Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20168 Keppa í Útsvari á föstudaginn AKRANES: Eins og Skessu- horn greindi frá fyrr í haust hér í Skessuhorni munu þrjú sveitarfélög á Vestur- landi senda lið til þátttöku í spurningakeppnina Útsvari, sem sýnd er á RÚV. Það eru Akranes, Borgarbyggð og Snæfellsbær. Af þessum þremur liðum er það Akra- nes sem ríður á vaðið næst- komandi föstudag þegar lið- ið mætir fulltrúum Árborgar. Lið Akraness skipa Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, Vil- borg Þórunn Dagbjartsdóttir og Örn Arnarson. -kgk/ Ljósm. akranes.is. Samþykktu lög um réttindi fatlaðs fólks LANDIÐ: Alþingi sam- þykkti nýverið samhljóða þingsályktunartillögu ut- anríkisráðherra um að full- gilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatl- aðs fólks. Þá ályktaði Al- þingi jafnframt að valkvæð- ur viðauki við samninginn skuli einnig fullgiltur fyrir árslok 2017. Samningurinn og valkvæði viðaukinn voru undirritaðir af hálfu Íslands 30. mars 2007, en markmið þeirra er að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mann- frelsis til fulls og jafns við aðra. Fullgilding samnings- ins kallar á ýmsar lagabreyt- ingar þannig að íslensk lög- gjöf uppfylli til fulls ákvæði samningsins. -mm Dregur úr atvinnuleysi LANDIÐ: Samkvæmt vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 205.200 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í ágúst 2016, sem jafngildir 85,9% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 199.200 starfandi og 6.000 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 2,9%. Samanburður mælinga fyrir ágúst 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 1,6 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 11.700 og hlutfall- ið af mannfjölda hækkaði um 2,2 stig. Atvinnulausum fækk- aði um 1.200 manns og hlut- fall þeirra af vinnuaflinu lækk- aði um 0,8 prósentustig. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 24. - 30. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 14.150 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 13.453 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 2 bátar. Heildarlöndun: 6.883 kg. Mestur afli: Bárður SH: 4.301 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 168.426 kg. Mestur afli: Hringur SH: 101.849 kg í tveimur löndu- num. Ólafsvík 16 bátar. Heildarlöndun: 171.115 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarnason SH: 25.515 kg í fjórum löndu- num. Rif 5 bátar. Heildarlöndun: 109.167 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 46.227 kg í einum róðri. Stykkishólmur 6 bátar. Heildarlöndun: 54.303 kg. Mestur afli: Hannes Andrés- son SH: 35.921 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 62.080 kg. 28. september. 2. Rifsnes SH - RIF: 46.227 kg. 25. september. 3. Hringur SH - GRU: 39.769 kg. 24. september. 4. Stefnir ÍS - GRU: 31.781 kg. 27. september. 5. Grundfirðingur SH - GRU: 28.994 kg. 24. september. grþ „Já, auðvitað er best að vera heima á meðan heilsan leyfir og fólk getur það með góðu móti. En það rétt- lætir ekki að gamalt fólk, sem ekki er orðið ósjálfbjarga og veikt, eigi hvergi höfði sínu að að halla þeg- ar það getur ekki lengur hugsað um sig sjálft og búið heima hjá sér í stóru húsnæði.“ Þannig mæltist Jóni Frímannssyni, eldri borgara á Akranesi, nýverið í spjallþræði sem hann kveikti á Facebooksíðunni Ég er íbúi á Akranesi. Jón vekur þarna athygli á þeirri stöðu sem uppi er meðal eldra fólks á Akra- nesi og víðar um landið. Margir vildu gjarnan komast í minna og hentugra íbúðarhúsnæði en það á í dag, en á ekki auðvelt með það þar sem lítið er um slíkar eignir í bæj- arfélaginu. Jón vill meina að búið sé að girða fyrir möguleika þessa fólks með því að lögð hafa verið af nánast öll almenn dvalarrými á Höfða. Nú sé þar fyrst og fremst rekin hjúkrunarstofnun sem taki á móti veiku fólki sem þurfi mikla aðhlynningu. „Það er meira en að segja það að halda öllu í röð og reglu í stóru íbúðarhúsi og halda því við að utan sem innan og vinna öll þau verk sem slíkri búsetu fylgir. Það reyn- ist jafnvel ofraun fullhraustu fólki, hvað þá eldri manni eins og mér. Ég hef kynnst þessu af eigin raun og satt að segja má heilsan ekki versna mikið til að ég ráði ekki við þetta hlutverk hins almenna hús- eiganda. Þá veit ég dæmi um fólk sem er jafnvel í enn