Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201626 Vísnahorn Nú stefnir í kosningar og vafalaust verða margir til- búnir að segja okkur hvar sé heppilegast að við setjum krossinn á seðil- inn þegar þar að kemur. Þessi vísa komst á flot fyrir stuttu og segir allt sem segja þarf en höf- undur hennar er Gunnar Rögnvaldsson: Nú er tími þeirra sem hreykja sér og hrósa og halda uppi merkinu fyrir þor og dug. Þeir vona að við staulumst í klefann til að kjósa og „krossfesti“ þá sömu og liðinn áratug. Fyrir kosningarnar 1956 var kveðið: Að lokahríð nú líður senn, lífinu flestir hrósa. En gleymið þá ei, góðir menn, G-listann að kjósa. Stundum er talað um að þeir sem mest ber á í stjórnmálunum, og þá ekki síður þeirra vildarvinir, gjaldi ekki mikið til samfélagsins. Einhvern tímann var sagt að Jón Kjartansson sem þá var forstjóri Áfengisverslunar ríkisins hefði aðeins vinnukonuútsvar. Um þá hluti kvað Stefán Stefánsson frá Móskógum: Aldrei mikið útsvar bar eða skatta og þess konar sem heldur ekki von til var. - Vinnukona Framsóknar? Það hefur borið við að menn hafi flutt sig á milli flokka þrátt fyrir að viðkomandi hafi notið nokkurrar virðingar í flokki þeim hin- um yfirgefna en einhverjar misvísanir hafa þá væntanlega verið á stefnu flokks og einstak- lings. Árni Jónsson frá Múla var lengi þing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystu- maður hans. 1946 sagði hann sig skyndilega úr flokknum og stofnaði nýjan flokk, Þjóð- veldisflokkinn en um þá atburði var kveðið: Árni skrokkur flokk úr flokk flæmist, brokki tamur – (á svig.) Þjóðólfs - hnokka þokka-rokk þeytir nokkuð samur – (við sig.) Oft hafa menn kveðið eitthvað misjafnt um þá flokka sem eru þeim andstæðir í pólitík og á sínum tíma orti Stebbi frá Móskógum: Er í vanda allt þess traust ekki í standi hræið. Eignast fjandinn efalaust Alþýðubandalagið. Og væntanlega þarf ekki miklar vangaveltur til að komast að því hvar Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli var ekki staðsettur í hinu pólitíska umhverfi: Kálið sötrar kratalið klæðist tötrum einum. Íhaldsfjötrum una við allir flötum beinum. Einhver annar ágætur maður sem ég veit ekki nafn á orti um sín framtíðarplön: Mig langar til að lifa flott. Launakrókinn mata. Að því leyti er ég gott efni í hægri krata. Á dögunum orti Helgi Ingólfsson um átök innan ákveðins stjórnmálaflokks: Ö- af Höski fylltist -fund, form- hann vildi vega´ -ann. Sig- nú telur sjálfsagt -mund sigurstrang- mjög -legan. Í kosningunum 1942 vantaði Hannes Páls- son frambjóðanda Framsóknar 100 atkvæði til að fella Jón á Akri í A-Hún en áður höfðu Framsóknarmenn talið sig örugga um sýsl- una. Þá orti einn kjósandi Hannesar: Stöðugt flykkjast fleiri menn Framsóknar á prikið. En hundrað vantar Hannes enn. -Helvíti er það mikið. Sumir hafa gaman af að hlusta á pólitíska fundi og kappræður manna á þeim vettvangi. Sýnist þó gjarnan sitt hverjum um málflutn- ing manna en svosem engin ástæða til að allir séu sammála um allt. Á borgarafundi á Siglu- firði fyrir margt löngu kvað Hannes Jónasson um einn ræðumanna: Eykur þrætur seggur sá, saman skreytni tvinnar. Veikur grætur eftir á iðrast breytni sinnar. Pólitískar þrætur geta snúist allavega og ekki alltaf gott að átta sig á hverjum rökum mótherjinn kann að beita til að snúa vopnum í höndum manna. Þekkt er setningin úr réttar- kerfinu; ,,Allt sem þú segir kann að verða not- að gegn þér“. Í pólitíkinni er líklegra að hún gæti hljóðað; ,,Allt sem þú segir verður notað gegn þér“. Stjórnmálamönnum gæti til dæm- is alveg dottið í hug að rífast um hvort eftir- farandi setning er rímuð eða órímuð. Stuðluð eða óstuðluð: ,,Það er vont að verjast áverka af mótherj- anum og láta aldrei fjandmann fá færi í bar- daganum“. Hringrás náttúrunnar er þó allavega eitt- hvað sem við ráðum ekki við og heldur sínu striki hvað sem allri pólitík líður. Hjálmar Freysteinsson orti um hina óhjákvæmilegu fylgifiska haustsins: Framvinda er haustsins hröð, hallar senn að jólum, lægðir bíða í langri röð, lús í öllum skólum. Sigtryggur Símonarson orti einhvern tím- ann þegar fréttir voru af því að lús í skólum væri í líku magni og undanfarin ár: Gleðjist þjóðin fréttafús. Fregn þá Morgunblaðið gefur að Reykvíkingar rækti lús. -Reyndar líkt og verið hefur. Fleiru þjóðskáld hafa ort um þessi blessuð dýr sem hafa verið okkur fylgispök í gegnum aldirnar. Kristján Fjallaskáld orti í orðastað kerlingar einnar: Flýgst ég oft á við fló og lús fagna þó sigri snjöllum. Hjálpa þú mér nú minn Hesthús. Miskunnar aus úr döllum. Þeir sem óforþént angra mig óska ég helst að skeri sig. Feitt er ketið á Fjöllum. Hannibal Valdemarsson var lengi nokkuð áberandi í stjórnmálalífinu og raunar í þjóð- lífinu