Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201620 Bið áhorfenda, stuðningsmanna og körfuknattleiksaðdáenda er senn á enda því keppni í Dom- ino‘s deild kvenna í hefst í kvöld, miðvikudaginn 5. október og karlarnir hefja leik á morgun, fimmtudaginn 6. október. Hvorki fleiri né færri en fimm lið frá Vesturlandi taka þátt í tveimur efstu deildum Íslandsmóts karla og kvenna í körfuknattleik. Bæði Snæfell og Skallagrímur senda lið til keppni í Domino‘s deild- um karla og kvenna. Þar að auki sendir ÍA lið til keppni í 1. deild karla. Skessuhorn heyrði í þjálf- urum Vesturlandsliðanna og ræddi við þá um tímabilið sem senn er að hefjast. „Ætlum okkur að verða Íslandsmeistarar“ Snæfell er ríkjandi Íslandsmeist- ari í körfuknattleik kvenna og lið- ið hampaði auk þess bikarmeistara- titlinum á síðasta ári. Liðinu er spáð góðu gengi í vetur og Ingi Þór Stein- þórsson þjálfari kveðst hafa góða til- finningu fyrir komandi tímabili. „Liðið hefur reyndar farið rólega af stað á undirbúningstímabilinu. Við höfum lítið náð öllum mannskapn- um saman en aukum það og bætum núna síðustu dagana fyrir mót. En spenningurinn er mikill og ég hef fína tilfinningu fyrir tímabilinu,“ segir Ingi. Snæfell heldur mörgum lykilleikmönnum frá síðasta vetri en hafa einhverjar breytingar orð- ið á leikmannahópnum? „Alda Leif Jónsdóttir er flutt suður og óvíst hvort hún verður með. Þá er enn óljóst hvort Bryndís Guðmunds- dóttir spilar með okkur í vetur en það er allt opið enn,“ segir Ingi. Enn fremur er Haiden Palmer farin í at- vinnumennsku til Evrópu, en hún var einn allra besti leikmaður deild- arinnar síðasta vetur. „Taylor Brown kemur inn í staðinn fyrir hana og svo höfum við fengið landsliðskon- una Pálínu Gunnlaugsdóttur,“ segir Ingi. „Þannig að hópurinn er mjög sterkur og við þurfum að vera með sterkan hóp. Við ætlum okkur að vera áfram topplið og til þess þurf- um við að vera tilbúin í hvað sem er; geta tekist á við meiðsli, veikindi og hvað sem kann að koma upp á,“ segir hann en bætir því við að fyrst og fremst ætli liðið að hafa gaman af tímabilinu. „Við ætlum að njóta þess að vera til og að vera saman og það fá allir tækifæri,“ segir þjálfarinn og bætir því við að auk sterkra við- bóta séu ungir og efnilegir leikmenn að koma upp hjá liðinu og leikmenn að snúa til baka úr meiðslum. „Anna Soffía Lárusdóttir er til dæmis að koma mjög sterk inn og síðan erum við að fá Helgu Hjördísi Björgvins- dóttur til baka eftir meiðsli. Hún gat eiginlega ekkert verið með okk- ur í fyrra. Þannig að við erum með skemmtilegan hóp.“ Aðspurður um markmið komandi vetrar segir Ingi að liðið ætli sér að ná fyrsta sæti í deildarkeppninni og verja Íslandsmeistaratitilinn. „Við stefnum hátt og höfum metnað. Við ætlum okkur að enda á toppnum í deildinni og verða Íslandsmeistar- ar,“ segir Ingi. Fyrsti leikur Snæfells í Domino‘s deild kvenna er Vesturlandsslagur því liðið mætir Skallagrími í kvöld, miðvikudaginn 5. október kl 19:15. Hann fer fram í Borgarnesi. Tækifæri fyrir unga menn að standa vaktina Ingi Þór er einnig þjálfari karla- liðs Snæfells sem hafnaði í 9. sæti deildarinnar á síðasta keppnistíma- bili og rétt missti af úrslitakeppn- inni. