Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201610 Um miðjan september lauk form- lega endurmælingu á grunnstöðv- aneti Íslands en mælingarnar hóf- ust í vor. Í Kvarðanum, nýjasta fréttabréfi Landmælinga Íslands, er sagt frá því að endurmæling á grunnstöðvanetinu sé nauðsynleg til að viðhalda nákvæmni í lands- hnitakerfi Íslands sem aflagast vegna mikilla jarðskorpuhreyfinga, en gert er ráð fyrir að bjögun í nú- gildandi viðmiðun frá árinu 2004 sé orðin 20-25 cm og bjögun frá árinu 1993 sé 40-50 cm. Lands- hnitakerfið og viðmiðun þess er grundvöllur annarra landmælinga og þar með undirstaða stafrænnar kortagerðar, landfræðilegra upp- lýsingakerfa, vöktunar og verk- legra framkvæmda. Grunnstöðv- anetið hefur verið mælt tvisvar áður með GPS-tækni, fyrst árið 1993 og svo aftur árið 2004. Að þessu sinni voru 123 fastir punkt- ar mældir auk þess sem síritandi GPS-mælingar frá um 100 föstum jarðstöðvum LMÍ og samstarfs- aðila voru nýttar samhliða mæl- ingunum. Þrír starfsmenn Landmælinga Ís- lands sáu um mælingar en mæli- dagar voru um 200. Til verkefnisins fékkst sérstök fjárveiting úr ríkissjóði auk þess sem Vegagerðin, Lands- virkjun og Landhelgisgæsla Íslands studdu við verkefnið. Fyrir þessar stofnanir er augljós ávinningur af því að viðhalda nákvæmni hnitakerfisins en hið sama gildir um ýmsar aðrar stofnanir, sveitarfélög og einkafyr- irtæki sem tengja landmælingar við hnitakerfið t.d. við kortagerð, skipu- lagsmál og verklegar framkvæmdir. mm/ Ljósm. Kvarðinn - fréttabréf LMÍ. Landið hefur hnikast til um hálfan metra á 23 árum Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, hófu endurmælinguna á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi 31. maí sl. Mælipunkturinn á Valhúsahæð hefur verið einn grunnpunkta í landmælingum á Íslandi frá 1904. Þrír starfsmenn LMÍ önnuðust mælingarnar. F.v. Jón Erlingsson, Guðmundur Valsson og Þórarinn Sigurðsson. Útgerðarfélagið Hjallasandur ehf. á Hellissandi hefur fest kaup á nýj- um báti, Sandvík EA frá Árskógs- strönd. Var bátnum siglt til hafnar í Rifi síðastliðinn miðvikudag. Sand- vík er 43 brúttótonna bátur, smíð- aður árið 1996 á Ísafirði. Fyrir á Hjallasandur minni bát sem verð- ur seldur. Mun Sandvíkin fá nafnið Bára SH og er Örn Arnarson skip- stjóri. Báturinn verður gerður út á dragnót. af Nýr bátur til heimahafnar í Rifi Síðastliðinn fimmtudag var stað- fest í Hæstarétti niðurstaða Hér- aðsdóms Reykjavíkur í máli Borg- arbyggðar gegn Íbúðalánasjóði þar sem sjóðnum var gert að end- urgreiða oftekna dráttarvexti af framkvæmdaláni sem Borgarbyggð tók hjá sjóðnum vegna bygging- ar hjúkrunarálmunnar við Brákar- hlíð í Borgarnesi. Þegar lánið var greitt upp við lok framkvæmdanna kom upp ágreiningur milli sveit- arfélagsins og sjóðsins um gjald- daga lánsins og krafðist Íbúðalána- sjóður rúmlega 60 milljóna króna í dráttarvexti. Borgarbyggð greiddi fjárhæðina með fyrirvara um rétt- mæti hennar og höfðaði í fram- haldinu dómsmál til að fá hana endurgreidda. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í málinu í október 2015 og var niðurstaðan sú að Íbúðalán- sjóður skyldi endurgreiða drátt- arvextina og greiða Borgarbyggð skaðabætur vegna tjóns sem sveit- arfélagið hafði orðið fyrir vegna málsins. Íbúðalánasjóður áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Hæsta- réttar en eins og áður segir og var niðurstaða héraðsdóms staðfest í Hæstarétti. mm Íbúðalánasjóði gert að endurgreiða Borgarbyggð ofgreidda vexti Brákarhlíð í Borgarnesi. Á sunnudaginn fór fram kosning um forystu í Framsóknarflokknum, en um 700 manns mættu á flokks- þing sem haldið var í Háskólabíói. Úrslit í formannskjöri urðu þau að Sigurður Ingi Jóhannsson forstæt- isráðherra og oddviti Framsókn- armanna á Suðurlandi var kjör- inn formaður með 370 atkvæðum, eða 52,6% fylgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fráfarandi formaður hlaut 329 atkvæði, eða 46,8% fylgi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hlaut þrjú atkvæði, en auður og/eða ógildur seðill var einn. Í kjölfar þessara úrslita í kosningu formanns lýsti Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra því yfir að hún drægi framboð sitt til varaformanns til baka og lýsti yfir stuðningi við Lilju Dögg Alfreðsdóttur utanrík- isráðherra í embættið. Hlaut Lilja Dögg yfirburðakosningu í embætti varaformanns. Loks var Jón Björn Hákonarson, sveitarstjórnarmaAð- ur í Fjarðabyggð, kjörinn ritari. mm Sigurður Ingi og Lilja Dögg taka við forystu í Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson. Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Síðdegis á föstudaginn varð útaf- keyrsla við Hraunhafnará í Stað- arsveit á Snæfellsnesi. Missti öku- maður stjórn á bílnum sem hafn- aði í ánni. Fjórar japanskar stúlkur voru í bifreiðinni og sakaði þær ekki. Brostu þær og veifaðu til fréttaritara sem átti þarna leið hjá. Voru þær í óðaönn að mynda bílinn. Var bif- reiðin svo flutt suður til Reykjavíkur en undirvagn hafði skemmds og því óökufær. af Höfnuðu út í Hraunhafnará

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.