Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 25 Pennagrein Við hjá Samtökum ferðaþjónust- unnar höfum átt samtöl við sveitar- stjórnarfólk og ferðaþjónustufólk að undanförnu, meðal annars á Vestur- landi. Ekki fer á milli mála að svæð- ið er komið á kortið sem valkostur í dagsferðum fyrir erlenda ferða- menn. Það má ekki síst þakka nýj- um og gömlum valmöguleikum á borð við íshellinn í Langjökli, hótel á Húsafelli, Landnámssetrið í Borg- arnesi, þjóðgarðinn á Snæfellsnesi og náttúrulaugar við Deildartungu- hver. Um leið fjölgar gististöðum og veitingastöðum, ferðamenn eru fleiri en nokkru sinni fyrr og nátt- úrufegurðin, mannlífið og menn- ingin stuðlar að jákvæðri upplifun þeirra. Ætla stjórnmálin að sitja hjá? En um leið er ástæða til að hafa áhyggjur af andvaraleysi ríkisvalds- ins gagnvart uppbyggingu innviða og úrbætur á ferðamannastöðum. Þetta hefur neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna, en ekki síður heima- manna. Fjölgun ferðamanna skap- ar álag sem opinberir aðilar þurfa að bregðast við. Það er ekki nóg að ferðaþjónustan standi sína plikt. Bæta þarf vegakerfið, fjölga bíla- stæðum, leggja göngustíga, fjölga salernum, auka öryggi, fjarlægja sorp og þar fram eftir götunum. Þetta eru aðgerðir í almannaþágu og því á höndum hins opinbera. Kjördæmisfundur um stöðu ferðaþjónustunnar Í aðdraganda alþingiskosninganna gefst einstakt tækifæri til að fá odd- vita stjórnmálaflokkanna Norð- vesturkjördæmi – kjördæmi Vestur- lands – til mæta á fund sem Samtök ferðaþjónustunnar boða til. Ætlun- in er að eiga samtal um leiðir til að tryggja eðlilegan vöxt og viðgang atvinnugreinarinnar. Fundurinn verður haldinn í Menntaskóla Borgarbyggðar í Borg- arnesi fimmtudaginn 13. október kl. 20.00. Allir eru velkomnir á fund- inn, en sérstaklega hvetjum við fólk í ferðaþjónustu og sveitarstjórnar- fólk til að láta sjá sig. Fundurinn verður í beinni útsendingu á netinu á vefsíðu SAF og sömuleiðis verður upptaka frá honum send út á sjón- varpsstöðinni N4. Vítamínsprauta fyrir landsbyggðinga Ferðaþjónustan eykur fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni. Hún heldur gjarnan í fólk sem annars væri á förum, dregur brottflutta heim og kallar á nýjar vinnufúsar hend- ur. Húsnæðismarkaðurinn fær vít- amínsprautu, verslunin styrkir stoðir sínar og það glaðnar yfir mannlífinu. Mikið er í húfi að ferðaþjónustan fái að vaxa og dafna í sátt við land og þjóð, þannig allir geti notið góðs af. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Hvernig tryggjum við gott gengi ferðaþjónustunnar á Vesturlandi? Pennagrein Ferðamenn flæða til landsins aldrei sem fyrr. Árið 2015 komu 1,3 mill. ferðamanna til Íslands og í ár er áætl- að að þeir verði um 1,7 milj. Þetta er gríðarleg aukning. Álagið hefur verið mest í Reykjavík og á Suðurlandi, sem getur tæplega tekið við fleiri ferða- mönnum, og því mun ferðamanna- straumurinn færast til Vesturlands, það er óhjákvæmilegt. Þetta vita Vest- lendingar sem eru þegar byrjaðir að byggja ný hótel og mikil áform um stækkun eldri hótela. Fáir staðir á Íslandi bjóða upp á meiri náttúrufegurð en Borgarfjörður, Snæfellsnes, Breiðafjörður og