Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birt- um við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@ skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dreg- ið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða- bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 82 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síð- ustu viku. Lausnin var: „Vangaveltur.“ Vinningshafi er: Rósa María Sigurgeirsdóttir, Hagamel 10, 301 Hvalfjarð- arsveit. Máls- háttur Önugur Fiski- lína Átt Ókunn Flan Liður Heill Rótar Kostur Söngl Kona Freri Vild Lúnar Hvíldi Lötur Blíða Nærist Köstur Nes- oddi Af- kvæmi Spyr Átt 50 Fólk Sögn Vermir Akk Vein Glett- inn Iðka 8 Niður Epjast Kjánar Ætla Ákoma Kl..3 5 Eisa Hlass Kæpa 3 Ella Láta undan Reipi Smjað- ur Lækka Bögglar Hlóðir 1 Kólfur Róleg- ur Trumba Vær Á reikn- ingi Fæði Rödd Hvína Röð Álit Bura Hávaði Friður 7 Skal Flói Vos Heill Gætni Rit Hætta Rugga Skáþak Deigur Spurn Dugðu Gripur Hret 1000 Röð Blundur Sérhlj. Kopar Menn Missir Skip Stópi Hnykill Sk.st. Tapað Raus Listar Strákar Skilvísa 2 Blóð- hlaup Busl Tónn Jurt Leir Krota Púkar For Seyðir Röð Elfur Dvelja Upphaf Óánægð- ur 6 4 Þrep Óttast Hvílum Trosna Brak Herma Blæs 1 2 3 4 5 6 7 8 Ó S G Ó Ð H U G M Y N D F A R G R Ó L A R A G A L A U S T Ó R O Ð A N N Ö N N K Æ T I V D D D I Ú V I L L T R E I R D U L I Ð J A G A F R U M L L K R Ó M A N G A S N Ó T N Æ R P R E N T U N K U L A S I A G G N Ý T T Ó R I T R U G G E I E I G A Á R A R R A L L R Ó R L Á P Í P Ú T R Æ N A T Ó Ö L E Ð A Ö G R A R K A P P E R N Ó T A A R T A R L E G U N N T U F S I F L A G G N Ó T T R A U Ð A R U G L N I A N S M A T U R G R Ó V A N G A V E L T U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Margir tala um að þunginn í kom- andi alþingiskosningum snúist um heilbrigðismál. Gott og vel, fram- farir í heilbrigðisþjónustu kalla á meira fjármagn. Það hefur reynst stjórnvöldum erfitt að verða við því ákalli, þó hefur aldrei verið settur eins mikill peningur í heilbrigðis- kerfið og á yfirstandandi kjörtíma- bili, en betur má ef duga skal. Það hefur sannað sig að þar sem forvarnir eru notaðar og fjármagn sett í þá vinnu, hefur árangur orðið greinilegur. Gríðarlegar framfarir hafa orðið í meðferð áfengis- og vímuefnasjúk- linga (alkahólista). Það er staðreynd að ungt fólk í dag, margt hvert, tek- ur meðvitaða ákvörðun um að hefja ekki neyslu ávanabindandi efna. Þessi mál voru ekki á þeim stað þeg- ar ég var unglingur, fyrir um fjörtíu árum síðan. Þá voru þeir sem vildu ekki prófa, sérvitringar, en í dag er litið upp til þeirra sem segja nei takk, allvegana geri ég það. Þarna sannast að forvarnir vega þungt og er árangur þeirra ótvíræður. Baksjúkdómar eru ýmiskonar og eru orsakir þeirra margvíslegar. Þó má benda á að koma hefði mátt í veg fyrir í mörgum tilfellum að við- komandi fengi brjósklos eða vöðva- tognun, ef sá hinn sami hefði vitað betur, svo dæmi sé tekið. Bakdeild- in á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi hefur sérhæft sig í meðferðum á baksjúkdómum með sérhæfðu fólki og eru biðlistar þar yfirleitt nokkur hundruð manns sem gefur til kynna að meðferðin getur af sér gott orð, en er fjársvelt svo ekki sé dýpra í árina tekið. Andlegir kvillar, kvíði, spenna og geðraskanir af ýmsum toga, eru alltaf að koma meira í ljós, oft á tíð- um vegna lífstíls sem viðkomandi áttar sig ekki á fyrr en hann leitar hjálpar, ef hann þá gerir það. Þar geta forvarnir komið í veg fyrir að illa fari í mörgum tilfellum. Að vera ekki í kjörþyngd er vandamál sem alltof margir þekkja og eru alkonar vandamál sem því fylgir og er efni í langa grein. Ég hef hér aðeins tæpt á því hvað, að mínu mati, hvernig mætti spara í heilbrigðismálum með aukinni áherslu á forvarnir og meiri með- vitund um að taka ábyrgð á eigin heilsu, því heilsan er okkur öllum svo mikilvæg. Sigurður Páll Jónsson, Stykkishólmi. Höf. skipar þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvestur- kjördæmi. Pennagrein