Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 13 Nemendur í Grunnskóla Snæfells- bæjar á Lýsuhóli tóku þátt í skemmti- legu verkefni á síðasta skólaári. Krakkarnir, sem voru á aldrinum níu til fjórtán ára, hönnuðu og smíðuðu glæsilega borðlampa í tæknimennt undir handleiðslu Hauks Þórðar- sonar grunnskólakennara. Að sögn Hauks er uppistaðan í tæknimennt, handverk og smíði. „Ég tók svo hönnun inn í það og við ákváðum að gera eitt svona stórt verkefni sem spannar yfir marga þætti. Þau þurfa að hugsa um hönnunina, smíðina og svo rafeindafræðina eða rafmagns- íhlutun sem þarf í svona lampa,“ segir Haukur. Hann bætir því við að lamparnir séu unnir af nemend- um frá grunni. „Þau hanna lampana sjálf, fá hugmyndir í gegnum upp- lýsingatæknina. Við nýtum okkur tölvur til að grúska og fá hugmyndir og svo hanna þau útlit og stærð.“ Rafeindahlutirnir sem notaðir eru í lampana eru keyptir frá Kitro- nik vefverslun í Englandi, sem selur skólum um allan heim ýmis náms- gögn. „Ég kaupi alla rafeindahluti af þeim á mjög hagstæðu verði. Það gerir mér í raun og veru kleift að gera þetta, svona hlutir fást ekki hérlendis á svona hagkvæmu verði.“ Hann segir þetta í fyrsta sinn sem nemendur skólans vinna sambæri- legt verkefni. „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum út í rafeindatæknina, þar sem við vinnum með íhlutina al- veg frá grunni. Við fáum allt til þess að gera þetta í settum og svo fá þau kennslu í náttúrufræði um rafmagn, þetta passar vel með,“ segir Haukur. grþ Bjuggu til borðlampa frá grunni Einn af lömpunum, þessi er eins og upplýst hús. Hönnun lampanna var mjög ólík. Freyja Fannberg í 10. bekk gerði þennan flotta lampa. Nemendur á Lýsuhóli gerðu lampana alveg frá grunni. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 13. október Föstudaginn 14. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 6 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.