Dalirn- ir. Ferðamenn og ferðaþjónustuaðilar hafa uppgötvað þetta og beina nú aug- unum vestur. Frá Reykjavík eru þrjár vegtengingar við Vesturland: Þjóð- vegur 1 um Hvalfjarðargöng, vegur- inn um Hvalfjörð og Dragháls og veg- urinn frá Þingvöllum um Uxahryggi og Kaldadal. Einungis þjóðvegur 1 er heilsársvegur. Stórbæta þarf veg- inn frá Þingvöllum til að fá greiða leið niður í Lundareykjadal og að Húsa- felli allt árið um kring. Þarna mynd- ast skemmtilegar hringleiðir, minni og stærri, um Vesturland sumar sem vetur. Ferðamannastraumurinn vestur á Snæfellsnes er orðinn mikill enda miklar náttúruperlur á nesinu. Um- ferð flutningabíla er afar þung og mik- il hætta á ferð í umferðinni á þessum mjóu vegum. Þarna verður að gera bragarbót sem fyrst. Vaxandi umferð er um Skógarströnd á milli Stykkis- hólms og Búðar- dals en þar er veg- urinn ekki bara slæmur heldur jafn- framt stórhættulegur eins og dæmin sanna. Einnig þarf að bæta veginn um Laxárdal til að fá heilsárstengingu við Strandir og Norðurland. Eins og áður hefur komið fram eru margar náttúruperlur á Vesturlandi og stöðva ferðamenn bíla sína út í kanti eða jafnvel á miðjum veginum til að taka myndir. Það verður að byggja út- skot og setja upp merkingar sem vísa á þau. Einnig þarf að koma upp alvöru- bílastæðum þar sem mesta aðsóknin að náttúrperlum er og má þá hugsa sér að innheimta bílastæðisgjald á slíkum stöðum. Koma þarf upp upplýsinga- og þjónustumiðstöðvum í samvinnu við einkaðila eða sveitarfélög á mest sóttu svæðunum. Það er forgangsat- riði að koma upp bráðabirgða salern- isaðstöðu þar sem þörfin er mest það gengur ekki að ferðaþjónustuaðilar verði að sneiða hjá stórum svæðum þar sem engin salernisaðstaða er fyrir hendi. Viðreisn hefur skýra stefnu þeg- ar kemur að uppbyggingu ferðaþjón- ustu í landinu. Náttúran er ein af auð- lindum landsins og ber að umgang- ast hana sem slíka. Nýta þarf tæki- færi sem skapast og hámarka arðsemi í ferðaþjónustu til að byggja upp inn- viði þannig að hægt sé að taka á móti ferðamönnum með sóma. Sturla Rafn Guðmundsson. Höf. skipar þriðja sæti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Sprenging í ferða- þjónustu á Vesturlandi Haustið 1948 voru sögulegar leitir á Arnarvatnsheiði. Þá leituðu Borg- firðingar og Húnvetningar þar sam- an í síðasta sinn. Þetta voru síðustu göngur fyrir tilkomu mæðiveiki- girðinga. Frásögn af þessari sögulegu smalamennsku var sögð í Snorrastofu í Reykholti á síðasta ári í samantekt Bjarna Árnasonar frá Brennistöðum og Snorra Jóhannessonar á Auga- stöðum. Gefum Bjarna Árnasyni orðið: „Á Sunnlendingahæð (Biðholti), hitt- ust Borgfirðingar og Vatnsdælingar. Í Sunnlendingahæð var skipt leit og smöluðu Vatnsdælingar og Borgfirð- ingar sameiginlega niður í Draga- tanga. Þar tóku Borgfirðingar og Vatnsdælingar sér náttból við Lón- tjörn í Dragatanga. Gistu níu Borg- firðingar og líklega kringum ellefu Vatnsdælingar í tjöldum við Lón- tjörn. Nákvæm staðsetning þessa tjaldstaðar er löngu gleymd, en til eru myndir af leitarmönnum og tjöldum við Lóntjörn, teknar af Guðna Þórð- arsyni, sem var með í þessari síðustu sameiginlegu leit árið 1948,“ segir Bjarni. Nú í haust, í seinni Heiðarleit, var gerð leit að þessum tjaldstað sem fyrr er getið. Til hliðsjónar voru not- aðar myndir Guðna af leitarmönnum við Lóntjörn í Dragatanga. 