Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. ÍA tók á móti KR í lokaleik Pepsi deildar kvenna í knattspyrnu síð- asta föstudag. Skagakonur áttu ekki möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en hefðu með sigri getað tekið KR með sér niður í 1. deild. Sú varð hins vegar ekki raunin því eftir æsispennandi leik tókst gestunum að tryggja sér nauman sigur með þrem- ur mörkum gegn tveimur og halda sæti sínu í efstu deild. Skagakonur mættu mun ákveðn- ari til leiks en gestirnir og réðu lög- um og lofum á vellinum á upphafs- mínútunum. Þær komust síðan yfir strax á 12. mínútu leiksins. Varnar- maður KR skallaði boltann frá en beint á Catherine Dyngvold sem tók hann á brjóstkassann og lét vaða af 25 metra færi og í fjærhornið. Stórglæsi- legt mark. Nokkuð jafnræði var með liðun- um fyrst eftir markið áður en KR- ingar sóttu smám saman í sig veðr- ið og áttu tvö góð færi seint í hálf- leiknum. Það var hins vegar ÍA sem jók forskotið á 40. mínútu leiksins. Rachel Owens átti skot að marki og í fyrstu virtist það ekki ætla að valda Ingibjörgu Valgeirsdóttur, markverði KR, teljandi vandræðum. Hún náði hins vegar ekki að halda boltanum og hann lak yfir marklínuna. ÍA leiddi því með tveimur mörkum gegn engu í leikhléinu. KR stúlkur mættu mjög ákveðnar til leiks í síðari hálfleiks og minnkuðu muninn strax á 51. mínútu þegar Jor- dan O‘Brien skoraði beint úr auka- spyrnu. Næstu mínútur voru fjör- ugar. Markið virtist vekja Skagakon- ur til lífsins og munaði engu að þær bættu við eftir atgang í vítateig gest- anna. KR fékk sömuleiðis sín tæki- færi og að lokum fór svo að þær nýttu þau. Á 70. mínútu jafnaði Ásdís Kar- en Halldórsdóttir með marki eftir hornspyrnu og KR eygði möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fjór- um mínútum varði Ásta Vigdís vel úr dauðafæri. Boltinn féll fyrir fætur Söru Lissy Chontosh sem skaut í Sig- ríði Maríu Sigurðardóttur og þaðan í netið. Ótrúlegt mark en dugði KR til að sigra leikinn og þar með halda sæti sínu í deildinni. Skagakonur aft- ur á móti óheppnar að fá ekkert fyrir sinn snúð. Keppni í Pepsi deild kvenna er þar með lokið þetta sumarið og hafnaði ÍA í 10. og neðsta sæti deildarinnar með átta stig. Þær leika því í 1. deild næsta sumar. kgk Grátlegt tap í lokaleiknum Catherine Dyngvold í þann mund að skora fyrsta mark leiksins með glæsilegu langskoti. Ljósm. gbh. Þórður Þorsteinn Þórðarson, leik- maður ÍA, hefur verið valinn í loka- hóp U21 árs landsliðs karla í knatt- spyrnu sem mætir Skotum í dag, miðvikudaginn 5. október, og Úkra- ínumönnum þriðjudaginn 11. októ- ber. Frá þessu er greint á heimasíðu knattspyrnufélagsins. Verða það tveir síðustu leikir liðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina 2017 sem fram fer í Póllandi. Fyrir leikina er Ísland í þriðja sæti riðilsins þremur stigum á eftir toppliði Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frökkum. Ísland á hins vegar tvo leiki til góða á bæði liðin og á því ágæta möguleika á að komast í lokakeppnina. Sigurlið hvers riðils tryggir sér sjálfkrafa þátttökurétt en þau fjögur lið sem hafa bestan árang- ur í öðru sæti komast í umspil um tvö laus sæti. Þórður kom inn í meistaraflokkslið ÍA á síðasta ári og vakti frammistaða hans athygli. Þá lék hann fyrst og fremst stöðu bakvarðar en var færð- ur framar á völlinn í sumar og hefur byrjað flesta leiki á hægri kantinum. Hann hefur komið við sögu í 19 leikj- um það sem af er sumri og skorað í þeim þrjú mörk. Þórður hefur áður verið valinn í U21 árs landsliðið, fyrir leikina gegn Norður-Írum og Frökk- um í byrjun septembermánaðar, en kom ekki við sögu í þeim leikjum. „Við óskum Þórði til hamingju með valið og vonumst