Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 23 Kjötborðið, nýtt markaðstorg á netinu fyrir íslenskt lambakjöt, var opnað síðastliðinn fimmtu- dag á slóðinni www.kjotbordid.is. Þar selja bændur vöru sína beint til neytenda og geta verðlagt hana eft- ir eðli og gæðum. Sauðfjárbændur sem vilja selja kjöt í gegnum Kjöt- borðið gera það með því að stofna aðgang og skrá viðeigandi upplýs- ingar. Neytendur geta síðan keypt kjöt með því að skrá sig inn á síðuna og senda bændum fyrirspurn um þá vöru sem falast er eftir. Þannig getur fólk keypt kjöt af nýslátruðu eða frosið, beint frá bónda og feng- ið sent heim. Sendingarkostnaður er innifalinn í verðinu sem kaup- andi greiðir nema annað sé tekið fram. Bændum er greitt vikulega út, á föstudögum fyrir sölu síðustu sjö daga. Þóknun Kjötborðsins er 15% af söluverði. Að Kjötborðinu standa Vignir Már Lýðsson, Þorgeir Þorgeirs- son og Valur Þráinsson. „Við sáum í haust hvernig viðbrögðin voru þegar afurðarstöðvarnar lækkuðu verðið til bænda. Þá fóru margir bændur að bjóða kjöt sitt til sölu á netinu. Það sem gerðist þá var að það var hver í sínu horni að selja kjöt. Við sáu tækifæri í að stofna sameiginlegan vettvang sem bæði myndi auðvelda neytandanum að finna kjöt sem þetta, því það er mikil eftirspurn eftir kjöti beint frá bónda, og auðvelda bændum að koma kjöti til neytenda,“ seg- ir Vignir í samtali við Skessuhorn síðastliðinn fimmtudag. „Þetta byggir á hugmyndafræðinni um deilihagkerfið og okkar eina mark- mið er að færa neytendur nær bóndanum og aðstoða þá bænd- ur sem hafa ekki tök á að standa í að setja upp eigin heimasíður og markaðssetja kjöt sitt sérstaklega,“ segir hann og bætir því við að við- brögðin við markaðstorginu séu mjög góð. „Strax í gær [miðviku- dag] skráðu sig um þúsund manns á lista yfir áhugasama kaupendur,“ segir hann. Þeir geta þá strax sett sig í samband við bónda sem hefur skráð kjöt sitt til sölu. „Neytend- ur geta síðan gefið bóndanum og kjötinu hans einkunn. Bændur aft- ur á móti skrá inn það magn sem þeir hafa til sölu, þá þyngdarflokka sem þeir vil selja og setja upp verð. Hægt er að setja inn alls kynsk við- bótar upplýsingar, til dæmis um býlið eða eitthvað slíkt. Auk þess er hægt að skrá mjög ítarlegar upplýsingar um kjötið sjálft, sem er mjög jákvætt gagnvart neytand- anum,“ segir Vignir að lokum. kgk/ Ljósm. úr safni. Nýtt markaðstorg fyrir lambakjöt Það fór vel á því að á Sauðamessu í Borgarnesi síðastliðinn laugar- dag væri fyrsti opnunardagur í nýrri verslun Borgarfjarðardeild- ar Rauða kross Íslands. Fjölmenni var statt í Borgarnesi og margir sem gerðu sér ferð í nýju búðina til að skoða og gera góð kaup. Þau Kiddi Jói, Sesselja og Kjartan formaður stóðu vaktina þennan fyrsta opn- unardag og var létt yfir þeim. Búð- in er í björtu og rúmgóðu húsnæði og kveðst RKÍ fólk ánægt með að nú sé hægt að hafa opið lengur og óháð annnarri starfsemi. Verslunin er í húsi við hlið Ráðhússins í Borg- arnesi sem lengst af hýsti Póst- og Síma, en TK hársnyrtistofa var síð- ast á þessum stað með starfsemi. mm Rauði krossinn búinn að opna búð í gamla pósthúsinu Raftar skenkja hér gestum kjötsúpu. Í sérstöku tjaldi mátti kaupa nýsteiktan austurlenskan mat frá Thai Santi á Akranesi. Létt yfir fólki á markaðinum í tjaldinu þar sem ýmiss varningur skipti um eigendur. Jónas Darri Jónasson fékk verðlaun fyrir flottustu prjónaflíkina, en hana prjónaði amma hans Valgerður Jónasdóttir. Þorleifur Geirsson var tvímælalaust með flottasta höfuðfatið. Notið útiverunnar í Skallagrímsgarði. Eins og glögglega sést á fánunum var veðrið með besta móti, kyrrt og hlýtt miðað við árstíma. Unga fólkið tók þátt í þrautaleik, þar sem m.a. þurfti að sporðrenna slátri og súrsunarmysu. Hér kíkir Jói frá Smiðjuhóli á gestina sem komu í kerru. Ragnheiður Guðnadóttir stendur hjá og fjær er fjölskyldan frá Snartarstöðum sem kom með féð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.