Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201624 Fótboltamaraþon fór fram um helgina á vegum Snæfellsnessam- starfsins. Það var haldið í Íþrótta- húsi Snæfellsbæjar og í leiðinni voru haldnar uppskeruhátíðir hjá krökk- unum og veittar viðurkenningar. Krakkarnir spiluðu fótbolta í 22 tíma og tók meistaraflokkur karla síðustu tvo tímana fyrir þau í Reykjavík þeg- ar þeir spiluðu síðasta leik sumars- ins í Pepsídeildinni við Stjörnuna. Grillaðar voru pylsur fyrir krakkana sem þeir gæddu sér á milli leikja. Uppskeruhátíðirnar voru tvískipt- ar þetta árið og almenn ánægja með það. Í 5. flokk karla voru veittar við- urkenningar fyrir mestu framfar- ir og þær fengu Ísak í A liði yngra ár, Anton Erik A lið eldra ár, Dav- íð Svanur B lið yngra ár, Gabríel Ómar B lið eldra ár, Jónas Már C lið yngra ár, Kristinn Freyr C lið eldra ár. Fyrir mestu framfarir í 5. flokki kvenna á yngra ári fékk Sylvía Dís viðurkenningu og á eldra ári Lauf- ey Lind. Í 4. flokki kvenna fékk Sara viðurkenningu fyrir mestu fram- farir, Mýra var markahæst og Birg- itta Sól fékk viðurkenninguna leik- maður ársins. Hjá strákunum í 4. flokki fékk Ingvar Freyr viðurkenn- ingu fyrir mestu framfarirnar. Bjart- ur Bjarmi fékk tvær viðurkenningar fyrir að vera markahæstur og leik- maður ársins. Í 3. flokki kvenna sýndi Erika Rún mestu framfarir og fékk viðurkenningu fyrir það, Reg- ína var markahæst og Kristín Olsen var valin leikmaður ársins. Að lok- um fengu strákarnir í 3. flokki við- urkenningar og þar voru það Bene- dikt Björn R. sem var markahæst- ur, Arnleifur var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Pétur Steinar leik- maður ársins. Heppnaðist maraþon- ið mjög vel og gaman að ljúka sumr- inu á þennan hátt. þa Fótboltamaraþon og uppskeruhátíð Lokahóf yngri flokka Knattspyrnu- félags ÍA var haldið í Akraneshöll- inni sunnudaginn 25. september síðastliðinn. Dagskráin hófst á því að Hlynur Ben tónlistarmaður lék nokkur vel valin lög við góðar und- irtektir. Þjálfurum og aðstoðar- þjálfurum var síðan veitt gul rós og þakkað fyrir þeirra framlag. Síðan fór fram verðlaunahafhending undir stjórn Haraldar Ingólfssonar fram- kvæmdastjóra með aðstoð meist- araflokksleikmannanna Jóns Vil- helms Ákasonar og Bryndísar Rúnar Þórólfsdóttur. Bestu og efnilegustu leikmönnum hvers flokks voru veitt verðlaun sem og þeim leikmönnum sem sýndu mestar framfarir á liðnu ári. Eftirfarandir leikmenn fengu við- urkenningu á lokahófinu: 3. fl. kvk. Besti leikmaður: Fríða Halldórs- dóttir Efnilegasti leikmaður: Ásta María Búadóttir Mestu framfarir: Arna Berg Stein- arsdóttir 3. fl. kk. Besti leikmaður: Þór Llorens Þórðarson Efnilegasti leikmaður: Marteinn Theodórsson Mestu framfarir: Oskar Wasi- lewski 4. fl. kvk. Besti leikmaður: Dagný Halldórs- dóttir Efnilegasti leikmaður: Védís Agla Reynisdóttir Mestu framfarir: Ásdís Ýr Þor- grímsdóttir 4. fl. kk. Besti leikmaður: Ísak Bergmann Jóhannesson Efnilegasti leikmaður: Hákon Arnar Haraldsson Mestu framfarir: Nikulás Ísar Bjarkason 5. fl. kvk. Leikmaður ársins: Dagbjört Líf Guðmundsdóttir Leikmaður ársins: Brynhildur Helga Viktorsdóttir Leikmaður ársins: Ylfa Laxdal Unnarsdóttir 5. fl. kk. Leikmaður ársins: Ingi Þór Sig- urðsson Leikmaður ársins: Róbert Leó Gíslason Leikmaður ársins: Kristófer Áki Hlinason 6. og 7. fl. kvk. og kk. Í þessum flokkum eru ekki veittar einstaklingsviðurkenningar en all- ir iðkendur fá viðurkenningarskjal með sér heim fyrir sína ástundun við æfingar og keppni. Þór hlaut Donnabikarinn Donnabikarinn kom í hlut Þórs Llorens Þórðarsonar, leikmanns 3. flokks karla. Bikarinn er árlega veittur þeim dreng í 3.