Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 05.10.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 201612 Eins og fram kom í frétt Skessu- horns í síðustu viku hefur Úrskurð- arnefnd um umhverfis- og auð- lindamál fellt úr gildi breytingu Borgarbyggðar á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 57-59 í Borgar- nesi. Er deiliskipulagið ekki talið samrýmast gildandi aðalskipulagi. Jarðvegsframkvæmdir og sökkulv- inna var þá byrjuð á svæðinu þar sem reisa átti hótel, þjónusturými og íbúðablokk fyrir eldri borgara. Þegar úrskurðurinn lá fyrir föstu- daginn 23. september voru fram- kvæmdir stöðvaðar á meðan menn færu yfir áhrif hans. Þegar breytt deiliskipulag er fellt úr gildi tekur það eldra þegar við. Samkvæmt því var gert ráð fyrir allt að sex hæða byggingu á lóðinni Borgarbraut 59, eða einni hæð meira en til stóð að byggja samkvæmt því skipulagi sem nú hefur verið dæmt ólögmætt. Þar sem byggingarleyfi var ekki fellt úr gildi halda framkvæmdir áfram við Borgarbraut 59 og verður hótel reist á lóðinni. „Við munum halda áfram með hótelbygginguna á Borgarbraut 59 og það er engan bilbug á okk- ur að finna,“ sagði Jóhannes Freyr Stefánsson hjá SÓ húsbyggingum í samtali við Skessuhorn síðastliðinn fimmtudag. „Teikningum hefur nú þegar verið breytt og íbúðablokk á Borgarbraut 57 og þjónusturými á jarðhæð verið fellt út. Lokið verð- ur við frágang á þeim einingum sem nú er búið að reisa í grunnin- um og þær tryggðar gagnvart veðri og vindum. Nú vinnum við sam- kvæmt því skipulagi sem samþykkt var fyrir um áratug síðan og byggir á hugmyndum sem Borgarland og Kaupfélag Borgirðinga höfðu þá um byggingar á lóðunum,“ segir Jóhannes Freyr. „Í húsinu á lóðinni Borgarbraut 59 verða bílastæði og geymslur í kjallara. Þjónusturými sem vera átti á jarðhæð fellur út og 85 herbergja hótel kemur á hæðirn- ar þar fyrir ofan. Hugsanlega verð- ur sjöttu hæðinni nú bætt við enda heimilar núgildandi skipulag slíkt. Nú stefnum við ótrauðir á að ljúka við hótelbygginguna og taka nýtt hótel í notkun næsta sumar,“ segir Jóhannes Freyr. Hjónin Snorri Hjaltason og Bryn- hildur Sigursteinsdóttir munu eiga hótelið sem nú er byrjað að byggja og hafa þau þegar ráðið í starf hót- elstjóra Garðar Gunnlaugsson knattspyrnumann frá Akranesi sem jafnframt er sérmenntaður í hótel- rekstri. Hætt við vegna andstöðu íbúa Frétt um það sem að ofan grein- ir birtist upphaflega á vef Skessu- horns síðastliðinn miðvikudag. Í framhaldi birtingar hennar vildi Guðsteinn Einarsson kaupfélags- stjóri og framkvæmdastjóri Borg- arlands koma því að varðandi mál- ið að Borgarland féll á sínum tíma frá áformum um byggingu háreists húss á lóðinni Borgarbraut 59, vegna andstöðu íbúanna við þau áform. „Munurinn á okkur og þeim sem nú ætla að byggja, er að sá að nú á að ryðjast áfram með verk sem er í mikilli andstöðu við vilja íbúa og nágranna byggingareitsins, en við hjá Borgarlandi tókum einmitt tillit til athugasemda þeirra á sínum tíma og hættum við verkið,“ sagði Guðsteinn. Ekki kristileg uppljómun Vegna þessara ummæla Guð- steins kaupfélagsstjóra vildi Jó- hannes Freyr Stefánsson hjá SÓ húsbyggingum svara ávirðing- um kaupfélagsstjórans: „Það get- ur vel verið rétt hjá kaupfélags- stjóra að stjórnendur kaupfélags- ins