Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Laugardaginn 8. október nk. mun Hnefaleikafélag Akraness, sem er aðili að Íþróttabandalagi Akraness, standa fyrir hnefaleikamóti í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Mótið hefst klukkan 17:00. Á mótinu verður vígður nýr keppnishringur Hnefaleikafélagsins á Akranesi en hann er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Hringurinn er sérstakur að því leyti að hann er ekki upphækkaður eins og venjan er, held- ur hornum hans komið fyrir í gólfi íþróttasalarins fyrir festu og er þ.a.l. ekki upphækkaður. „Hugmyndin að hringnum er fengin frá Svíþjóð þar sem svona fyrirkomulag er eitthvað notað. Keppnishringurinn stenst allar alþjóðlegar öryggiskröfur og staðla að öllu leyti nema að vera upphækkað- ur. Það að hafa keppnishringinn ekki upphækkaðann hefur ekki áhrif á ör- yggi keppenda eða leik þeirra. Keppn- ishringurinn hefur verið samþykkt- ur af Hnefaleikasambandi Íslands og stenst allar þeirra kröfur,“ segir í frétt frá hnefaleikafélaginu. Ástæða þess að hafa keppnishring- inn ekki upphækkaðann er tvíþætt. Kostnaður við þennan hring er ekki nema brot af kostnaði af upphækk- uðum hring sem stenst alþjóðakröf- ur. Þar að auki er þessi keppnishring- ur mun auðveldari í uppsetningu og geymslu en þeir keppnishringir sem hingað til hafa verið notaðir. ÍA er fyrsta íþróttabandalag á Íslandi sem kemur upp aðstöðu sem þessari fyrir sín félög, en þetta verkefni er samstarf Hnefaleikafélags Akraness og ÍA. mm Nýr keppnishringur tekinn í notkun á móti hnefaleikafélagsins Um liðna helgi var Bikarmót Sund- sambands Íslands haldin í Reykja- nesbæ. Margir af sterkustu sund- mönnum Íslands syntu á mótinu. Sundfélag Akraness sendi bæði kvenna- og karlalið og var gengi þeirra framar vonum en bæði liðin urðu í fimmta sæti. Hvað stigafjölda varðar er árangurinn á mótinu í ár sá besti síðastliðin átta ár. Margir sundmennirnir bættu tíma sína eða syntu á sínum tímum sem er mjög gott þegar keppnistímabilið er rétt að hefjast. Hæst bar þó að Ágúst Júlíusson, Íþróttamaður Akraness, náði lágmarki í 100m flugsundi til að komast á Norðurlandameistara- mótið í sundi í 25m laug en það fer fram í Kolding í Danmörku í des- ember næstkomandi. „Á Bikarmóti Sundsambands- ins hafa nokkur félög þann hátt á að tefla fram fyrrum sundmönn- um sem hættir eru að æfa. Sund- félag Akrananess heldur sig fast við þá ákvörðun að tefla fram framtíð- arsundmönnum félagsins og gefa þeim þannig tækifæri til að taka þátt í stórmótum Sundsambands Íslands,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. mm/tg Bikarkeppni Sundsambands Íslands í Reykjanesbæ Félagar Sundfélags Akraness hafa haft það fyrir reglu að mæta spariklæddir á Bikarmót SSÍ. Slíkt vekur ávallt athygli enda skemmtilegur siður. Hluti hópsins frá Sundfélagi Akraness. Hvað eiga stjórnmál í dag sameig- inlegt með megrunarkúrum eða aðhaldi? Þessi samlíking kom upp í huga minn þegar ég horfði á eld- húsdagsumræður. Umræðurnar lit- uðust nánast að öllu leyti af kom- andi kosningabaráttu. Loforðin endurvörpuðust úr einum munni í annan eins og loforðabjúgverpill væri á fleygiferð um sal Alþingis. Það var áberandi að tveir stærstu flokkarnir samkvæmt skoðana- könnunum, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, skáru sig örlítið úr. Sjálfstæðismenn stóðu kokhraustir í pontu, fannst þeim hafa unnið verk- in vel og væru á góðri leið. Boðuðu bara blússandi ferð áfram. Þingmenn Sjálfstæðisflokks aðhyllast ekki megr- unarkúra eða skyndilausnir, því allt gengur vel ef bara sumir sleppa því að borða því þá er meira fyrir suma. Þeir verða seint saddir en verði þeir sæl- ir og glaðir henda þeir auðmjúkir af gjafmildi og rausnarskap brauðmol- um í alþýðuna og peningum í hag- kerfið. Þannig halda þeir hagkerfinu uppi og það ber að launa þeim. Þeir vilja því ekki þrengja