Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 16

Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201616 Þessa dagana standa yfir tökur á tveggja þátta sjónvarpsseríu sem nefnist Líf eftir dauðann. Verð- ur hún sýnd á RUV um páskana. Akranes og nágrenni er umgjörð- in í flestum atriðum í þáttunum og var meðal annars myndað á Vestri Rein í síðustu viku. Áætlað er að tökur standi yfir í alls sjö daga á Akranesi. Margir kunnir leikar- ar koma við sögu í þáttunum. Á fimmtudaginn þegar ljósmynd- ari Skessuhorns átti leið hjá Akra- neskirkju stóð yfir upptaka á at- riði þar sem líkkista var borin með hraði inn í kirkjuna. Meðal leikara þar mátti sjá Sigurð Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Þröst Leó Gunnarsson og Þorsteinn Bach- mann. Leikstjóri þáttanna er Vera Wonder Sölvadóttir. mm Meistaraflokkar Grundarfjarðar í blaki og körfubolta stóðu fyrir fjár- öflun á dögunum með því að halda kótilettukvöld í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Góð mæting var sem endranær en gestir nutu þess að borða hinar þjóðlegu kótilettur í raspi ásamt því að fylgjast með Ís- landi vinna nauman sigur á Finn- um í æsispennandi landsleik í fót- bolta karla. Gestirnir voru allflest- ir í sjöunda himni er þeir yfirgáfu skemmtunina en hvort að það var útaf kótilettunum eða sigri Íslands skal ósagt látið. tfk Kótilettukvöld meistaraflokkana Rósa Guðmundsdóttir sá um veislustjórn en hafði þó tíma til að fá sér aðeins af kræsingunum á diskinn. Líf eftir dauðann tekið upp á Akranesi Líkkista var í einu atriðinu borin með hraði inn í Akraneskirkju. Rýnt í afraksturinn eftir töku til að gá hvort allt hefði gengið sem skyldi. Næst á mynd er Vera Wonder Sölvadóttir leikstjóri. Til hægri er Þorsteinn Bachmann. Harðsnúið lið töku- og annarra tækni- manna er að störfum. Fimmtudaginn 6. október var haldið upp á 35 afmæli Grunda- skóla á Akranesi með ýmsum hætti. Farið var í skrúðgöngu um morguninn frá skólanum og í íþróttahúsið að Jaðarsbökk- um þar sem fram fór samsöngur hjá öllum bekkjardeildum skólans. Þá var starfsfólki boðið í afmæliskaffi en í Safnaskál- anum í Görðum var opnuð leikmunasýning úr söngleikjum skólans. Það er textílkennari Grundaskóla og listamaðurinn Friðrika Eygló Gunnarsdóttir sem hefur saumað og hannað alla leikbúninga sem notaðir hafa verið á sýningunum. Sigurður Arnar Sigurðsson skólastjóri ritaði grein í síðasta Skessuhorn þar sem hann rakti meðal annars sögu skólans, áherslur og sérstöðu. Þar segir hann að Grundaskóli hafi alla tíð lagt áherslu á opið skólastarf og að skólahúsið hafi verið hannað með það í huga að auðvelt væri að opna kennslurými og brjóta upp hefðbundið skólastarf. Nemendur Grunda- skóla eru í dag 630 og er því skólinn með þeim fjölmennari á landinu. Nemendafjöldi hefur farið vaxandi að undanförnu og hefur verið fjölgað færanlegum kennslustofum á skóla- lóð til að hægt sé að rúma alla nemendur. Fyrsti skólastjóri Grundaskóla var Guðbjartur Hannesson, þá tók Hrönn Rík- harðsdóttir við og loks frá síðasta hausti Sigurður Arnar Sig- urðsson. Meðfylgjandi myndir frá afmælisdeginum tala sínu máli. mm Fögnuðu 35 ára afmæli Grundaskóla

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.