Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Side 13

Skessuhorn - 12.10.2016, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2016 13 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, www.ssv.is er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar undir hnappi vinstra megin á síðunni sem lítur svona út: Frestur til að skila umsóknum er til 26. október 2016 Uppbyggingarsjóður Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar í síðustu viku var rætt um hljóð- mælingar vegna fyrirætlunar um uppbyggingu skotæfinga- og akst- ursíþróttasvæðis í landi Hamars. „Byggðarráð samþykkti að fela um- hverfis- og skipulagssviði að skoða fleiri möguleg svæði í eigu sveitar- félagsins undir annars vegar skot- æfingasvæði og hins vegar mot- orcrosssvæði og kynna niðurstöður þeirrar skoðunar á fundi í október,“ segir í fundargerð. Björn Bjarki Þorsteinsson (D) lagði fram eftirfarandi bókun: „Undirritaður telur að með skýr- um leikreglum eins og kynntar hafa verið af viðkomandi félagasamtök- um í kringum mótorcrosssvæði sem og skotæfingasvæði væri hægt að skapa frekari sátt um þá staðsetn- ingu sem umhverfis- og skipulags- nefnd lagði til á sínum tíma. Ljóst er að nokkur andstaða er í samfé- laginu við þær staðsetningar sem um ræðir. Í þeirri viðleitni að leita leiða til frekari sáttar og þeirri trú að markviss vinna fari í gang til að finna möguleg önnur ásættanleg svæði samþykkir undirritaður að vísa þessum tveimur viðfangsefnum aftur til umhverfis- og skipulags- sviðs til umfjöllunar og úrvinnslu í samstarfi við annarsvegar Skotfélag Vesturlands og hinsvegar Mótor- krossfélagið.“ mm Skoða fleiri svæði fyrir skotæfingar og motorcross Samsett mynd. Ljósm. Skessuhorn/ÞIT. Óskum Gunnlaugsstaðabændum til hamingju með nýja fjósið G. Skaptason - Sími 481 1020 - Netfang: gskapta@internet.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.