Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201616 heyra foreldra sína tala um bæinn. Börnin skynja alveg ef umræðan er neikvæð,“ bæta þau við. „Mér brá aðeins við hve margir voru nei- kvæðir í garð bæjarins fyrst eftir að við fluttum hingað. Hér er allt sem þarf og meira til,“ segir Sigrún. Skemmtilegur smábæjarbragur Sigrún er uppalin í Stykkishólmi og Hlynur á Norðfirði og þekkja hjón- in til víða um land. Vekja þau máls á því á því að Skagamenn líti nærum- hverfi sitt almennt bjartari augum en gengur og gerist í mörgum bæj- um landsins. „Íbúarnir eru almennt mjög jákvæðir en það er ennþá þessi skemmtilegi smábæjarbrag- ur á Akranesi þar sem allir þekkja alla, fólk er stolt af bænum sínum en á sama tíma talar það ákveðna hluti niður. Sem er mjög skrýtið og skemmtilegt en einkennandi fyr- ir flest bæjarfélög á landinu,“ segja þau. Birtist þetta einkenni ekki að- eins í orðum heldur einnig í gjörð- um. „Ég þekki það bara af minni reynslu sem tónlistarmaður að það er alltaf aðeins flottara að fá að- komumenn til að halda tónleika en heimamenn, jafnvel þó að í bænum sé að finna hæfileikaríkt tónlistar- fólk. Menn halda að það mæti eng- inn til að skemmta þeim ef það eru heimamenn sem sjá um skemmt- unina. Mér finnst það eiga við hér líka, eins og svo víða annars stað- ar. Hér er mjög frambærilegt tón- listarfólk, frábær tónskóli og vel væri hægt að halda viðburði með tónlistarfólki úr bænum í hverjum mánuði,“ segir Hlynur. Sjálfur hefur hann alloft komið fram á Akranesi eftir að hann flutt- ist þangað. „Ég hef mikið spilað á Vitakaffi og þá helst sem trúbador. Það hefur yfirleitt verið vel sótt og mikil og góð stemning. Greini- legt að Skagamenn kunna vel að skemmta sér,“ segir hann og hlær við. „En að öllu gríni slepptu þá er dagskrá núna alla helgina á báðum skemmtistöðum bæjarins og þar að auki stórtónleikar í Bíóhöllinni. Ég tel það bara gott í sjö þúsund manna bæ,“ bætir hann við. Stefnir á að opna gallerí í bílskúrnum Þegar Hlynur er ekki að leika fyrir dansi vítt og breitt um landið starf- ar hann á lager hjá stoðtækjafyrir- tækinu Össuri í Reykjavík. „Ég tek strætó á milli og finnst það æðis- legt. Tíminn í og úr vinnu nýtist vel í að svara tölvupóstum og öðr- um fyrirspurnum sem tengjast tón- listinni,“ segir hann. Sigrún starf- ar sem stuðningsfulltrúi í Brekku- bæjarskóla í hlutastarfi og læt- ur vel af því. „Þetta er góður skóli og virkilega gott fólk sem vinn- ur þarna,“ segir hún og bætir því við að starfið hafi auðveldað henni að kynnast fólki. „Við vorum vör- uð við því að Skagamenn gætu ver- ið dálítið lokaðir en það samræm- ist alls ekki okkar reynslu. Kannski af því við höfum einmitt lagt okkur fram um að kynnast öðrum, frekar en að bíða eftir að það gerist bara. Við viljum að börnin okkar kynnist öðrum börnum, eignist leikfélaga og þannig komust við í samband við aðra foreldra og eigum orðið góða vini og kunningja hér á Akra- nesi,“ segja þau. Þegar fram í sækir hyggst Sigrún hins vegar einbeita sér að sínu aðal starfi sem er framleiðsla og sala á skartgripum úr leðri og roði und- ir merkinu Krí krí & Kram. „Það hefur verið mitt aðal starf síðustu ár. Svo byrjaði ég í Brekkó í haust, kannski ekki síst einmitt til að kynn- ast fólki,“ segir hún. „Þú ert eigin- lega bara í svona dagvistun þarna í skólanum,“ skýtur Hlynur að léttur í bragði og Sigrún játar hlæjandi. „En ég stefni á að opna í framtíð- inni gallerí í bílskúrnum svo fólk geti rekið inn nefið og skoðað hvað er í boði. Hvenær það verður er þó ekki ákveðið,“ segir hún. Mun- irnir eru unnir úr íslensku leðri og roði og mest seldir í gegnum netið. Sendir hún vörur út um allan heim. „Eftirspurnin er alltaf að aukast og þetta er það sem ég stefni á að gera í framtíðinni í fullu starfi,“ segir hún. Það er ljóst að hjónin una hag sínum vel í bænum og þau segj- ast vera búinn að festa þar rætur. „Við erum farin að líta á okkur sem Skagamenn og börnin okkar munu alast upp sem Skagamenn. Hér er okkar heimili til frambúðar og við erum mjög ánægð á Akranesi,“ segja Sigrún og Hlynur að lokum. kgk Hunda- og kattaeigendur athugið SK ES SU H O R N 2 01 6 Mánudaginn 17. október og miðvikudaginn 19. október næstkomandi verður hunda- og kattahreinsun í þjónustumiðstöð Akraness að Laugarbraut 6 (gamla slökkvistöðin). Samkvæmt 15. