Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 29 Nýfæddir Vestlendingar Borgarbyggð - miðvikudagur 5. október Vesturlandsslagur í körfunni. Skallagrímur fær Snæfell í heim- sókn í úrvalsdeild kvenna. Leikið verður í íþróttahúsinu í Borgarnesi og hefst leikurinn kl. 19:15. Stykkishólmur - miðvikudagur 5. október Kynning á læsissáttmála Heimilis og skóla í Grunnskóla Stykkishólms kl. 20. Snæfellsbær - miðvikudagur 5. október Sundleikfiminámskeið í Sundlaug Snæfellsbæjar hefst miðvikudaginn 5. október. Tíu tíma námskeið, kennt á mánudögum og mið- vikudögum kl. 20. Skráning við mætingu í fyrsta tíma. Þetta er góð hreyfing með skemmtilegu ívafi, hlátur og fuglagarg í skemmti- legum félagsskap í yndislegu um- hverfi. Námskeiðið kostar 11 þús- und og er greitt í fyrstu viku nám- skeiðs. Verið innilega velkomnar og njótum saman þessarar stundar. Harpa Finnsdóttir. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. október Kynning á skólastefnu Borgar- byggðar í Hjálmakletti kl. 20. Magnús Smári Snorrason, for- maður fræðslunefndar Borgar- byggðar mun kynna skólastefnu Borgarbyggðar 2016-2020. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur erindið: „Framtíðarskólinn - hvað bíður nemenda?“ Nanna Kristín Christiansen, verkefnastjóri á skrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fjallar um skóla- foreldra - stuðning foreldra við nám og skólastarf. Umræður eru einnig á dagskrá. Borgarbyggð - fimmtudagur 6. október Prjóna-bóka-kaffi í Bókhlöðunni kl. 20. Kvöldstund við hannyrðir, bóka- spjall og kaffisopa. Prjóna-bóka- kaffið verður hálfsmánaðarlega í vetur og er öllum opið. Safnið er opið til útlána og gestir eru hvattir til að koma með uppskriftir og hug- myndir að hvers kyns handverki. Auk þess hafa kvöldin reynst góður vettvangur fyrir þá, sem hafa frá einhverju fróðlegu og skemmtilegu að segja eða vilja kynna viðfangs- efni sín og hugðarefni á annan hátt. Allir eru hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 7. október Félagsvist í Félagsbæ kl. 20. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni, sem dreifst á fjögur kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - sunnudagur 9. október Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Organisti Steinunn Árnadóttir. Prestur Páll Ágúst Ólafsson. Stykkishólmur - sunnudagur 9. október Spiluð verður félagsvist í Setrinu kl. 15:30 á sunnudögum í vetur. Akranes - sunnudagur 9. október 1. deild karla í körfuknattleik: ÍA mætir Hamri í íþróttahúsinu við Vesturgötu kl. 19:15. Stykkishólmur - sunnudagur 9. október Úrvalsdeild kvenna í körfuknatt- leik: Snæfell mætir Njarðvík í Stykkishólmi kl. 19:15. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Heimilisþrif Tek að mér heimilisþrif. Föst verð- tilboð. Vandvirk og vön. Uppl. í síma 892-4204. Auður. Íbúð til leigu Til leigu 110 fm. íbúð sem verður laus í lok nóvember (Borgarbraut 46). Íbúðin er með tvö svefnher- bergi (auk þess væri hægt að nýta borðstofuna sem svefnherbergi). Íbúðin leigist til 1. júlí 2017. Leiguverð er 130.000 (2ja mánaða bankaábyrgð) Hægt verður að skoða íbúðina í byrjun nóvember. huginnr@gmail.com. ATVINNA ÓSKAST LEIGUMARKAÐUR 7. september. Drengur. Þyngd 3.428 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Maria Bah Runólfsdóttir og Sulayman Bah, Grundarfirði. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Alieu Már. 28. september. Drengur. Þyngd 3.636 gr. Lengd 51 sm. Foreldrar: Martha Lind Róbertsdóttir og Björn B. Gíslason, Akranesi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. 29. september. Drengur. Þyngd 4.326 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Bozena Weronika Skoczke og Damian Wladyslaw Skoczke, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Lára Dóra Oddsdóttir. 1. október. Stúlka. Þyngd 3.176 gr. Lengd 49 sm. Foreldrar: Unnur Ýr Haraldsdóttir og Teitur Pétursson, Akranesi. Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir. Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM LITIR: www.smaprent.is | smaprent@smaprent.is 2.900 ISK LITIR: 1.480 ISK 2.900 ISK Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis, í samstarfi við Akraneskaupstað, ætla að mála bæinn bleikan fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Bleik stuðningsganga fer frá stjórnsýsluhúsi bæjarins (Stillholti 16-18) kl. 18.00 og gengið verður niður að Akratorgi þar sem stutt dagskrá með tónlistaratriðum, heitu kakói og happadrætti tekur við. Ekki láta þennan viðburða framhjá þér fara! Dagskrá mun birtast á facebooksíðu Krabbameinsfélagsins og á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is. Fimmtudaginn 13. október málum við bæinn bleikan SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1241. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 11. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Stúkuhúsinu, laugardaginn 8. • október kl. 10.30. Björt fram• tíð að Smáraflöt 1, Stillholti 16-18, mánudaginn 10. október kl. 20.00. Sam• fylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 8. október kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Ármannsmótið var nýverið haldið í Laugardalslaus. Sjö ungir sundmenn frá Akranesi tóku þátt í mótinu og náðu þar góðum árangri. Ágúst Júlí- usson bætti sig á mótinu og setti nýtt Akranesmet í 100m fjórsundi á tím- anum 59.56. Fyrra metið er frá 2009 og það átti Hrafn Traustason með tímann 59.90. Þá vann Skagamað- urinn Sævar Berg gull í 200 metra bringusundi og hlaut silfur í 100 metra bringusundi. Akurnesingar bættu sig samtals fimmtán sinnum í 23 stungum, sem þykir góður árang- ur svona snemma á tímabilinu. grþ Ágúst setti nýtt Akranesmet Ágúst Júlíusson setti nýtt Akranesmet í 100m fjórsundi á Ármannsmótinu. Ágúst var valinn íþróttamaður Akraness 2014 og 2015. Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flo ttir í fötu m Vönduðu þýsku kjólfötin komin aftur Verð: 76.900,- Frímúrarar – Oddfellowar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.