segir Jón Þór að lokum. ÍA hefur leik í 1. deild karla fimmtudaginn 6. október þegar lið- ið mætir FSu á Selfossi. kgk/ Ljósm. úr safni. Menntabúðir Vesturlands voru haldnar í Grunnskóla Snæfellsbæj- ar á Hellissandi undir yfirskriftinni „Það er leikur að læra.“ Met þátt- taka var á þessum fyrstu mennta- búðum vetrarins og mættu 76 gestir frá grunn-, leik- og framhaldsskól- um á Vesturlandi. Einnig hafði bæj- arstjórn Snæfellsbæjar verið boðið í heimsókn og mjög ánægjulegt að fulltrúar hennar gáfu sér tíma til að skoða það sem í boði var. Að þessu sinni voru menntabúð- irnar nánast eingöngu það sem kall- að er „hands on“ eða prufa og prófa. Tólf mismunandi stöðvar voru til kynningar og voru þátttakendur nær allan tíma að prófa, fikta og kynna sér hina ýmsu kennslufræði- legu hluti. Það voru starfsmenn Grunnskóla Snæfellsbæjar sem sáu um menntabúðirnar að þessu sinni. Stutt hlé var tekið og var boðið upp á fiskisúpu ásamt brauði, kaffi og kökum sem starfsfólk skólans hafði undirbúið. Menntabúðir hafa ver- ið haldnar undanfarin ár og verið í þróun. Þær eru mjög mikilvægar fyrir kennara og starfsfólk sem vinn- ur við menntun og fræðslu barna og ungmenna. Voru allir sammála um að menntabúðirnar hefðu heppn- ast mjög vel og er mikil spenna fyrir þeim næstu. þa Rökkurdagar í Grundarfirði verða haldnir 13. til 22. október næst- komandi. Rökkurdagar eru árleg menningarhátíð í sveitarfélaginu og er þetta í fimmtánda sinn sem hún fer fram. Að vanda verður nóg um að vera. „Við ætlum að byrja Rökkurdaga á því að opna mynda- vefinn www.baeringsstofa.is, sem er myndasafn Grundfirðingsins Bær- ings Cecilssonar. Hann var bæði áhugaljósmyndari og fréttaljós- myndari fyrir sjónvarpið og dag- blöð. Eftir hann liggja tugir þús- unda mynda og hefur hluti þeirra verið skannaður inn í tölvu. Myndir Bærings spanna sögu þéttbýlisins í Grundarfirði og eru fábærar og dýr- mætar heimildir í varðveislu bæjar- ins,“ segir Sigríður Hjálmarsdótt- ir menningar- og markaðsfulltrúi Grundafjarðarbæjar. Að sögn Sig- ríðar samanstendur dagskrá Rökk- urdaga af hinum ýmsu menningar- viðburðum og er reynt að höfða til sem flestra. „Þarna má finna fasta liði eins og Pub Quz, markað kven- félagsins og félagsvist. Þá verður Opna Rökkurmótið í Skrafli haldið annað árið í röð en það vakti mikla lukku á síðustu Rökkurdögum.“ Lifandi tónlist skipar stóran sess í dagskrá Rökkurdaga í ár og verða tónleikar í kirkjunni, á Kaffi Emil og 59 Bístróbar. Eins verða ýmis tilboð á veitingastöðum og kaffi- húsum bæjarins. „Við fáum töfra- manninn Einar Mikael í heimsókn og hann ætlar að vera bæði með námskeið og sýningu í Samkomu- húsinu, undir nafninu Töfraheim- ur Einars Mikaels. Það eru allir vel- komnir og ókeypis aðgangur á við- burði töframannsins. Miðvikudag- inn 19. október ætla grínararnir Ari Eldjárn og Björn Bragi að leggja land undir fót og verða með uppi- stand sitt „Á tæpasta vaði“ í Sam- komuhúsinu í Grundarfirði,“ held- ur Sigríður áfram. Opinn október á Snæfellsnesi Í ár eru Rökkurdagar hluti af stærra verkefni sem kallast Opinn októ- ber á Snæfellsnesi og er það unnið í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæ- fellsnes. „Við sáum að það væri al- veg kjörið að setja saman í einn pott alla þá árlegu viðburði sem eru á Nesinu í október, enda eru öll sveit- arfélögin með einhvern viðburð,“ útskýrir Sigríður. Viðburðir Op- ins októbers eru meðal annars fjöl- menningarhátíð í Rifi, Rökkurró í Lýsuhólslaug, Northern Wave kvik- myndahátíðin sem haldin verð- ur í Rifi í ár, Norðurljósaskoðun í Helgafellssveit, Norðurljósahátíð í Stykkishólmi auk Rökkurdaga og fleiri viðburða. „Snæfellsnesið er í raun eitt markaðssvæði og því kjör- ið að fara milli staða og sækja þá við- burði sem fólk hefur áhuga á,“ segir Sigríður að endingu. grþ Menntabúðir Vesturlands voru á Hellissandi Rökkurdagar framundan í Grundarfirði Hljómsveitin Ylja lék fyrir gesti á Rúben á Rökkurdögum í fyrra. Lifandi tónlist skipar stóran sess í dagskrá Rökkurdaga í ár, en hátíðin að þessu sinni hefst með opnun myndavefjarins baeringsstofa.is. Sigtryggur Arnar Björnsson og liðsfélagar hans í Skallagrími hefja leik í Domino‘s deildinni á föstudag. Að sögn Finns Jónssonar þjálfara ætla nýliðarnir sér að komast í úrslitakeppnina. ÍA sendir lið til keppni í 1. deild karla. Leikmannahópurinn er að stærstum hluta óbreyttur frá síðasta vetri. Jón Þór Hauksson þjálfari kveðst ánægður að reynslumiklir leikmenn á borð við Fannar Frey Helgason, Áskel Jónsson og Jón Orra Kristjánsson, sem hér er í mynd, ætli að leika áfram með liðinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.