verri málum en ég. Fólk sem er hálfgerðir fang- ar á heimilum sínum, getur ekki keyrt bíl og kemst jafnvel ekki nið- ur stigann á húsunum sínum án aðstoðar. Þetta er óþolandi ástand og ég get ekki annað en kennt úr- ræðaleysi ráðamanna hjá ríki og bæ um að svona er komið fyrir okkur gamla fólkinu. Nú segja ráðamenn að allir allir eigi að vera sem lengst heima hjá sér, fái þangað heimilis- hjálp, matarsendingar og slíkt. En slík aðstoð hentar einfaldlega ekki öllum og er takmörkuð. Margir geta ekki búið við þessar aðstæður þótt þeir fegnir vildu. Fyrir þetta fólk verður að vera til pláss á dval- arheimili. Af einhverjum ástæð- um voru þau byggð á sínum tíma. Sennilega vegna þess að það þótti nauðsynlegt og var þörf á því. Ég held að það hafi ekkert breyst. En því miður voru hin hefðbundnu dvalarheimili lögð niður og þeim breytt í sjúkrastofnanir,“ segir Jón Frímannsson. Jón kveikti eins og fyrr segir um- ræðu um þetta málefni á Facebook og voru margir sem tjáðu sig og tóku undir með málshefjanda. mm Segir búið að skerða þjónustu við eldra fólk Í kvöld, miðvikudaginn 5. október kl. 19:30, verður kartöflusýning og fræðslufundur í sal Garðyrkjufélags- ins, Síðumúla 1 í Reykjavík. Flutt verður stutt erindi um kartöflurækt af fræi, frækartöflur í flestum litum regnbogans verða til sýnis og gest- um gefst kostur á að spyrja og spjalla. Undanfarin ár hafa nokkrir félagar í Garðyrkjufélagi Íslands fengist við að rækta kartöflur upp af fræi. Mark- mið þeirra er að rækta ný og óvenju- leg yrki sem þrífast vel hér á landi og gefa félögum kost á að rækta kynlegar kartöflur. Síðastliðið vor gátu félagar í fyrsta skipti pantað kartöflufræ af frælista félagsins og stefnt er að því að bjóða upp á enn meira úrval af þeim næsta vor. Innan fárra ára stendur til að bjóða félögum Garðyrkjufélagsins einnig upp á óvenjulegt útsæði. Í hefðbundinni kartöflurækt eru settar niður kartöflur og uppsker- an verður alveg eins og móðurkart- aflan. Þegar kartöflur eru ræktaðar af fræi er hvert fræ mögulega nýtt yrki og engar tvær fræplöntur eins. Jafn- vel þó fræin komi úr sama kartöflu- aldininu hafa þau mismunandi eig- inleika hvað varðar lit, bragð, áferð, geymsluþol, mótstöðu gegn kvillum og margt fleira. Ræktun af fræi er dálítið eins og fjársjóðsleit og getur verið æsispennandi að taka upp og sjá hvað leynist undir hverju grasi. Hér á landi eru fá kartöfluyrki í al- mennri ræktun. Reglur um útsæðisk- artöflur eru strangar enda er mikil- vægt að koma í veg fyrir að alvarleg- ir kartöflusjúkdómar breiðist út. Því getur verið snúið að útvega útsæði af ,,skrítnum“ kartöflum. Kartöflufræ geta verið skemmtileg viðbót í mat- jurtagarða landsmanna. Ræktunin er í sjálfu sér einföld þó það taki tvö sumur að fá fulla uppskeru. Fræðslufundurinn er öllum opinn og eru félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Kaffigjald er krónur 750. Fræðslufundurinn er umsjón Kartöfluhóps innan Matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins. -fréttatilkynning Kartöflusýning og fræðslufundur um kartöflufræ Freisting vikunnar Kladdkaka er ein af vinsælustu kökunum sem bornar eru fram hjá frændum okkar Svíum. Hún stendur til boða á hér um bil öllum kaffihúsum þar í landi og eiga Svíar ýmsar mismun- andi uppskriftir af henni. All- ar eiga þær það sameiginlegt að vera með ríku súkkulaðibragði og frekar blautar en það er ein- kenni kökunnar. Nafngiftin er eftir því enda þýðir sænska orð- ið „kladd“ klístraður og má því segja að réttnefni kökunnar á íslensku væri „klístruð kaka“. Kakan er auðveld í gerð og hún er best ef hún er borin fram með vanilluís, jarðarberjum eða vanillurjóma. Sænsk og klístruð súkkulaðikaka 100 gr. smjör 3 dl sykur 2 egg 2 tsk. vanillusykur 5 msk. kakó 1 ½ dl hveiti Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjör í potti og blandið síð- an öllum hráefnunum saman við. Setjið deigið í smurt form (22 cm form passa vel fyrir þessa uppskrift) og bakið í um það bil 30 mínútur. Fylgist vel með kökunni síðustu mínúturnar þar sem ef hún er bök- uð of stutt þá verður hún of blaut en ef hún er bökuð of lengi verð- ur hún þurr. Ef notaður er blástur gæti þurft að stytta bökunartímann um nokkrar mínútur. Kælið kökuna og sigtið flórsykur yfir hana áður en hún er borin fram. Sænsk kladdkaka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.