Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 17 Grímshússfélagið leitar að leigjendum Stjórn Grímshússfélagsins í Borgarnesi auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að leigja Grímshús í Brákarey í Borgarnesi. Áhugasamir skulu leggja fram hugmyndir sínar og áætlanir um þá starfsemi sem þeir hyggjast hafa í húsinu. Til greina kemur að leigja húsið út til nokkurra ára ef samkomulag næst. Stærð hússins er um 167m2 auk millilofts. Húsið er frágengið að utan en óinnréttað þannig að áhugasamir geta haft nokkur áhrif á frágang að innan. Tilboðum og hugmyndum skal skila á grimshusbrakarey@gmail.com fyrir föstudaginn 7. október 2016. Grímshússfélagið SK ES SU H O R N 2 01 6 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Ingibjörg Guðjónsdóttir, hand- verkskona á Akranesi, ætlar að halda bútasaumssýningu í Fanna- hlíð í Hvalfjarðarsveit dagana 7. til 9. október næstkomandi. Á sýn- ingunni býður Ingibjörg gestum að koma og skoða hluta afrakst- urs síðustu ára. Til sýnis verða yfir hundrað dúkar og tugir teppa; allt frá barnateppum upp í hjónarúma- teppi. Engir smærri munir verða til sýnis að þessu sinni. Hægt verður að kaupa bútasaumsmuni á sýning- unni en vert er að taka fram að ein- hverjir eru fráteknir nú þegar. Ingibjörg hefur lengi stundað bútasaum og haldið margar sýn- ingar. „Ég hef saumað bútasaum síðan 1986, haldið sjö einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. Ég hef mikinn áhuga á öllu handverki og bútasaumur var nýr fyrir mér þá og eitthvað sem mig langaði að prófa. Ég féll strax fyrir bútasaumnum, fór að sauma mikið sjálf og leiðbeina öðrum og stóð til að mynda fyrir námskeiðum í mörg ár,“ segir Ingibjörg í samtali við Skessuhorn. Skemmtilegast við bútasauminn þykir Ingibjörgu að sköpunargleð- in fái að njóta sín við gerð muna sem nýtast til heimilisins. „Búta- saumsmunir eru nytjahlutir en maður getur leikið sér að formum og mynstrum, haft í öllum litum og úr mismunandi efni,“ segir hún. „Þetta er áhugamál mitt númer eitt, tvö og þrjú. Ég prjóna reyndar mikið líka og hekla en bútasaumur er aðal áhugamálið og það sem ég ver mestum tíma í,“ segir Ingibjörg að lokum. Áhugasömum er bent á að sýning Ingibjargar í Fannahlíð verður opin frá 14 til 18 á föstudaginn og frá 12 til 18 bæði á laugardag og sunnu- dag. kgk Bútasaumssýning í Fannahlíð um helgina Handverkskonan Ingibjörg Guðjónsdóttir á Akranesi. Síðastliðinn föstudag komu fulltrú- ar Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka rafverktaka í heimsókn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi og færðu öllum nemendum á rafiðnbrautum spjaldtölvu að gjöf. Allir nemendur í rafiðngreinum á landinu, samtals um 800 manns, munu í haust fá spjaldtölvur að gjöf frá SART og RSÍ fyrir hönd allra atvinnurekenda og launþega í raf- iðnaði. Tilgangur gjafarinnar er að tryggja að nemendur geti nýtt sér úrval kennsluefnis sem þegar er í boði á rafrænu formi á www.raf- magn.is og stuðla að betri námsár- angri og fjölgun nemenda í þessum greinum. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, var einn þeirra sem hélt stutta tölu á sal FVA áður en afhendingin fór fram. Í máli hans kom fram að ekki nægilega margir lykju sveinsprófi í rafvirkjun á Ís- landi eins og staðan væri í dag. Tal- ið væri að um 200 rafvirkja vant- aði á vinnumarkaðinn og því mik- ilvægt að hvetja rafiðnnema til að ljúka sveinsprófinu og tryggja sér þar með réttindi til að starfa inn- an greinarinnar. Enn fremur sagði hann að markmiðið væri að hafa allt námsefni aðgengilegt nemendum án endurgjalds og á rafrænu formi. Að svo búnu afhenti Magnús Guðjónsson, formaður Félags raf- verktaka á Vesturlandi, Hrafnhildi Arín Sigfúsdóttur, fyrstu spjaldtölv- una. Skessuhorn ræddi stuttlega við Hrafnhildi að athöfn lokinni. „Þetta er ekkert smá vegleg gjöf,“ sagði Hrafnhildur sem telur að spjaldtölv- urnar muni koma að góðum notum. „Við notum nú þegar nokkuð af því námsefni sem er aðgengilegt á þess- um vef og það verður mjög þægilegt að geta gripið í það í spjaldtölvunni. Ég sjálf mun örugglega nota efnið meira í skólanum en áður. Ég held að þetta muni nýtast nemendum vel í tímum sem og heima,“ segir hún. Hrafnhildur er á öðru ári á grunndeild rafiðna og ber nám- inu vel söguna. „Mér líkar rosalega vel. Ég var komin með leið á bók- legum greinum en rafiðn er meira mitt áhugasvið. Það er gaman að fá að vinna aðeins með höndunum og sjá strax hvernig dæmin sem maður reiknar nýtast í raunveruleikanum,“ segir Hrafnhildur að lokum. kgk Rafiðnnemar í FVA fengu spjaldtölvur að gjöf Allir rafiðnnemar FVA fengu spjaldtölvur að gjöf síðastliðinn föstudag. Með þeim á myndinni eru Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari lengst til vinstri og þeir Magnús Guðjónsson og Kristján Þórður Snæbjörnsson til hægri. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir tekur við fyrstu spjaldtölvunni úr hendi Magnúsar Guðjónssonar, formanns Félags rafverktaka á Vesturlandi. Kristján Þórður Snæbjar- narson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er með á myndinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.