-4. flokki sem þykir hafa sýnt bestan árang- ur á liðnu ári að mati þjálfara þess- ara flokka og yfirþjálfara félagsins. Er hann veittur í minningu Gull- aldarliðs ÍA og gefinn af afkom- endum Halldórs Sigurbjörnsson- ar (Donna). Fríða fékk Stínubikarinn Stínubikarinn var veittur Fríðu Halldórsdóttur, leikmanns 3. flokks kvenna. Er hann afhentur þeirri stúlku í 3.-4. flokki sem þyk- ir hafa sýnt bestan árangur á liðnu ári að mati þjálfara flokkanna og yfirþjálfara ÍA. Var hann afhentur í fyrsta skipti í fyrra til að minn- ast þess að þá voru 34 ár liðin frá því fyrsta ÍA konan lék með lands- liðinu. Það var Kristín Aðalsteins- dóttir sem keppti fyrir Íslands hönd árið 1981. Gefandi bikarsins er Þorgeir & Ellert ehf. kgk Viðurkenningar veittar á lokahófi yngri flokka ÍA Fríða Halldórsdóttir, handhafi Stínubikarsins, og Þór Llorens Þórðarson, handhafi Donnabikarsins. Ljósm. KFÍA. Lokahóf meistaraflokka og 2. flokks karla og kvenna hjá Knatt- spyrnufélaginu ÍA var haldið síð- astliðið laugardagskvöld. Gerðu knattspyrnumenn og aðstandend- ur vel við sig í mat og drykk og glöddust saman að keppnistíma- bilinu loknu. Þá voru valdir bestu leikmenn hvers liðs og þeim veittar viðurkenningar. Garðar Gunnlaugsson var val- inn besti leikmaður meistaraflokks karla og Tryggvi Hrafn Haralds- son efnilegastur. Í meistaraflokki kvenna var Megan Dunnigan val- in besti leikmaðurinn og Bergdís Fanney Einarsdóttir efnilegust. Að mati stuðningsmanna voru Ármann Smári Björnsson og Megan bestu leikmenn meistaraflokksliðanna. Bestur í 2. flokki karla var valinn Hafþór Pétursson og Arnór Sig- urðsson efnilegastur. Kiddabikar- inn, veittur fyrirmyndarleikmanni ársins, kom í hlut Guðfinns Þórs Leóssonar. Sandra Ósk Alfreðsdóttir var val- in besti leikmaður 2. flokks kvenna og Bergdís Fanney Einarsdóttir efnilegust. TM-bikarinn, veittur fyrirmyndarleikmanni ársins, fékk Halla Margrét Jónsdóttir. Þá voru veittar leikjaviðurkenn- ingar þeim leikmönnum sem leik- ið hafa 100 leiki eða fleiri íklæddir gulu treyjunni. Gréta Stefánsdótt- ir og Maren Leósdóttir hafa leikið 100 leiki, Ármann Smári 150 leiki, Garðar Gunnlaugsson og Arnar Már Guðjónsson 250 leiki og Jón Vilhelm Ákason hvorki fleiri né færri en 300 leiki. Að lokum voru veitt dómara- verðlaun. Ívar Orri Kristjánsson var valinn besti dómarinn, Sveinn Þór Þorvaldsson verðmætasti dóm- arinn og Helgi Ólafsson næstverð- mætastur. kgk Garðar og Megan valin best á lokahófi ÍA Bestu og efnilegustu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna. F.v. Ármann Smári Björnsson, bestur að mati stuðningsmanna, Bergdís Fanney Einarsdóttir og Tryggvi Hrafn Haraldsson efnilegustu leikmennirnir. Til hægri eru síðan bestu leik- mennirnir; Megan Dunnigan, sem einnig var valin best að mati stuðningsmanna, og Garðar Gunnlaugsson. Ljósm. KFÍA. Meistaraflokkur Víkings í Ólafs- vík hélt lokahóf sitt á laugardags- kvöldið þar sem haldið var upp á árangurinn og viðurkenningar veittar. Sex leikmenn fengu viður- kenningar fyrir tímamótaleiki með liðinu. Það voru þeir Egill Jóns- son sem hefur leikið 50 leiki, Ken- an Turudija 50 leiki, Emir Dok- ara, Þorsteinn Már Ragnarson og Björn Pálsson hafa leikið 150 leiki og Tomasz Luba 200 leiki. Markakóngur Víkings 2016 var Hrvoje Tokic en hann fékk einn- ig bronsskóinn í deildinni. Vignir Snær Stefánsson var valinn efni- legasti leikmaðurinn og leikmað- ur ársins 2016 var markvörðurinn Cristian Martinez Liberato. Verð- ur þetta að teljast góður árangur hjá Víking Ólafsvík. þa Viðurkenningar í lokahófi Víkings

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.