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan þá. Leik- menn sem hafa horfið á braut í sum- ar eru meðal annars Sigurður Þor- valdsson, Austin Bracey, Stefán Kar- el Torfason og Óli Ragnar Alexand- ersson, svo dæmi séu tekin. Reynsla þessara leikmanna í efstu deild er mikil og því var farin sú leið að fá reyndan erlendan leikmann, hinn 33 ára gamla Sefton Barrett. „Strák- arnir sem komu til okkar hafa ekki mikla reynslu af því að leika í efstu deild og því var svarað með því að ná í leikreyndan mann. Hann verð- ur svona pabbi á vellinum,“ segir Ingi léttur í bragði. „En hann hef- ur spilað í níu ár sem atvinnumað- ur í Kanada, Þýskalandi og nú síðast í finnsku deildinni, sem er sú sterk- asta á Norðurlöndunum. Við þurf- um mikið frá honum í hverjum leik og vonandi nær hann að standa und- ir þeim væntingum og líkar lífið vel í Hólminum,“ segir hann. Í ljósi þessara breytinga má nán- ast segja að Snæfell tefli fram nýju liði í ár. „Það þýðir einfaldlega að það er tækifæri fyrir unga menn sem voru fyrir og þá sem komu til okkar að standa sig og standa vaktina fyrir Snæfell,“ segir Ingi. „Tækifærið er algjörlega þeirra og okkar starf verð- ur að hlúa vel að þessum strákum og bakka þá upp,“ bætir hann við. Ingi segir að markmið liðsins sé að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Það er engin pressa á leik- mönnunum en engu að síður krafa um að þeir standi sig og geri eins vel og hægt er. Meðan menn verða við því er ekki hægt að fara fram á meira,“ segir hann og vill að lokum hvetja stuðningsmenn til að fjöl- menna á leiki í vetur. „Ég vona að stuðningsmenn Snæfells nær og fjær fylki sér á bakvið liðin í vetur, sama hvort það er í botnbaráttu eða topp- baráttu, því það er það sem sannur stuðningsmaður gerir,“ segir þjálfari Snæfellsliðanna að lokum. Fyrsti leikur Snæfells í deildinni í vetur er útileikur gegn ÍR. Verður hann leikinn á morgun, fimmtudag- inn 6. október. Nýliðarnir ætla að verða verðugir andstæðingar Lið Skallagríms var nær ósigrandi í 1. deild kvenna á síðasta ári og lauk keppni í efsta sæti deildarinnar. Lið- ið bar síðan sigurorð af Njarðvík í úrslitakeppninni í vor og tryggði sér sæti í Domino‘s deildinni. Borgnes- ingar hafa síðan þá unnið hörðum höndum að því að búa liðið undir komandi átök í deild þeirra bestu. Tryggði Skallagrímur sér með- al annars krafta þriggja landsliðs- kvenna og fyrrum leikmanns banda- ríska landsliðsins. Manuel Rodrigu- ez þjálfari kveðst ánægður með leik- mannahópinn. „Ég er ánægður með hópinn. Stjórn félagsins hefur unnið hörðum höndum í allt sum- ar og gert frábærlega vel í að bæta við leikmönnum til að styrkja hóp- inn. Nú er komið að mér að leggja jafn hart að mér með leikmönnun- um og endurgjalda það traust sem mér hefur verið sýnt,“ segir Manu- el. „Við erum með góða leikmenn en nú verðum við að vinna hörð- um höndum að því að verða gott lið. Það er ekki alltaf samasemmerki milli góðra leikmanna og góðs liðs, margir aðrir þættir spila þar inn í; vinnuframlag, meiðsli, traust og svo framvegis,“ bætir hann við. Manuel hefur varið mikilli vinnu á undangengnu sumri í að horfa á myndbönd af hinum liðunum í Domino‘s deildinni, reynt að læra að þekkja styrkleika og veikleika hvers leikmanns og þekkja leikstíl ann- arra liða. Skallagrímsliðið fór síðan í æfingaferð til Spánar og hóf und- irbúning af fullum krafti. „Það var æft stíft þá vikuna en ferðin hjálp- aði okkur líka að kynnast innbyrð- is. Þar var lagður grunnur að spenn- andi keppnistímabili. Fyrir skömmu síðan kom svo Tavelyn Tillman til landsins og nú höldum við áfram að vinna að því að vera eins vel und- irbúin fyrir fyrsta leik og mögulegt er,“ segir Manuel. Aðspurður hvort breytinga sé að vænta í leik liðsins segir hann svo ekki vera. „Ég vil gjarnan halda einkennum liðsins frá síðasta vetri; byggja á mjög sterkum varnarleik sem gerir okkur kleift