Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 19 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns KOSNINGAR2016 Lilja Rafney Magnúsdóttir skip- ar oddvitasætið á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur setið á þingi í tvö kjörtímabil og bar nýverið sigur úr býtum í for- vali VG í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney er gift Hilmari Oddi Gunnarssyni sjómanni og bílstjóra frá Skagaströnd og eiga þau fjög- ur börn og þrjú barnabörn. Lilja Rafney er fædd og uppalin á Suður- eyri við Súgandafjörð og var mik- ið í sveit hjá afa sínum og ömmu á Stað í Súgandafirði sem barn. Hún segir það að hafa alist upp í sveit- inni og sjávarþorpinu hafa mótað sig sem manneskju. „Það var tal- að við okkur börnin í þorpinu og sveitinni sem jafningja. Við feng- um að taka þátt í leik og starfi, að kynnast lífinu frá mörgum hliðum og það var mjög þroskandi,“ seg- ir Lilja Rafney. Hún segir æskuna hafa verið yndislega og svo hafi al- vara lífsins tekið við þegar hún og Hilmar Oddur stofnuðu heim- ili ung að árum. „Ég náði honum vestur sem ungum manni og þá var ekki aftur snúið. Við höfum búið á Suðureyri okkar búskapartíð og gerum enn, en ég flýg vestur um hverja helgi.“ Lilja Rafney hef- ur verið alþingismaður kjördæm- isins síðan 2009 og var varaþing- maður fyrir Alþýðubandalagið um tíma sem og fyrir VG. Lilja Rafney hefur átt sæti í mörgum nefndum, svo sem félags- og tryggingamála- nefnd, heilbrigðisnefnd, iðnaðar- nefnd, samgöngunefnd, mennta- málanefnd, sjávarútvegs- og land- búnaðarnefnd og velferðarnefnd, ásamt fleirum. Hún sat í Íslands- deild Vestnorræna ráðsins frá 2009 - 2013 og frá 2014 til dagsins í dag. Alþingi er góður vinnustaður „Ég hef haft áhuga á pólitík og félagsmálum í gegnum tíðina og hef verið í verkalýðsmálum, sveitar- stjórnarmálum og landsmálapólitík lengi. Það hefur verið mjög góður grunnur til að byggja á eftir að ég tók sæti á Alþingi,“ segir Lilja Raf- ney. Líkt og áður kemur fram hef- ur Lilja Rafney töluverða reynslu af þingmennsku og segir hún Al- þingi vera skemmtilegan vinnustað, þar sem þingmenn komi úr ýmsum áttum með ólíka lífsreynslu og bak- grunn. „Þar er tekist á um pólitíkina í þingsal en stærsti hluti vinnunnar fer fram í nefndum, þar sem málin geta oftar en ekki batnað í meðför- um þingsins, þvert á pólitík,“ held- ur hún áfram. Hún segir það hafa komið sér á óvart hversu óregluleg- ur vinnutíminn er hjá þingmönn- um og hversu erfitt það er að skipu- leggja nokkuð fram í tímann. „Þú þarft alltaf að vera á vaktinni og til- búinn að stökkva í ræðustól, hve- nær sem er.“ Aðspurð um hvað hafi staðið upp úr á þessum árum á Al- þingi segir hún: „Að fá tækifæri til að kynnast mörgu góðu fólki og fá þar með innsýn inn í líf og kjör fólks, fyrirtækja og byggðarlaga vítt og breitt um landið.“ Vilja bæta kjör aldraðra, öryrkja og ungs fólks En hvað verður efst á baugi hjá Vinstri grænum í komandi kosn- ingabaráttu? „Helstu stefnumál okkar eru velferðar- og heilbrigðis- málin, að bæta kjör aldraðra, öryrkja og unga fólksins. Það er mjög brýnt verkefni fyrir komandi ríkisstjórn. Við leggjum líka áherslu á aðgang að öflugu menntakerfi um allt land, óháð kyni, aldri, efnahag og búsetu,“ segir Lilja. Hún segir flokkinn einnig vilja styrkja og styðja við grunnþjón- ustuna og að farið verði í öfluga inn- viðauppbyggingu um allt land. Þar sé mjög mikil uppsöfnuð þörf er fyrir hendi. „Háhraðatengingar verða að standa öllum landsmönnum til boða og góðar samgöngur. Umhverfis- og jafnréttismál ganga þvert á alla málaflokka okkar Vinstri grænna.“ Hún bætir því við að flokkurinn vilji stokka upp fiskveiðistjórnarkerfið. „Við viljum koma á réttlátu kerfi og afla sanngjarnra tekna af auðlinda- gjaldi og dreifa skattbyrðinni með réttlátum hætti.