Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201614 Líkt og undanfarinn áratug tileinkar Krabbameinsfélagið októbermánuð baráttunni gegn krabbameini í kon- um undir merkjum Bleiku slaufunn- ar. Í ár er sjónum beint að algeng- asta krabbameini íslenskra kvenna – brjóstakrabbameini. Hér á landi greinist kona með brjóstakrabba- mein á um 40 klukkustunda fresti árið um kring. „Margt hefur áunnist í baráttunni gegn brjóstakrabbameini á undanförnum árum. Lífslíkur hafa til að mynda aukist til muna. Þannig geta 90% kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein nú vænst þess að lifa lengur en fimm ár. Um 3.000 konur eru á lífi í dag sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Það er hins vegar lífsnauðsynlegt að gera enn betur: Enn látast um 40 konur úr sjúkdómnum á hverju ári,“ segir í til- kynningu frá félaginu. Öflugasta vopnið í baráttunni gegn brjóstakrabbameini er skipulögð leit til að finna krabbamein á byrjunar- stigi þegar lækning er möguleg. Brýn þörf er á að endurnýja tækjabúnað til skipulegrar leitar og er söfnunarfé Bleiku slaufunnar varið til endurnýj- unar tækja. Bleika slaufan er að þessu sinni hönnuð af Lovísu og Unni Eir gullsmiðum. Form slaufunnar tákn- ar stuðningsnetið sem mikilvægast er þeim konum sem greinast með krabbamein - fjölskylduna og sam- félagið. Slaufan kostar 2.000 krónur. Bleika slaufan er seld á fjölda sölu- staða án nokkurrar álagningar. Sölu- andvirðið rennur því óskipt til söfn- unar Krabbameinsfélags Íslands. Sölustaði Bleiku slaufunnar má finna á www.bleikaslaufan.is. mm Bleika slaufan til að fjármagna endurnýjun leitartækja Eliza Reid forsetafrú afhenti fimm konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein fyrstu bleiku slaufurnar. Þær eru í miðjunni og Eliza Reid ásamt Sigrúnu Gunnarsdóttir til vinstri og til hægri eru Lovísa og Unnur Eir hönnuðir Bleiku slaufunnar 2016. Bleika slaufan er nú hönnuð af Lovísu og Unni Eir gullsmiðum. Við Akranesvita á Breið má finna safn steina sem málaðir hafa ver- ið sem maríuhænur. Hver steinn er einnig merktur með nafni og er þeim snyrtilega raðað neðan við skilti sem á stendur „For Marek“. Það er hin pólska Linda Zarzycka sem málar steinana og kemur þeim fyrir á Breiðinni. Ástæðan? Jú, hún er að safna fyrir fársjúkum manni í Póllandi, slökkviliðsmannin- um Marek Łodygowskiego. Linda er búsett á Akranesi ásamt eigin- manni sínum, Zabol Ark Zarzycki. Hún segist sjálf ekki hafa hitt Mar- ek en heyrði sögu hans í félagsskap sem eiginmaður hennar er í, mót- orhjólaklúbbinn Unkown Bikers. Hún segir Marek vera þekktan fyrir góðmennsku sína og nú séu aðrir að reyna að hjálpa honum í veikindum sínum. „Hann starfaði sem slökkvi- liðsmaður á Wroclaw flugvellinum. Hann er góður maður, hefur hjálp- að öðrum allt sitt líf og varð nýlega afi. Hann er mótorhjólamaður og er meðlimur í sama klúbbi og mað- urinn minn, bara í Póllandi,“ segir Linda í samtali við Skessuhorn. Lyfin hans síðasta von Marek glímir við lífshættuleg- an sjúkdóm sem kallast Lou Gehrigs, sjúkdómurinn sem er blönduð hreyfitaugahrörnun. Sjúk- dómurinn ræðst á taugakerfið og veldur því að með tímanum rýrna vöðvar og lamast. Marek hefur ver- ið veikur í eitt ár og er nú hættur að geta unnið, ekið bíl og hjólað á mótorhjóli. Líf hans snýst nú ein- ungis um baráttuna við sjúkdóm- inn. „Læknar í Póllandi segja að sjúkdómurinn leiði hann til dauða og vilja ekki meðhöndla sjúkdóm- inn, þar sem þeir hafa ekki réttu lyf- in í Póllandi. Hins vegar eru lyfin til í Bandaríkjunum en eru mjög dýr þar,“ útskýrir Linda. Um er að ræða tilraunalyfið Genervon GM604 og myndi kostnaðurinn hlaupa á um tveimur milljónum íslenskra króna fyrir Marek. „Það er allt of dýrt fyr- ir hann. Hann hefur enn smá tíma án lyfjanna en sjúkdómurinn mun draga hann til dauða ef hann fær ekki þessi lyf. Það er hans síðasta von,“ útskýrir Linda. Gott að gera eitthvað skapandi Linda segir fjölskyldu Mareks, vini og samstarfsmenn, ásamt meðlim- um úr mótorhjólaklúbbnum í Pól- landi, á Íslandi, í Bandaríkjunum og Puerto Rico því hafa hrint af stað söfnun. Ekki hafi þó enn náðst að safna fyrir allri upphæðinni. Fyrir tveimur mánuðum datt Lindu því í hug að reyna að gera eitthvað skap- andi til að vekja athygli á söfnuninni. „Ég vildi gera eitthvað áhugavert til að hjálpa til. Það er ekki alltaf nóg að biðja bara um peninga, stundum hjálpar að sýna eitthvað skapandi í staðinn þannig að ég ákvað að mála þessa steina. Svona byrjaði þetta.“ Fyrir hvert framlag málar Linda því eina maríuhænu með nafni þess sem gefur, óháð upphæðinni sem gefin er. Hún segist smá hafa safnast en því miður ekki nóg. „Það er svo lítið af fólki hér sem veit af þessari söfn- un, enda á ég erfitt með að gera mig skiljanlega á íslensku,“ segir Linda sem einungis talar pólsku. Hún segir marga vegfarendur á Breið vera for- vitna þegar þeir sjái steinana en hún hafi átt erfitt með að útskýra fyr- ir þeim um hvað málið snýst vegna tungumálaerfiðleika. „En við verð- um með bás á fjölmenningarhátíð- inni á Akranesi núna í október þar sem hægt verður að fá upplýsingar um söfnunina,“ segir hún. Þeir sem halda utan um söfnunina opnuðu Facebook síðuna Road to health / Droga Do Zdrowia. Þar má finna upplýsingar um allt sem snýr að söfnuninni, ásamt myndum af Mar- ek og fleirum. Stofnaður var söfn- unarreikningur í Póllandi en vegna gjaldeyrishafta á Íslandi gæti reynst erfitt að leggja inn á hann. Þeir sem vilja leggja málefninu lið á Íslandi geta því lagt inn á íslenska reikn- ingsnúmerið: 0186 - 26 - 010192. Kt. 080469 - 3499. grþ Málar maríuhænur til styrktar Marek Rauðmáluðu maríuhænurnar hafa vakið töluverða athygli niðri á Breið. Linda málar eina maríuhænu fyrir hvert framlag sem berst í söfnunina, með nafni þess sem gefur. Linda Zarzycka er búsett á Akranesi þar sem hún málar steinana. Slökkviliðsmaðurinn Marek Łodygowskiego glímir við hættulegan taugasjúkdóm og er lyfjameðferð í Bandaríkjunum hans síðasta von.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.