68 árum síðar fannst tjaldstaðurinn og þar var skálað til minningar um fyrri tíma. mm/bá Tjaldstaðurinn fannst og var skálað í minningu liðinna tíma Tjöld leitarmanna í Dragatanga. Snjór er á jörð þar sem lækur liðast um lágan hvannamó. Ljósmyndina tók Guðni Þórðarson. Norðlenskir og sunnlenskir leitarmenn í Dragatanga. Þetta var síðasta sameiginlega leit þeirra en mæðiveikigirðing skildi að heiðarlönd þeirra. Ljósmyndina tók Guðni Þórðarson. Við Lóntjörn. Ljósm. Bjarni Árnason. Gunnar Bjarnason og Bjarni Árnason í seinni leit 2016. Stjórn Heimilis og skóla – landssam- taka foreldra, lýsir yfir áhyggjum af fjárhagsstöðu framhaldsskóla í land- inu. „Fram hefur komið að framlög til framhaldsskóla dugi ekki til og eru margir þeirra í greiðsluvanda. Vand- inn er ekki nýr af nálinni en árið 2013 var einnig rætt um að framhaldsskól- ar ættu í erfiðleikum með að ná end- um saman þar sem fjárframlög dróg- ust saman um 12 milljarða króna frá árinu 2007. Einnig hafa kjarasamn- ingar kennara haft áhrif á rekstur framhaldsskólanna þar sem ekki var gert ráð fyrir þeirri viðbót í rekstr- arreikningi skólanna,“ segir í ályktun samtakanna. Sjö framhaldsskólar hafa sagt frá greiðsluerfiðleikum. Aðalvandi fram- haldsskólanna er enn óleystur en rætt hefur verið um að endurskoða þurfi reiknilíkanið sem unnið er eftir þar sem forsendur hafi breyst síðan það var tekið í notkun. „Eins og staðan er í dag eiga framhaldsskólar fullt í fangi með að halda uppi lögboðinni þjón- ustu við nemendur sína, ekki síst skól- ar sem bjóða upp á námsgreinar sem kalla á mikinn efniskostnað svo sem verknám. Rekstur skóla er samfélags- legt verkefni og ríkið hefur skyld- ur gagnvart nemendum. Gæta þarf hagsmuna þeirra nemenda sem sækja nám á framhaldsskólastigi. Heimili og skóli hvetja stjórnvöld til þess að leysa vandann í samvinnu við hlutað- eigandi.“ mm Lýsa áhyggjum yfir slæmri fjárhagsstöðu framhaldsskólanna Að venju hefjast viðburðir vetrarins í Snorrastofu og víðar um sveitir fyrir alvöru þegar október færist yfir. Fyrst á dagskránni var námskeið um borg- firskar skáldkonur sem fram fór í gær, þriðjudag, í Landnámssetrinu í Borg- arnesi. Fyrsta prjóna-bóka-kaffi bók- hlöðunnar verður svo á sínum stað í Reykholti fimmtudaginn 6. október kl. 20. Prjóna-bóka-kaffið er kvöldstund í bókhlöðunni þar sem setið er við hannyrðir, spjallað í anda baðstof- unnar gömlu og heitt kaffi er á könn- unni. Það verður hálfsmánaðarlega í vetur og er öllum opið. Safnið er opið til útlána og gestir eru hvattir til að koma með hugmyndir og hugðar- efni hvers konar. Kvöldin hafa reynst góður vettvangur fyrir þá sem hafa frá einhverju fróðlegu og skemmtilegu að segja eða vilja kynna viðfangsefni sín á annan hátt. „Snorrastofa væntir góðrar við- töku þessara áhugaverður viðburða og mun á næstunni gefa út heildar- skrá viðburða vetrarins. Henni verð- ur dreift á öll heimili í héraðinu,“ segir í tilkynningu. mm Vetrarstarf Snorrastofu byrjað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.