séu almennt betri manneskjur en við sem stöndum nú fyrir upp- byggingu miðsvæðis Borgarness. Ég tel þó þessi manngæði umfram okkar ekki hafa ráðið úrslitum um það að stjórn kaupfélagsins hætti við uppbyggingu á Borgarbraut á sínum tíma. Að öllum líkindum hefur rúmlega 70 milljóna króna greiðsla sem kaupfélagið fékk fyr- ir lóðina með því aukna bygging- armagni sem Kaupfélagsskipulagið gerði ráð fyrir, haft mun meiri vigt en þessi kristilega uppljómun. Þetta er í daglegu tali kallað lóðabrask og er ekki í eina skiptið sem kaupfélag- ið hefur gert sameiginlegar eign- ir íbúa að sinni féþúfu með sama hætti. Allir geta flett upp gömlum greinum talsmanna kaupfélagsins á vef Skessuhorns frá þessum árum og séð hversu bljúg umræðan var af hálfu kaupfélagsis. Ég sé engan tilgang í að munnhöggvast frekar við þetta félag á þessum vettvangi, enda á ekki að taka ákvarðanir um skipulagsmál í Borgarnesi á lokuð- um stjórnarfundum kaupfélagsins,“ sagði Jóhannes Freyr. mm Halda áfram með byggingu hótelhlutans í miðbæ Borgarness Búið að reisa einingar í kjallara. Hér er horft í norður yfir framkvæmdasvæðið við Borgarbraut 57. Þessi mynd var tekin sl. fimmtudag. Ljósm. Þorleifur Geirsson. Úthlutað hefur verið styrkjum úr sjóðnum „Forritarar framtíðarinn- ar“ fyrir árið 2016. Sjóðnum bárust um 30 umsóknir í þessari úthlut- un, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals tæplega tólf milljónir króna, en þeir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kenn- ara til forritunarkennslu fyrir nem- endur. Að þessu sinni fengu fjórtán grunnskólar úthlutað og eru þrír þeirra á Vesturlandi; þ.e. Auðar- skóli, Grunnskóli Borgarfjarðar og Heiðarskóli. Í skýrslu evrópska skólanets- ins (European Schoolnet) frá því í október 2014 kemur fram að forrit- un er í auknu mæli að verða lykil- færni sem allir krakkar ættu að til- einka sér á einn eða annan hátt. Auk þess er færnin mikilvæg á vinnu- markaði í hinum ýmsu greinum. Forritun er þar skilgreind sem rök- hugsun sem er orðin ein af lykil- færni tuttugustu og fyrstu aldarinn- ar. Í skýrslunni kemur einnig fram að kennarar hafi almennt ekki ver- ið nægilega vel undirbúnir fyrir að forritun sé sett á námskrá. Í þessari úthlutun munu á annað hundrað kennarar í þessum fjórtán skólum fá þjálfun til að kenna for- ritun og verða 100 tölvur afhentar. „Þjálfun kennara skiptir miklu máli því þar styður sjóðurinn einna best við innviðina í skólunum þar sem hún ýtir undir áhuga á forritunar- og tæknimenntun innan skólanna auk þess að auka og byggja upp þekkingu. Þörf fyrir góðar tölvur er mikil í skólakerfinu en ekki er óal- gengt að skólar landsins notist við átta ára og jafnvel þaðan af eldri vél- ar í kennslu, vélar sem segja má að séu orðnar úreldar,“ segir í frétt frá sjóðnum. Þess ber einnig að geta að skólarnir sem fá styrk skuldbinda sig til þess að setja forritun á náms- skrá í að minnsta kosti tvö ár. Þessi skuldbinding tryggir að jafnt stúlk- ur og drengir fái kennslu í forrit- un sem vonandi skilar sér til lengri tíma í fjölgun kvenna í tæknigeir- anum. mm Fjórtán skólar fá styrki til að efla forritunarþekkingu Hressir krakkar í Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri, en skólinn er meðal þeirra sem hlutu styrki að þessu sinni. Ljósm. borgarbyggd.is Arion banki sagði fyrir mánaðamót- in upp 46 starfsmönnum á landsvísu. 