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 941/2002 er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega og er það innifalið í leyfisgjaldi. Gunnar Gauti Gunnarsson dýralæknir annast hreinsunina. Kattahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, mánudaginn 17. október og hundahreinsun verður frá kl. 17:00-21:00, miðvikudaginn 19. október. Dýralæknir býður einnig upp á bólusetningar (ath. að greiða þarf með peningum): Bólusetningu vi• ð Smáveirusótt (Parvo), lifrarbólgu, hótelhósta, hundafári og kattafári, verð kr. 3.000. Ófrjósemiss• prautu, verð kr. 2.500 - 4.000. Örmerkingu hunda og katta, verð kr. 4.500.• Perlutex ófrjósemistöflur fyrir hunda og ket• ti, verð kr. 2.000. Óskráðir hundar og kettir eru velkomnir og geta eigendur þeirra nálgast skráningargögn á staðnum. Dýraeigendur hunda og katta eru hvattir til að kynna sér samþykktir um hunda- og kattahald á Akranesi á vef Akraneskaupstaðar. Seinni hreinsun verður laugardaginn 5. nóvember, nánar auglýst síðar. Nánari upplýsingar veita dýraeftirlitsmaður í síma 898-9478 eða dýralæknir í síma 892-3230. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Hjónin Sigrún Þrastardóttir og Hlynur Benediktsson fluttust á Akranes snemma hausts á síðasta ári ásamt börnum sínum. Láta þau bæði mjög vel af bænum og eru ófeimin við að leyfa fólki að heyra það. Hafa þau undanfarið ár einsett sér að einblína á kostina við staðinn, fremur en þá fáu ókosti sem þau segjast hafa rekið sig á. Skyldi því engan undra að þau bera Akranesi mjög vel söguna. Skessuhorn hitti Sigrúnu og Hlyn að heimili þeirra á Vesturgötu síðastliðinn fimmtudag og fékk að heyra þeirra upplifun af bænum. En af hverju ákváðu þau að flytja á Akranes í upphafi? „Ástæðan var nú einfaldlega sú að við vorum að sprengja utan af okk- ur íbúðina í Reykjavík og vorum farin að líta í kringum okkur eftir stærra húsnæði. Þegar við fórum að skoða þetta sáum við að við gát- um selt 80 fermetra íbúðina okkar og keypt einbýlishús með garði í staðinn,“ segir Hlynur. „Þannig að frumástæða þess að við fórum að velta því fyrir okkur að flytja hing- að er ekki meira spennandi en það,“ bætir Sigrún við og brosir. Í fram- haldinu fóru þau að kanna nærum- hverfið og spyrjast fyrir um hvern- ig málunum væri háttað á Akranesi. „Systir mín býr hér og hefur alltaf látið vel af bænum. Einnig höfðum við heyrt vel látið af skólunum og þegar við könnuðum málið sáum við að það var fyllilega verðskuldað. Einnig sýndist okkur að öll þjónusta sem hér er veitt, allt frá sérþjón- ustu innan veggja skólans til spítal- ans, væri mjög góð,“ segir Hlynur. „Við ákváðum því að flytja hingað og sjáum alls ekki eftir því,“ segir Sigrún. „Þetta er einhvern veginn miklu manneskjulegra allt saman en það sem við höfðum rekið okk- ur á í höfuðborginni. Allir boðnir og búnir að stíga þetta auka skref til að manni líði vel,“ segir Hlynur. „Fólkið er ótrúlega vinalegt og við eigum orðið marga vini hér á Akra- nesi,“ bætir Sigrún við. Fylgir alltaf eitthvað „en“ En glöggt er gests augað og einu hafa þau höggvið eftir í samskipt- um sínum við Akurnesinga á und- anförnu ári. „Þrátt fyrir að okk- ar reynsla sé sú að Skagamenn séu flestir mjög jákvæðir og opnir og almennt jákvæðari en íbúar á flest- um stöðum sem við höfum kynnst, þá fylgir alltaf eitthvað „en“. Þeir segja allt gott um flesta hluti en svo kemur þetta „en“ og þá fær mað- ur að heyra um það sem þeim þyk- ir ekki í lagi,“ segja þau og bæta því við að athugasemdirnar beinist iðu- lega að bænum sjálfum, ekki íbúun- um. „Það eina sem við höfum rek- ið okkur á að sé ekki nógu gott eftir að við fluttum hingað eru göturnar og það er verið að laga þær,“ seg- ir Hlynur og Sigrún tekur í sama streng. Sér í lagi segjast þau hafa fundið fyrir þessu fyrst eftir að þau fluttust búferlum. „Fólk hljómaði oft undrandi þegar við sögðumst vera nýflutt hingað,“ segir Hlynur. „Fólk sagði ekki beint „af hverju í ósköpunum eruð þið að flytja hing- að?“ en tónninn sagði manni að það var það sem fólk meinti. Það voru margir undrandi,“ segir Sig- rún og brosir. Þau segjast sjálf leggja sig fram um að vekja máls á því jákvæða í umhverfinu og nærsamfélaginu, ekki síst þegar þau tjá sig á sam- félagsmiðlum. „Málið með um- ræðu um bæinn á netinu er að börnin geta séð þetta og það hefur ekki góð áhrif á þau að sjá pabba og mömmu og fleiri tala hluti niður,“ segja þau. „Það sama á við ef þau „Fólkið er ótrúlega vinalegt og við eigum orðið marga vini hér á Akranesi“ - segja hjónin Sigrún og Hlynur sem fluttu á Akranes fyrir ári Hjónin Sigrún Þrastardóttir og Hlynur Benediktsson létt í bragði á heimili þeirra á Akranesi. Fjölskyldan á góðri stund. Sigrún og Hlynur ásamt börnum sínum þremur, þeim Rakel Helgu, Þresti Nóa og Benedikt Mána.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.