Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 11 www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N� Bíldshöfða������-���� Fellsmúla�������-����� Réttarhálsi������-���� Ægisíðu��������-���� Langatanga�Mosfellsbæ ���-���� Reykjavíkurvegi�Hafnarfirði ���-���� Grænásbraut�Reykjanesbæ ���-���� Dalbraut�Akranesi ���-���� Opið mán –fös����kl� ��-��� laugardaga��kl� ��-�� www.n�.is  Michelin X-ICE Hljóðlát og naglalaus vetrardekk Ný APS gúmmíblanda tryggir gott grip í kulda og hita Frábærir aksturseiginleikar Michelin X-ICE NORTH 10% styttri hemlunarvegalengd á ís Færri naglar en meira grip Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu Michelin Alpin 5 Endingargóð naglalaus vetrardekk Sérhönnuð fyrir fjölskyldu- og borgarbíla Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip við erfiðar aðstæður Hluti af vetrinum Rúllaðu inn í veturinn á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is Bútasaumssýning Ingibjörg Guðmundsdóttir hannyrða- kona heldur bútasaumssýningu í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit Föstudaginn 7. október kl. 14.00-18.00 Laugardaginn 8. október kl. 12.00-18.00 Sunnudaginn 9. október kl. 12.00-18.00 Til sýnis og sölu verður fjöldi teppa og dúka Allir hjartanlega velkomnir SK ES SU H O R N 2 01 6 Á lofti Halldórsfjóss á Hvanneyri er Bókaloftið rekið en það er góð- gerðamarkaður með notaðar bækur. Frumkvöðullinn að verkefninu og umsjónamaður þess er Ásdís B. Geir- dal, einnig þekkt sem Dísa í Lækjar- túni. Þann 17. september síðastlið- inn átti Bókaloftið eins árs afmæli og af því tilefni gaf Dísa allan ágóða síðasta árs, 120.000 krónur, til Ung- mennafélagsins Íslendings. Þar mun upphæðin koma í góðar þarfir og nýtast vel til uppbyggingar í frjáls- um íþróttum og boltagreinum barna. „Stjórn Ungmennafélagsins vill nýta tækifærið og færa henni innilegustu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf,“ segir í tilkynningu frá Umf. Íslend- ingi. mm Bókaloftið styrkir barnastarf Umf. Íslendings Ásdís B. Geirdal er frumkvöðullinn að Bókaloftinu. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Hlynur Þór Magnússon hefur lát- ið af umsjón með vef sveitarfélagsins Reykhólahrepps, sem í daglegu tali er kallaður Reykhólavefurinn. Hann hefur haft umsjón með vefnum síðan á vordögum 2008 en hefur af heilsu- farsástæðum óskað eftir lausn frá starfi. Frá þessu er greint á Reykhóla- vefnum. Þegar Hlynur tók við umsjón vefs- ins á sínum tíma tók hann strax þann pól í hæðina að efnistök yrðu víð- ari en almennt er ætlast til af vefum sveitarfélaga. Auk efnis er varðar stjórnsýslu Reykhólahrepps; tilkynn- ingar, fundargerðir og önnur opin- ber gögn sem eiga að birtast á slík- um vef, hefur Hlynur ritað almennar fréttir úr sveitarfélaginu auk þess að birta aðsent efni og ýmsan fróðleik. Hann mun um sinn liðsinna starfs- fólki skrifstofu Reykhólahrepps við vefinn eftir því sem aðstæður leyfa. Á Reykhóladögum, sem haldn- ir voru síðsumars, var bryddað upp á þeirri nýjung að velja „Íbúa ársins 2016“. Nafnbótin kom í hlut Hlyns og Ingibjargar Kristjánsdóttur hjúkr- unarfræðings. Viðurkenninguna fékk hann fyrir framtak sitt í þágu sveitar- félagsins á undanförnum árum. kgk Hlynur Þór lætur af umsjón Reykhólavefsins Hlynur Þór Magnússon. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.