Forvarnir í forgang Pennagrein Í ár höldum við upp á 35 ára afmæli Grundaskóla en hann var fyrst settur 6. október 1981. Við fögnum farsælu skólastarfi þar sem stofnunin hefur vakið athygli fyrir frumkvæði, metnað og góðan árangur. Á níunda áratug síðustu aldar var mikill skólamálaumræða um að nauð- synlegt væri að gera gagngerar breyt- ingar á skólum og breyta kennsluhátt- um. Grundaskóli var í upphafi stofn- aður í anda nýrra hugmynda og strax á fyrsta ári varð skólinn þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í kennslumálum. Skólinn var oft kenndur við umræðu um svokallað opið skólastarf en slíkir skólar voru þekktir fyrir að brjóta upp bekkjarstarf og halda teymisvinnu á lofti. Skólinn var m.a. hannaður með það að leiðarljósi að auðvelt væri að opna kennslurými og brjóta upp starf- ið. Mikil áhersla var lögð á verk- og listgreinar og þær áherslur hafa hald- ist allt til þessa dags. Á fyrstu starfsárum Grundaskóla voru ekki allir bæjarbúar sammála um hugmyndafræði og starfshætti skólans og í eitt skipti var skólanum lýst sem allsherjar lausagöngufjósi. Þessi lýs- ing hefur oft verið tekin upp og rædd innan og utan skólans en í stað þess að líta á þessa lýsingu sem neikvæða hafa menn séð þessa umsögn sem hin bestu meðmæli. Frá fyrsta degi hefur skólastarfið byggt á ákveðnum grunn- gildum sem eru samvinna, traust og virðing. Áhersla er lögð á að hafa trú á nemendum og byggja á styrkleikum þeirra. Allir geta gert eitthvað en eng- inn allt. Hagsmunir nemenda hafa ávallt verið í fyrrúmi. Grundaskóli er góður skóli af því að þar eru frábærir nemendur, öfl- ugur foreldrahópur og góðir starfs- menn. Lengst af fór Guðbjartur Hannesson (Gutti) fyrir skólastarfinu og hugmyndafræði hans og áherslur lifa enn í dag. Annar skólastjóri skól- ans var Hrönn Ríkharðsdóttir en hún hætti störfum við skólann s.l. vor eftir farsælan feril sem stjórnandi. Í dag starfa rúmlega eitt hundrað starfsmenn við skólann og nemendur eru 630. Grundaskóli er orðinn einn af fjölmennustu skólum landsins en þrátt fyrir það er enn sama hugsun við líði og á fyrstu starfsdögunum. Mikill metnaður fyrir skólastarfinu og skóla- samfélagið samstillt í að sækja fram og gera ávallt sitt besta. Grundaskóli nýtur þess á marg- víslegan hátt að á bakvið skólastarf- ið stendur samstilltur hópur sem er reiðubúinn til að leggja hönd á plóg þegar á þarf að halda. Dæmi um slík- an hóp eru hollvinir skólans en þann hóp skipa fyrrum nemendur skólans. Hollusta við skólann er kannski besta umsögnin um gott skólastarf. Er skól- inn hlaut árið 2005 fyrstur grunnskóla íslensku menntaverðlaunin var eftir- farandi umsögn höfð eftir nemendum. „Við útskrifumst úr Grundaskóla en við yfirgefum skólann aldrei.“ Fjölmargir af núverandi starfs- mönnum skólans eru fyrrverandi nemendur. Grundaskóli er fyrirmynd- ar vinnustaður og hér er gott að nema og starfa. Skólinn hefur hlotið marg- vísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir framsækið skólastarf og farsælt starfsmannahald. Til marks um gæði vinnustaðarins má geta að tugir um- sókna berast um hvert auglýst starf og fagfólk skipar hverja kennarastöðu og menntunarstig er hátt. Þegar 35 ára afmæli Grundaskóla er fagnað ber að þakka öllum þeim sem lagt hafa skólanum lið á þessum árum og óska þess að framtíðin verði jafn farsæl og hingað til. Það er ekki sjálfgefið fyrir Akraneskaupstað að eiga svo öfluga skólastofnun. Við sem nú störfum við skólann heitum því að halda merki Grundaskóla hátt á lofti og leggja okkur öll fram við að reka fyrirmyndarstofnun á allan hátt. Framtíð skólans er björt og við mun- um halda áfram þróttmiklu og árang- ursríku skólastarfi til heilla fyrir nem- endur okkar og bæjarfélag. Ég óska nemendum, starfsfólki og Akurnesingum öllum til hamingju með 35 ára afmæli Grundaskóla. Sigurður Arnar Sigurðsson, skóla- stjóri Grundaskóla Grundakóli fagnar 35 ára starfsafmæli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.