almennt. Veitti honum með ýmsum hætti í kosningum. Stundum betur og stund- um miður. Bjó hann um tíma í Selárdal vestra og væntanlega hefur eftirfarandi vísa orðið til um það leyti sem hann flutti þangað. Því mið- ur man ég ekki nákvæmar um hugsanleg til- drög. Hvað þá að ég viti um höfund: Hurðum skellti Hannibal, heyrðist mikill brestur. Með litla frægð og léttan mal látinn fara vestur. Lengi hefur verið fast sótt að smala á kjör- stað öllum sem líklegir voru til að leggja sitt atkvæði réttum megin á vogarskálina. Eitt sinn var talað um að í Fnjóskadalnum hefði kona orðið léttari á leiðinni á kjörstað og þó væntanlega ekki kjörviðri til slíkra verka: Rist var svell, og riðið hjarn, reiddar voru kerlingar. í Fnjóskadalnum fæddist barn á fönn um þessar kosningar. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Aldrei mikið útsvar bar - eða skatta og þess konar Listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 29. október nk. var samþykktur á félagsfundi kjör- dæmisráðs VG síðastliðið fimmtu- dagskvöld. Þrjú efstu sæti listans eru eins skipuð og niðurstaðan varð í for- vali flokksins. Sú breyting hefur ver- ið gerð að Rúnar Gíslason færist upp um tvö sæti, tekur fjórða sæti í stað Lárusar Ástmars Hannessonar sem færist niður í 14. sæti. Listinn er þannig skipaður: 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri 2. Bjarni Jónsson, Skagafirði 3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Ytra-Hóli Húnavatnssýslu 4. Rúnar Gíslason, Borgarnesi 5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Borgarfirði 6. Reynir Eyvindsson, Akranesi. 7. Hjördís Pálsdóttir, Stykkishólmi 8. Þröstur Ólafsson, Akranesi 9. Berghildur Pálmadóttir, Grundarfirði 10. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal í Dölum 11. Bjarki Hjörleifsson, Stykkishólmi 12. Dagrún Ósk Jónsdóttir, Kirkjubóli I, Strandabyggð 13. Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði 14. Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi 15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, Bolungarvík 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi 2, Borgarbyggð mm Vinstri grænir samþykkja framboðslista sinn Á myndinni frá vinstri: Rúnar Gíslason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og Bjarni Jónsson. „Hey Iceland“ er nafn á nýju vöru- merki Ferðaþjónustu bænda sem kemur í stað vörumerkisins Ice- landic Farm Holidays sem félagið hefur fram til þessa notað í sölu- og markaðsstarfi sínu erlendis. „Nýja vörumerkið Hey Iceland er afrakst- ur viðamikillar stefnumótunar sem hefur átt sér stað undanfarin miss- eri hjá okkur en það hafa lengi ver- ið vísbendingar uppi um að eldra heiti fyrirtækisins gæfi ekki raun- sanna mynd af þeirri fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem fyrir- tækið býður upp á,“ segir Bryndís Pjetursdóttir markaðsstjóri Ferða- þjónustu bænda. „Hey Iceland er nýtt vörumerki trausts og gamalgróins fyrirtækis sem býr yfir fjölþættri reynslu og þekkingu á ferðamálum. Ferða- þjónusta bænda var stofnuð af ís- lenskum bændum árið 1980. For- sagan nær þó allt aftur til ársins 1965 þegar Flugfélag Íslands tók að bjóða erlendum ferðamönnum að dvelja á íslenskum sveitaheimilum gegn gjaldi. Fyrstu árin gátu menn aðeins valið milli þeirra fimm bæja sem í boði voru. Þjónustan mæltist hins vegar strax vel fyrir og fyrsta árið voru gistinæturnar alls 330 - eða 66 nætur að meðaltali á hvern bæ. Árið 1971 voru gistinæturnar orðnar 550 en skiptust þá niður á 11 bæi. Framan af stóð þessi þjón- usta aðeins útlendingum til boða og má til gamans geta þess að á bænum Fljótstungu í Hvítársíðu gisti fyrsti Íslendingurinn árið 1976. Eftir það varð hins vegar ekki aftur snúið og þremur árum seinna dvöldu þar ís- lensk hjón í heila viku. Síðan hefur mikið breyst. Ekki aðeins hefur fjöldi ferðamanna auk- ist gríðarlega heldur hefur starf- semi ferðaþjónustubænda tekið miklum stakkaskiptum. Sveitabæ- irnir eru ekki lengur fimm talsins heldur um 170 og 60% af þeim sinna nú nær eingöngu ferðaþjón- ustu; selja gistingu og bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir einstak- linga jafnt sem hópa. Með hliðsjón af öllu framansögðu þótti tímabært að endurskoða einnig vörumerki félagsins, gera það einfaldara, al- þjóðlegra og betur í takt við starf- semina,“ segir Bryndís. Hún bæt- ir því við að „Hey“ sé orð sem vísi til sveita landsins og sögu félagsins sem fyrirtækinu er mjög mikilvægt – og Hey er líka vinaleg, alþjóðleg kveðja. mm Hey Iceland er nýtt vörumerki Ferðaþjónusta bænda Nýtt merki Ferðaþjónustu bænda hefur skírskotun til sveita landsins og sögu félagsins. Hey! er auk þess vinaleg, alþjóðleg kveðja.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.