27 þeirra störfuðu í höfuðstöðvum bankans í Reykjavík en 19 í útibúum og ýmissi bakvinnslu. Uppsagnirn- ar snerta öll starfssvæði bankans og þar með talið Vesturland en fækkað var um þrjú stöðugildi á svæðinu við þessi mánaðamót. Bernhard Þór Bernhardsson, svæð- isstjóri Arionbanka á Vesturlandi, segir að þessi fækkun starfsfólks hjá bankanum sé í samræmi við breytta viðskiptahætti almennings og sé al- menn hagræðingaraðgerð af bankans hálfu. Þjónustan sé nú sífellt meira rafræn í gegnum þjónustusíður bank- ans, bankaapp og hraðbanka og færri gera sér ferð í útibúin. „Breytingar nú eru þó ekki að öllu leyti neikvæðar. Fyrir liggur að við munum ráða í nýtt starf á fyrirtækjasviði hér á Vestur- landi, en þar hefur verkefnum fjölg- að og fjölmargir viðskiptavinir bæst við. Auðvitað er alltaf erfitt að þurfa að fækka starfsfólki, en bankinn líkt og önnur fyrirtæki, þarf að hagræða og breyta áherslum sínum í takt við breytt viðskiptaumhverfi og kröfur markaðarins,“ segir Bernhard Þór. „Aðalbjörg A. Gunnarsdóttir þjón- ustustjóri Arion banka í Grundar- firði hefur verið ráðin í starf útibús- stjóra bankans á Snæfellsnesi í stað Kjartans Páls Einarssonar sem lét af störfum nú um mánaðamótin að eig- in ósk. Aðalbjörg mun jafnframt taka við stjórnun útibús bankans í Búðar- dal og verður því útibússtjóri þriggja útibúa á Vesturlandi,“ segir Bernhard Þór í samtali við Skessuhorn. Hann segir að Aðalbjörg hafi unnið hjá Ar- ion banka og forverum hans frá 2001, eða í rúm 15 ár, og gegnt margvísleg- um störfum innan bankans. mm Aðalbjörg stýrir nú þremur útibúum Arionbanka Forsvarmenn stúdentafélaga við HÍ, HA, HR og Tækniskólans hafa sent frá sér ályktun þar sem skorað er á þingmenn stjórnarflokkanna jafnt sem stjórnarandstöðunnar að klára frumvarp um námslán og námsstyrki á þessu þingi. „Stúd- entar munu ekki una því að bíða til næsta kjörtímabils eftir endurbót- um á námsaðstoðarkerfinu. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að þetta frumvarp er risastórt skref í átt að því námsaðstoðarkerfi sem við vilj- um sjá á Íslandi í framtíðinni, en það hefur í för með sér þau atriði sem stúdentar hafa lengi barist fyr- ir, til að mynda fyrirframgreiðslur, beina námsstyrki og 100% fram- færslu. Við erum sammála um að þær breytingar sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að gerðar verði á frumvarpinu eru já- kvæðar og að frumvarpið sé í heild sinni gífurleg kjarabót fyrir stúd- enta. Að þessu sögðu skorum við á stjórnarandstöðuna að leggja kosn- ingaslaginn til hliðar og hlusta á stúdenta, sem eru langþreyttir á því að vera notaðir í pólitískum leikjum á milli stjórnmálaflokka. Við krefj- umst þess að málið fari á dagskrá og verði tekið fyrir í 2. umræðu sem allra fyrst,“ segi í ályktun stúdenta- félaganna sem bæta við: „Jafnframt krefjumst við þess að lögð verði fram og samþykkt þingsályktunar- tillaga um að haldið verði áfram að vinna að málefnum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna á næsta kjör- tímabili og að stúdentar verði hafð- ir með í ráðum.“ mm Stúdentar vilja að lokið verði við lagasetningu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.