að sínum með gjöldum eða hærri sköttum á hátekju- fólk. Alþýðan skal bíða eftir þeirra náð og miskunn og þá munu brauð- molarnir rata í ginið. Píratar voru nánast orðlausir og í auðmýkt var þakkað fyrir síendur- tekið hvað margir hefðu lýst því yfir í skoðanakönnunum að þeir væru al- veg til í að fara eftir þeirra megrun- arkúr. En það er ekkert furðulegt að hafa áhuga á að fara eftir megrúnark- úr sem hljómar eins og þú þurfir eig- inlega ekki að gera neitt sérstakt og megir jafnvel gera það sem þér hent- ar. Að mörgu leyti óljós megrunar- kúr sem er enn á hugmyndastigi, bara örfáir sem kunna hann og virðast vera andlit hans út á við. Síðan á eftir að koma í ljós ef satt reynist og fleiri Pí- ratar koma inn á Alþingi hverjir það eru, hvort þau geti komið sér saman um hvernig kúrinn er og hvað ætli margir geti farið eftir honum og mun hann henta öllum? Framsóknarmenn froðufelldu yfir besta kúrnum, kúrinn virkar ef allir trúa á hann, efast aldrei um árangur þó að blákaldar staðreyndir blasi við. Reyndar var einn og einn Framsókn- armaður sem ræddi um hvað gæti gerst í kjölfarið á besta kúrnum, þ.e. þegar besti kúrinn og allir sem á hann trúa myndu horfast í augu við stað- reyndir og sjá hvað þyrfti í raun og veru að gera og vinna að til að allir gætu nú haft það gott. Líklega þurfa þeir Framsóknarmenn sem halda því fram að átta sig á því fljótlega að hug- myndir þeirra um skynsamlegt aðhald sem gæti hentað öllum er hugmynda- fræði jafnaðarmanna og á enga sam- leið með besta kúrnum. Það liggur í augum uppi að kosningabarátta þeirra líkt og áður verður hlaðin popúlisma - loforðum til að ganga í augu kjós- enda. Björt framtíð, Samfylkingin og Vinstri grænir reyndu að gera ríkis- stjórnarflokkunum grein fyrir því af hverju við værum að fara að kjósa ári fyrr en stóð til. Þau rifjuðu upp að besti kúrinn virki alls ekki fyrir alla því þegar forystumaður besta kúrs- ins fylgir ekki þeim leikreglum sem eru í landinu og sér hag sinn í því að komast undan því að borga í köku- sjóð ásamt nærri 600 öðrum þá væru sumir sem fengju bara enga köku eða a.m.k minni sneið en þeir þyrftu. Samfylkingin byggir sína hugmynda- fræði á jöfnuði og jafnrétti. Bæði Vinstri grænir og Björt framtíð hafa einnig svipaða hugmyndafræði í sinni stefnu. Svo skjótast nú flokkar upp eins og gorkúlur að hausti, umvafnir í sama mygli og aðrir flokkar, nærast á öðrum flokkum eins og sníkjudýr þar sem hugmyndafræði rótgróinna flokka er prentuð á glanspappír og popúlisminn allsráðandi. Viðreisn - frjálshyggjuafl með kosningaslagorð- ið almannahagsmunir framar sér- hagsmunum, er til meiri tvískinnung- ur í einu kosningaslagorði. Viðreisn er nýr megrunarkúr og virðist ætla að lofa kolvetnalausu mataræði með fullt af kolvetnum. Það er ekki bæði sleppt og haldið. Af hverju jafnaðarmenn? Af hverju jafnaðarstefna? Af hverju Samfylkingin? Græðgi og óráðsía fylgir frjáls- hyggjunni hvar sem hún er fram- kvæmd. Hún nærir auðvaldið og elur á stéttaskipt- ingu og hellings meðvirkni og þó þú eigir ekki nóg, þá áttu bara að lúkka eins og þú eigir nóg. Jafnaðarmenn hafna græðgi og stéttaskiptingu. Jafnað- armenn fylgja engri sérhagsmuna- stétt. Jafnaðarstefna hefur það að markmiði að tryggja að allir hafi það sem þeir þurfa, þó þeir fái ekki endilega allt það sem þeir krefj- ast. Samfylkingin byggir á traust- um grunni og hefur á að skipa fólki innan sinna raða sem trúir á að velferðarsamfélag sé raunhæf- ur möguleiki þegar jöfnuður er hafður að leiðarljósi við skiptingu á kökunni. Engar skyndilausn- ir, enginn popúlismi kosninga- loforða, engir megrúnarkúrar eða græðgi... þá fá allir sneið en eng- inn of mikið! Pálína Jóhannsdóttir. Höfundur skipar 4. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvestur- kjördæmi. Eldhúsdagsumræður og megrunarkúrar Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.