Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201622 Sauðamessa var á laugardaginn haldin í þrettánda skipti í Borgarnesi. Dagskráin hófst reyndar á föstudagskvöldinu þegar heimildamyndin Lopi var sýnd. Á laugardaginn byrjaði fólk að koma saman upp úr hádegi. Komið var með hóp af fal- legu fé frá Snartarstöðum í Lundarreykjadal á kerru og kind- unum sleppt uppi við Brákarhlíð. Þar gátu íbúar heilsað upp á fólk og fénað, en að því búnu var fjárrekstur niður Borgar- braut og í aðhald sem komið hafði verið fyrir upp við Skalla- grímsgarðinn þar sem dagskrá hófst. Segja má að dagskráin hafi verið hefðbundin á flestan hátt. Raftar buðu upp á dýr- indis kjötsúpu, markaður var í tjaldi í garðinum og dagskrá á sviðinu. Veitt voru umhverfisverðlaun Borgarbyggðar, börn og fullorðnir tóku þátt í leikjum og farið með gamanmál. Hlédís Sveinsdóttir og Rúnar Gíslason voru framkvæmda- stjórar hátíðarinnar líkt og á síðasta ári, en þeim til aðstoð- ar voru ýmsir, þar á meðal hjónin Eiríkur Jónsson og Krist- ín Amelía Þuríðardóttir. Rúnar og Hlédís voru ánægð með hvernig til tókst, en allt gekk vel fyrir sig, utan þess sem posar brugðust þegar sala á dansleikinn stóð sem hæst um kvöldið. Veðrið lék hins vegar við gesti Sauðamessu að þessu sinni, en nú líkt og oftast áður voru Borgnesingar og gestir heppnir í happdrættinu um góða veðrið, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. mm Sauðamessa einkenndist af rólegheitum og góðu veðri Sigurjón á Glitstöðum og Gunnlaugur sveitarstjóri á tali saman. Kindunum hleypt af stað við Brákarhlíð. Þarna eru m.a. Hlédís sauðamessustjóri og Jón Eyjólfsson rekstrarstjóri. Þeir Sævar Jónsson og Kristján Finnur Kristjánsson á spjalli. Rúnar og Hlédís Sauðamessustjórar.Jón Karl kjötiðnaðarmaður stýrði kappátinu. Góð stemning var á dansleiknum í Hjálmakletti þar sem hljóm- sveitin Bland spilaði. Sveppi og Villi komu og skemmtu. Hér eru þeir ásamt Alex sem að sjálfsögðu fékk mynd af sér. Börnin nutu þess að fá að komast í návígi við kindurnar frá Snartarstöðum. Hér var búið að koma kindunum í aðhald við Brákarhlíð og skammt að bíða að þeim yrði stillt upp á rásmarkið áleiðis í Skallagrímsgarðinn. Skemmtilegt skilti til myndatöku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.