að sækja hratt og leika hraðan og dýnamískan sókn- arleik. Okkur tókst að halda í mikil- væga leikmenn og efla liðið með því að bæta við sterkum leikmönn- um. Það er á mína ábyrgð að raða púslunum í púsluspilinu saman. Ef við leggjum okkur fram á æfingum kemst það upp í vana sem skilar sér í leikjum,“ segir hann. „Við tökum bara eitt skref í einu og reynum að njóta hvers augnabliks, hvers leiks og hverrar æfingar. Eins og ég hef sagt áður þá nær fólk sjaldnast árangri ef það nýtur ekki þess sem það gerir. Lykillinn að þessu keppnistímabili verður sá sami og í fyrra; vinnusemi og auðmýkt,“ segir Manuel. Aðspurður kveðst hann ekki vilja setja liðinu markmið um eitthvað tiltekið sæti í lok tímabils. „Ég er afar stoltur að vera sá fyrsti í 40 ára sögu kvennaliðs Skallagríms til að stýra liðinu í efstu deild og taka þannig virkan þátt í aldarafmæli félagsins. Þrátt fyrir að við séum ný- liðar í deildinni þá stefnum við á að byggja upp gott lið sem getur orðið öðrum liðum verðugur andstæðing- ur. En ég vil ekki setja okkur mark- mið um eitthvað sæti í deildinni. Ég vil frekar njóta vegferðarinnar því á endanum höfnum við á þeim stað sem við eigum skilið að vera á. En við ætlum ekki að gefa neitt eftir,“ segir Manuel að lokum. Fyrsti leikur Skallagríms fer fram í Borgarnesi í kvöld, miðvikudag- inn 5. október, þegar liðið mætir Ís- lands- og bikarmeisturum Snæfells. Liðunum hefur verið spáð tveimur efstu sætunum í deildinni og því má fullyrða að Vesturlandsslagurinn sé stórleikur fyrstu umferðar. „Stefnum fulla ferð að úrslitakeppninni“ Karlalið Skallagríms lék í 1. deild- inni á síðasta vetri. Liðið tryggði sér sæti í Domino‘s deildinni eftir spennandi úrslitaeinvígi við Fjölni þar sem úrslitin réðust í oddaleik. Í sumar hafa Skallagrímsmenn end- urnýjað samninga við unga og efni- lega leikmenn liðsins, samið við nokkra unga leikmenn til viðbótar og þar að auki og bætt við reynslu- miklum leikmönnum til að leiða hópinn. Finnur Jónsson þjálfari segir að sér lítist stórvel á komandi tímabil og kveðst hvergi banginn að stýra nýliðunum í deildinni. „Enda engin ástæða til,“ segir hann. „Við náðum að halda meginþorra þess mannskaps sem við höfðum fyrir og þar af mörgum efnilegum leik- mönnum, heimastrákum og mér líst virkilega vel á hópinn. Þetta er mikil og þétt eining,“ segir Finnur. „Hafþór Gunnarsson er hættur en við erum búnir að fá til liðs við okk- ur þrjá reynslubolta; Darrel Flake, Magnús Gunnarsson og Flenard Whitfield og þar að auki unglinga- landsliðsmanninn Eyjólf Ásberg Fyrstu leikirnir í Domino‘s deildunum eru rétt handan við hornið Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Snæfells setja markið hátt fyrir komandi vetur. „Við ætlum okkur að enda á toppnum í deildinni og verða Íslandsmeistarar,“ segir Ingi Þór Steinþórsson þjálfari. Skallagrímur hefur leik í Domino‘s deild kvenna í kvöld þegar liðið mætir Snæfelli í Vesturlandsslag. Liðið leikur í efstu deild í fyrsta sinn í efstu deild. „Ég er afar stoltur að vera sá fyrsti í 40 ára sögu kvennaliðs Skallagríms til að stýra liðinu í efstu deild,“ segir Manuel Rodriguez þjálfari liðsins. Ljósm. Ómar Örn Ragnarsson/ Kvennakarfa Skallagríms á Facebook. Snæfell teflir fram mikið breyttu liði frá síðasta vetri í Domino‘s deild karla. Margir reynslumiklir leikmenn hafa horfið á braut í sumar og ungir leikmenn komið í staðinn. Meðal þeirra er Sigurður Þorvaldsson sem kvaddi eftir langa dvöl og einn Íslandsmeistaratitil í Hólminum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.