“ Sjálf segist hún leggja mikla áherslu á málefni lands- byggðarinnar og þeirra sem minna mega sín. „Eins að allir leggi sitt af mörkum, svo við getum byggt rétt- látt samfélag fyrir alla.“ Stefna á fjölgun þingmanna Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi kjördæm- aráðs í síðustu viku. Þrjú efstu sæti listans eru eins skipuð og niðurstaða forvals flokksins. Líkt og áður hefur komið fram skipar Lilja Rafney odd- vitasætið, Bjarni Jónsson frá Skaga- firði skipar annað sætið og Dagný Rósa Úlfarsdóttir frá Ytra-Hóli í Húnavatnssýslu er þriðja á lista. Lilja Rafney varði forystusæti sitt á listan- um en þrír karlar sóttust einnig eft- ir því sæti í forvalinu. „Ég vil þakka öllum þeim sem gáfu kost á sér í for- valinu fyrir þátttökuna og hlakka til að vinna með því góða fólki. Einn- ig vil ég þakka öllum kærlega fyr- ir stuðninginn. Nú sækjum við fram sem félagar í komandi kosningum með öfluga stefnu Vinstri grænna að leiðarljósi,“ segir hún. Oddvitinn er ánægður með listann og segir flokk- inn stefna að því að ná góðum árangri í NV-kjördæmi með sterkri málefna- stöðu. „Við teljum góðar líkur á að þingmönnum VG fjölgi í kjördæm- inu þar sem við bjóðum fram öflugan lista fólks með fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Pólitíkin getur oft verið skrítin tík og því er það mikilvægt að gleyma ekki góða skapinu, taka ekki of mikið inn á sig og hafa húmor- inn alltaf í hávegum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismað- ur að lokum. grþ Helstu stefnumál eru velferðar- og heilbrigðismálin Rætt við Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, oddvita Vinstri grænna í NV-kjördæmi Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður skipar oddvitasæti Vinstri hreyfingar- innar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Sýningin Sjávarútvegur 2016/Ice- land Fiskhing Expo, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík í síðustu viku. Var hún sett á mið- vikudag og formlega opnuð af forsetahjónunum Guðna Th. Jó- hannessyni og Elizu Reid. Sýning- unni lauk á föstudaginn. Við opn- unina fluttu ávörp þeir Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegsráð- herra og Ólafur M Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Þá voru afhentar viðurkenningar í sjávarútvegi og afhenti Eliza Reid forsetafrú þær. Þeir sem hlutu við- urkenningar voru Slysavarnaskóli sjómanna, Einar Lárusson fisk- tæknir, Axel Helgason trillukarl, Fiskvinnslan Íslandssaga á Suður- eyri, Fiskmarkaður Þórshafnar og útgerð Saxhamars SH hlaut við- urkenningu Samtaka fiskframleið- enda og útflytjenda. Um 120 innlend og erlend fyrir- tæki tóku þátt í sýningunni og var þar margt að sjá sem fylgir útgerð og fiskvinnslu. Gríðarleg framför hefur á liðnum árum orðið í öllum tækni- og tækjabúnaði og mátti sjá þversnið af því á sýningunni. Sýning þessi var nú haldin í fyrsta skipti og keppir við Íslensku sjávarútvegssýninguna sem breskir aðilar standi að annað hvert ár og hefur verið haldin í Smáranum í Kópavogi. Sú sýning er ráðgerð eft- ir eitt ár. Þátttaka á þessari sýningu nú er töluvert ódýrari fyrir sýnend- ur og nefndi einn þeirra í samtali við Skessuhorn að kostnaður við þátt- töku í Laugardalshöllinni væri um þriðjungur á við þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni. mm Sýningin Sjávarútvegur 2016 Forsetahjónin opnuðu sýninguna með því að klippa á borða. Svipmyndir af sýningunni. Aron Baldursson nýr framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands kynnti starfsemi fyrirtækisins. Eliza Reid forsetafrú afhenti viðurkenningar við opnun sýningarinnar. F.v. Einar Lárusson, Eliza, Hilmar Snorrason, Óðinn Gestsson, Karl Sveinsson, Friðþjófur Sævarsson og Axel Helgason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.