til að sjá hann fá tækifæri til að sýna hvað í honum býr inni á vellinum að þessu sinni,“ segir á heimasíðu KFÍA. kgk Þórður Þorsteinn valinn í U21 árs landsliðið Þórður Þorsteinn fagnar marki í sumar ásamt liðsfélögum sínum. Ljósm. gbh. Lokaumferð Pepsí deildar karla í knattspyrnu var spiluð á laugardag- inn. Fyrir þessa umferð gat það orð- ið hlutskipti Víkings Ólafsvík eða Fylkis að falla í Inkassó deildina, þ.e. 1. deild. Þrátt fyrir 4:1 tap Víkings gegn Stjörnunni heldur liðið áfram í Pepsí deild þar sem Fylkir tapaði á sama tíma á útivelli 3-0 fyrir KR. Það var svo Valsarinn Sigurður Eg- ill Lárusson sem tryggði þeim rauð- klæddu sigur á Skagamönnum í 1:0 sigri. Niðurstaðan í leiknum breyt- ir litlu fyrir Skagamenn sem höfnðu í 8. sæti deildarinnar með 31 stig. Gleði manna beindist því að því að fagna með Garðari Gunnlaugssyni sem skoraði flest mörk allra í deild- inni í sumar, eða 14 talsins, og fékk því hinn eftirsótta gullskó afhentan að leik loknum. Það eru því Þróttur og Fylkir sem falla niður um deild og hafa hlut- verkaskipti við KA og Grindavík sem sigruðu í 1. deildinni. FH er öruggur Íslandsmeistari með 43 stig á toppnum, Stjarnan er í öðru sæti með 39 stig, KR í því þriðja með 38 og Fjölnir í fjórða sæti með 37 stig. Víkingur Ólafsvík varð í tíunda sæti með 21 stig, tveimur stigum meira en Fylkir. mm Víkingur og ÍA áfram í deild þeirra bestu Svipmynd úr leik Víkings og Stjörnunnar. Ljósm. af.Garðar Gunnlaugsson með gullskóinn að loknum leik ÍA og Vals á laugardag- inn. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð. Spá formanna, þjálfara og fyrirliða í Domino‘s deildum og 1. deild- um karla og kvenna fyrir tímabil- ið 2016-2017 var kynnt á blaða- mannafundi í hádeginu á mánu- daginn. Ríkjandi Íslands- og bik- armeisturum Snæfells í körfu- knattleik kvenna er spáð efsta sæti deildarinnar nokkuð afgerandi. Hlaut liðið 186 stig í kosningunni og hlýtur að teljast sigurstranglegt sem ríkjandi Íslandsmeistari. Athygli vekur að nýliðum Skalla- gríms er síðan spáð öðru sæti deild- arinnar, með 141 stig í kosningu formanna, þjálfara og fyrirliða. Ekki er algengt að nýliðum sé spáð svo góðu gengi en Skallagrímsliðið hefur styrkt sig mikið frá því það sigraði 1. deildina í vor, fengið þrjá landsliðsmenn auk fyrrum leik- manns bandaríska landsliðsins. Ef spámennirnir reynast gets- pakir munu Vestlendingar því eiga tvö bestu lið landsins í körfuknatt- leik kvenna næsta vor. Liðin mæt- ast einmitt í fyrstu umferð í dag, miðvikudaginn 5. október. Leikur- inn fer fram í Borgarnesi og hefst kl. 19:15. Karlaliðunum spáð falli Önnur staða er uppi í spánni fyrir Domino‘s deild karla. Stjörnunni er spáð efsta sæti deildarinnar og Íslands- og bikarmeisturum KR öðru sætinu. Báðum Vesturlands- liðunum er hins vegar spáð falli. Snæfelli er spáð 12. og neðsta sæti með 44 stig í kosningunni en ný- liðum Skallagríms næstneðsta sæti með 96 stig. Líklega mun þó hvor- ugt liðanna una þessari spá og gera hvað sem í þeirra valdi stendur til að gera betur og að minnsta kosti halda sæti sínu í deildinni. Að lokum er liði ÍA spáð 7. sæti 1. deildar karla með 117 stig í kosningunni, örfáum stigum færra en næstu lið fyrir ofan en langtum fleiri en liðum Vestra og Ármanns sem spáð er tveimur neðstu sætun- um. Fjölni, sem lagði ÍA í fyrri um- ferð úrslitakeppninnar í vor áður en það tapaði fyrir Skallagrími í úrslitaeinvíginu, er hins vegar spáð beint upp í úrvalsdeild. kgk/ Ljósm. úr safni Vesturlandsliðunum spáð tveimur efstu sætunum Snæfell vann tvöfalt síðasta vetur, bæði Íslands- og bikarmeistaratitil kvenna. Hér fagnar liðið bikarmeistaratitlinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.