Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20162 Síðasta beina áætlunarferðin á veg- um Gray Line milli Keflavíkurflug- vallar og Aureyrar var farin síðast- liðinn föstudag. Ekki verður boðið upp á ferðirnar í vetur. Næstu mán- uði verður metið hvort grundvöll- ur telst fyrir áframhaldandi ferðum næsta sumar. „Það verður að segjast eins og er að nýtingin í þessum ferðum, sem hófust í apríl, hefur reynst mun lak- ari en við áttum von á,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray Line. „Þar með er þó ekki sagt að við höfum misst trú á þessum ferða- möguleika. Bein lína frá Keflavíkur- flugvelli er án vafa besti valkostur- inn til að gera ferðamönnum kleift að komast viðstöðulaust út á land. Sömuleiðis hentar þessi ferðamáti fólki að norðan ákaflega vel til að komast í flug og hægt að komast í rútuna á nokkrum stöðum á leiðinni, til að mynda í Skagafirði, Blönduósi, Staðarskála og Borgarnesi.“ Þórir segir að Gray Line hafi ver- ið vel samkeppnisfær við Strætó bs í fargjaldi, þó svo að fyrirtækið hafi þurft að leggja virðisaukaskatt á far- gjöldin, en það þarf Strætó ekki. mm Októbermánuður er að vanda helgað- ur baráttunni gegn brjóstakrabbameini hér á landi. Líkt og undanfarin ár stend- ur Krabbameinsfélagið fyrir árvekniátak- inu Bleiku slaufunni sem er átaksverkefni gegn krabbameini í konum. Ýmsar gagn- legar upplýsingar um brjóstakrabbamein og átakið má finna á vefnum bleikaslaufan.is Á fimmtudag verður suðaustan 10 - 15 m/s og talsverð rigning sunnan- og vest- anlands fyrripart dags en síðan skúrir. Bjartviðri verður norðaustan til. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast norðaustan til. Á föstudag og laugardag er útlit fyrir stífa suðaustlæga átt og vætusamt sunnan- og vestan til á landinu en þurrt og bjart að mestu um landið norðaustanvert. Áfram milt veð- ur. Á sunnudag og mánudag spáir suð- vestlægri átt og skúrum en áfram verð- ur bjartviðri norðaustan- og austanlands. Heldur kólnandi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvert er eftirlætis millimálið þitt?“ Les- endur Skessuhorns kjósa flestir að borða hollt á milli mála en 25% svarenda sögðu eftirlætis millimálið vera ávexti og græn- meti. Í öðru og þriðja sæti eru sælgæti og kex með 18% en þeir sem borða ekki á milli mála eru einnig 18% svarenda. 8% svarenda sögðust borða hnetur og ann- að en fæstir fá sér ber á milli mála, eða ein- ungis 4% þeirra sem tóku þátt. Í næstu viku er spurt „Hversu oft í viku ferðu í bað eða sturtu?“ Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugs- son ÍA skoraði 14 mörk í Pepsi - deild- inni í sumar og skoraði því flest mörk allra. Hann fékk að launum hinn eftirsótta gullskó. Þá var Ármann Smári Björnsson félagi hans í ÍA kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar af blaðamönn- um Morgunblaðsins. Garðar og Ármann Smári eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétt - skeikaði öld BORGARNES: Í frétt Skessuhorns í síðustu viku um frumflutning Guð- mundar Andra Thorssonar á sögu langafa síns, Thors Jensen, á Pakkússlofti Landnámssetursins var sagt að Kaupangur, elsta húsið í Borgarnesi, hafi verið byggt 1778, en það mun hafa ver- ið réttri öld síðar, eða 1878. Þetta leiðréttist hér með og hlutaðeigandi beðnir vel- virðingar. -mm Átta slys og óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Samtals urðu átta umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku. Á öðrum stað í blaðinu er greint frá hörðum árekstri þegar sjúkrabíll í forgang- sakstri lenti á jeppling á Vesturlandsvegi. Þar voru allir í öryggisbeltum og því fór mun betur en áhorfðist í fyrstu, að sögn lögreglu. Tveir erlendir ferðamenn slösuðust minniháttar er bílaleigubíll þeirra fór útaf og valt við Háls á Skógar- strönd á mánudaginn. Voru þeir