Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201630 „Ert þú búin(n) að ákveða hvað þú ætlar að kjósa í komandi Alþingiskosningum?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Ólöf Vala Schram: „Nei, ég er ekki búin að því. Ég er búin að vera að reyna að fylgj- ast með umræðunum og það er eiginlega um of margt að velja, nánast allir bókstafir stafrófsins eru í boði.“ Snæfell hefur samið við landsliðs- konuna Pálínu Maríu Gunnlaugs- dóttur um að leika með liðinu í Domino‘s deild kvenna á kom- andi vetri. Pálína er 29 ára og leik- ur stöðu bakvarðar. Hún lék með Haukum á síðasta tímabili, skoraði 10,9 stig að meðaltali í leik og hef- ur verið einn besti leikmaður lands- ins undanfarin ár. Sem leikmaður Hauka mætti Pálína liði Snæfells í úrslitaviðureigninni um Íslands- meistaratitilinn í vor. Snæfell sigr- aði sem kunnugt er þá viðureign í oddaleik. Í samtali við Skessuhorn skömmu eftir að bikarinn fór á loft sagði Haiden Palmer, þáverandi leikmaður Snæfells og mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar, að Pálína væri sterkasti mótherji sem hún hefði spilað gegn hér á landi. „Pálína er frábær varnarmaður og leikmaður. Það var virkileg áskorun að spila gegn henni og gerði mig að betri leikmanni,“ sagði Haiden. Pálína gerði eins árs samning við Snæfell og það er ljóst að hún verð- ur Íslands- og bikarmeisturunum mikill liðsstyrkur. Berglind framlengir Bakvörðurinn Berglind Gunnars- dóttir hefur jafnframt framlengt samning sinn við Snæfell til eins árs og mun leika með liðinu í vetur. Berglind er 23 ára gömul og upp- alin hjá Snæfelli. Hefur hún leikið með liðinu allan sinn feril og þrisv- ar sinnum hampað Íslandsmeistara- titlinum og einu sinni bikarmeist- aratitlinum. Þá er hún enn frem- ur leikmaður íslenska landsliðsins. Berglind skoraði 8,9 stig og tók 4,9 fráköst að meðaltali í leik í fyrra. kgk Pálína í Snæfell og Berglind framlengir Pálína María og Berglind ásamt Gunnari Svanlaugssyni formanni kkd. Snæfells. Ljósm. Snæfell á Facebook. Íslands- og bikarmeistarar Snæ- fells í körfuknattleik kvenna sigr- uðu Grindavík þegar leikið var um Meistara meistaranna síðastliðinn sunnudag. Í þeim leik mætast Ís- lands- og bikarmeistarar síðasta árs, en þar sem Stykkishólmsliðið hampaði báðum titlunum var liðið úr úrslitum bikarkeppninnar fengið til að etja kappi við Snæfell. Nokkur haustbragur var á leik beggja liða framan af og þau voru lengi að finna taktinn. Fyrri hálf- leikur var nokkuð jafn en Snæfell hafði þó heldur yfirhöndina og leiddi með fimm stigum í leikhléi, 37-32. Snemma í síðari hálfleik náði Snæfell að slíta sig frá Grinda- víkurliðinu með góðum kafla þar sem liðið skoraði níu stig gegn tveimur. Liðið fann taktinn í sókn- inni og Grindvíkingar máttu hafa sig alla við að halda í við Snæfell. Lagði það grunn að góðum sigri, 70-60. Leikurinn var fyrsti leikur Taylor Brown með Snæfelli og lék hún afar vel, skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Næst henni kom fyrirliðinn Gunnhild- ur Gunnarsdóttir með 15 stig, sjö fráköst, sex stoðsendingar og fimm stolna bolta. Snæfellsliðið hefur með sigri á sunnudag bætt enn einum bik- arnum í safnið og ætti nafnbótin Meistarar meistaranna að gefa lið- inu aukið sjálfstraust þegar haldið er inn í nýtt tímabil. Liðið hefur leik í Domino‘s deildinni í dag, miðviku- daginn 5. október, þegar það heim- sækir nýliða Skallagríms. Vestur- landsslagurinn hefst kl. 19:15. kgk/ Ljósm. KKÍ. Snæfell sigraði keppnina um Meistara meistaranna Fjölmargir stuðningsmenn Vík- ings Ólafsvík mættu á Samsung völl- inn í Garðabæ þegar Ólsarar mættu Stjörnunni í lokaleik Pepsi deildar- innar í fótbolta. Víkingur var í fall- hættu fyrir leikinn og þurfti helst sig- ur til að þurfa ekki að treysta á úrslit í leik Fylkis og KR. Stuðningsmenn væntu þess að Víkingar mættu brjál- aðir til leiks og myndu klára mótið með sigri. En Víkingsmenn voru með þrjá leikmenn í banni á laugardaginn. Eins og sagt er kemur maður í manns stað, en það var ekki reyndin í þess- um leik. Víkingsmenn sýndu ágæta baráttu fyrst í stað, en síðan var allur vindur úr liðinu og Stjörnumenn voru sterkari á öllum sviðum. Var vörn Víkings frekar máttlaus, leikmenn úr takti og það var eins og þeir vildu bara komast heim í frí. Stuðningsmenn Víkings reyndu þrátt fyrir allt að hvetja liðið áfram en það hafði lítil áhrif á leikmenn, sem stóðu sig sem hetjur fyrri hluta móts- ins, en síðari hlutinn var alveg skelfi- legur því liðið náði aðeins í fjögur stig í seinni umferð mótsins. Stuðn- ingsmenn Víkings fylgdust vel með leik KR og Fylkis og vonuðu að KR myndi sigra Fylki því þá félli Fylk- ir niður um deild og Víkingur héldu sæti sínu. Sú varð raunin og þrátt fyrir 4-1 tap Víkings gegn Stjörnunni kom það ekki að sök því KR vann Fylki örugglega með þremur mörkum gegn engu. Bæði liðin fögnuðu því að leikslokum. Stjarnan náði Evrópusæti og Víkingur heldur sæti sínu meðal þeirra bestu, en litlu mátti nú muna. Ejub þjálfari Víkings sagði við fréttaritara að leik loknum að hann hefði ekki búist við miklu úr þessum leik og það verði gerðar stórar breyt- ingar á liðinu fyrir næsta tímabil. af Víkingsmenn þurftu að treysta á KR í lokaleiknum Leikmenn Víkings þakka stuðningsmönnum sínum eftir leikinn á móti Stjörnunni. Vigfús Örn fylgist spenntur með gangi mála í leik KR og Fylkis. Stuðningsmenn Víkings hvöttu sína menn óspart áfram. Cristian Martinez Liberato var frábær í marki Víkingsmanna í sumar og var kosinn besti leikmaður Víkings á lokahófinu að leik loknum. Fyrrum leikmenn Víkings voru mættir til þess að hvetja liðið áfram. Þarna eru þeir Rúnar Elíasson og Gunnar Gunnarsson. Unnur Smáradóttir: „Nei, ég er ekki búin að ákveða það enn. Það er tvennt sem ég gæti hugsað mér að kjósa en ég er ekki búin að gera upp við mig hvor kosturinn verður fyrir val- inu.“ Þórður Eiríksson: „Já, ég ætla að kjósa Vinstri græna. Konan mín er á lista hjá þeim.“ Guðmundur Sigurjónsson: „Nei, ég er ekki kominn með það á hreint enn, enda held ég að það sé um eina 13 flokka að velja eða svo. En ég er að nálgast niðurstöðu.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.