fluttir til aðhlynning- ar á Sjúkrahúsið á Akranesi. Fjórar kínverskar stúlkur sluppu með skrekkinn er þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigu- bílnum sínum, enda voru þær allar í öryggisbeltum, bíllin fór í loftköstum út í á en hélst á hjólunum. Sú sem að ók hafði fengið öku- skírteinið sitt í apríl og ekki ekið mikið síðan. Kvaðst hún hafa fylgt leiðbeining- um frá „Google maps“ en samt endað út í ánni. -mm Dýr komu þrettán sinnum við sögu VESTURLAND: Í dagbók Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið eru skráð þrettán tilvik varðandi dýrin okkar stór og smá. Þetta eru tilkynningar allt frá „hund- ur bítur hund“ upp í að til- kynnt var um að ekið hafi verið á skepnur á vegunum og þær drepist. „Auðvitað er slæmt að kindur og lömb séu á vegsvæðum en hættu- legastir eru stórgripirnir sem oftast eru hross sem að sleppa út úr girðingum en nautpeningur hefur einn- ig sloppið út þó það sé mun sjaldnar. Í þessum tilvikum reynir lögreglan að bregð- ast fljótt við og sjá til þess að gripunum sé komið inn í næstu girðingar svo ekki skapist frekari hætta,“ seg- ir Theódór Þórðarson yfir- lögregluþjónn. -mm Á Sauðamessu sem fram fór í Borg- arnesi síðastliðinn laugardag voru ár- legar umhverfisviðurkenningar Borg- arbyggðar afhentar. Kallað var eftir tilnefningum og er það umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd sem annast framkvæmdina. Jónína Erna Arnardóttir formaður nefndarinnar afhenti verðlaunin ásamt Gunnlaugi A Júlíussyni sveitarstjóra. Að þessu sinni var snyrtilegasta bændabýlið Ölvaldsstaðir 4 í Borgar- byggð þar sem Guðrún Fjeldsted býr og rekur m.a. hestaleigu. Snyrtileg- asta lóð við íbúðarhús er Fjóluklettur 18 í Borgarnesi, þar sem hjónin Eva Eðvarðsdóttir og Trausti Jóhannsson búa. Snyrtilegasta lóð við atvinnu- húsnæði er aðstaða Veitna (Orku- veita Reykjavíkur), við Sólbakka í Borgarnesi. Loks var veitt sérstök viðurkenning vegna umhverfismála, en þau féllu í hlut Jófríðar Leifsdótt- ur á Túngötu 15 á Hvanneyri. Verð- launin eru veitt fyrir snyrtilegt um- hverfi, lóð og nærliggjandi svæði sem ábúendur halda snyrtilegu. mm Hlutu umhverfisverðlaun Borgarbyggðar Fulltrúar þeirra sem hlutu viðurkenningar auk formanns umhverfis- og skipulags- nefndar. F.v. Jónína Erna, Hafdís Ósk Jónsdóttir (sem veitti viðtöku verðlaunum f.h. Jófríðar móður sinnar), Guðrún Fjeldsted, Eva Eðvarðsdóttir og Trausti Jóhannsson. Á myndina vantar fulltrúa frá Veitum sem hlutu viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði. Gray Line setur áætlunarferðir á ís Um sjö metra löng hrefna lenti í sjálf- heldu á leirunum í Borgarvogi, norð- an við Borgarnes, síðastliðinn laugar- dag. Til hvalsins sást kvöldið áður, en hann var særður og því talið útilokað að bjarga honum. Á fjöru um hádeg- isbil á laugardaginn var enn lífsmark með hvalnum, en samkvæmt beiðni frá yfirdýralækni var hann þá aflífað- ur. Á háflóðinu klukkan 18 fór síðan hópur af félögum í Björgunarsveit- inni Brák og dró hræið upp á land í Borgarneshöfn. Fjölmenni gerði sér ferð á laugardaginn og fyldist með hvalnum frá landi og sömuleiðis þeg- ar hræinu var komið á land. mm Hvalur strandaði á Borgarvogi við Borgarnes Völundur Sigurbjörnsson kom á vörubíl með öflugan krana og lyfti hvalnum upp á pallinn og ók honum vestur að Fíflholtum þar sem hann var dysjaður. Hvalurinn vóg tæp fjögur tonn. Voru færeysk ættaðir karlar sem staddir voru á bryggjunni sammála um að þarna væri illa farið með góðan mat. Ljósm. Þorleifur Geirsson. Hvalurinn á leirunum á laugardagsmorgun. Ljósm. Davíð Freyr Bjarnason. Hvalurinn var særður og var aflífaður enda talið útilokað að hann myndi lifa af. Ljósm. mm. Hræið af hvalnum dregið að landi. Ljósm. Þorleifur Geirsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.