Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 24

Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 201624 Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhalds- skólanema standa fyrir lýðræð- isátakinu „Kosningavakning: #Ég Kýs“. Markmið þess er að efla lýð- ræðisvitund og hvetja ungt fólk til að kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum, segir í tilkynningu. Í því felst að halda lýðræðisviku og skuggakosningar í framhalds- skólum undir formerkjum nether- ferðarinnar #ÉgKýs. Auk þess hef- ur heimasíðan: egkys.is verið opn- uð. Hún virkar sem gagnabanki fyrir lýðræðisfræðslu og geym- ir upplýsingar sem eru hugsaðar til að hjálpa ungu fólki að ákveða hvað kjósa skal. Á heimasíðunni getur almenningur jafnframt nýtt sér Kosningavitann (gagnvirk vef- könnun sem sýnir kjósendum hvar þeir standa í samanburði við fram- boð til Alþingis) Innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hvöttu alla framhaldsskóla landsins til að taka þátt. Nú hafa flestir skólar staðfest þátttöku sína eða 24 af 30 og verða því 13.964 nemendur á aldrinum 16-21 árs á kjörskrá. Þeir sem eru að kjósa í fyrsta sinn til Al- þingis verða þannig undirbúnir til að kjósa fyrir alvöru og þeim sem ekki hafa náð kosningaaldri verður gefin rödd. Lýðræðisvikan hófst 10. októ- ber, en þá voru kennarar hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verk- efni og stuðla að stjórnmálaumræðu í kennslustundum. Lýðræðisvikan endar á skuggakosningum sem sett- ar eru upp eins og almennar kosn- ingar á morgun, fimmtudaginn 13. október. Hver skóli hefur myndað yfirkjörstjórn, skipuð nemendum og einum kennara. Þannig munu nem- endur fá tækifæri til að læra að fram- kvæma lýðræðislegt kosningaferli undir leiðsögn kennara. Niður- stöðurnar verða birtar á sama tíma og fyrstu tölur alþingiskosninga 29. október. „Síðar verður gefin út skýrsla um framkvæmd og nið- urstöður skuggakosninga, enda munu þær skapa mikilvæga þekk- ingu um kosningahegðun ungs fólks og vonandi auka þátttöku, efla lýðræðislega borgaravitund og verða að hefð í skólum í framtíð- inni,“ segir í tilkynningu. mm #ÉgKýs - Lýðræðisvika og skugga- kosningar í framhaldsskólum Svipmynd úr kjördeild í Borgarnesi við alþingiskosningarnar 2013. Ljósm. úr safni. Gunnar Bragi Sveinsson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra skipar á ný fyrsta sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi, sem að venju býður fram undir listabókstafnum B. Gunn- ar Bragi er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki þar sem hann stund- aði hefðbundna skólagöngu, sinnti félagsstörfum og tók virkan þátt í félagslífi. Hann lauk stúdentsprófi frá FNV á Sauðárkróki 1989 og fór þaðan í Háskóla Íslands þar sem hann nam atvinnulífsfélagsfræði. „Ég var alltaf jafnhliða í stjórnmál- unum. Ég byrjaði ungur að vinna í pólitíkinni og hef verið í henni meira og minna alla mína ævi. Þar hef ég alltaf haft mestan áhuga á atvinnu- og byggðamálum,“ segir Gunnar Bragi í samtali við blaða- mann Skessuhorns. Gunnar Bragi hefur sinnt ýmsum störfum í gegn- um tíðina, hefur meðal annars ver- ið framkvæmdastjóri, verslunar- stjóri, ritstjóri og var aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra á árunum 1997 – 1999. Hann tók þátt í sveit- arstjórnarmálum í Skagafirði árin 2002 – 2009 þar sem hann meðal var annars varaforseti sveitarstjórn- ar sveitarfélagsins Skagafjarðar og formaður byggðaráðs um tíma. Gunnar Bragi tók þingsæti fyrir Framsóknarflokkinn 2009 en sett- ist í ráðherrastól 2013 þegar hann tók við embætti utanríkisráðherra. Hann situr nú í embætti sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra og hefur gert frá því í apríl á þessu ári. Þingstörfin skemmtileg þrátt fyrir neikvæðan anda Aðspurður um reynslu sína af þing- störfum segir Gunnar Bragi að starfið sé skemmtilegt. „Ég hef haft gríðarlega gaman af þingstörfun- um. Það er mikið af góðu starfs- fólki á Alþingi og ég er búinn að læra heilmikið um hvernig málin ganga fyrir sig. Maður hefur sjálfur þroskast mjög mikið í þessu starfi.“ Hann segir þó hafa komið á óvart hversu neikvæður andi sé á Alþingi. „Ég kynntist þinginu aðeins þegar ég var aðstoðarmaður Páls Péturs- sonar rétt fyrir aldamótin og mér fannst vera meira traust og léttari andi í þinginu á þeim tíma. Mesta sjokkið við að setjast á þing var þessi neikvæði andi sem hefur verið. En starfið sjálft er mjög skemmtilegt,“ segir hann. Vill aukna fjármuni í samgöngumál En hvað verður efst á baugi hjá Framsóknarflokknum í komandi kosningabaráttu? „Við munum fara inn í þessa kosningabaráttu í kjör- dæminu með byggðamálin á odd- inum, samgöngumálin, sjávarút- vegsmál og að sjálfsögðu velferð- armálin. Þetta eru þessi stóru mál sem við þurfum að ræða og móta fyrir okkar kjördæmi. Áherslur flokksins liggja þó kannski ekki al- veg fyrir enda erum við nýkomn- ir af flokksþingi,“ útskýrir Gunnar Bragi. Hann segir þó hafa trú á því að efnahags- og velferðarmál verði efst á baugi. „Það eru eflaust málin sem lögð verður aðaláhersla á, ég geri fastlega ráð fyrir því.“ Norð- vesturkjördæmi er landfræðilega stórt kjördæmi og Gunnar Bragi leggur áherslu á að kjördæmið skipti miklu máli og að þar þurfi að huga að ýmsum málum. „Þar þarf að huga að innviðum, svo sem sam- göngumálum, og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir í byggðamál- um. Ég hef lagt áherslu á að við notum skattkerfið til að styðja við byggðirnar.“ Hann segir það ljóst að þörf sé á framkvæmdum í sam- göngumálum um allt kjördæmið. „Það vantar aukna fjármuni inn í samgöngurnar og það er eitthvað sem við munum beita okkur fyr- ir að verði gert. Góðar samgöngur eru mikilvægar, til dæmis fyrir aðra málaflokka og til að geta byggt upp gott samfélag. Það þarf til að mynda að setja meira fé í tengivegi og malarvegi, vegakerfið stendur ferðaþjónustunni fyrir þrifum að mörgu leyti eins og það er. En svo þarf að sjálfsögðu einnig að huga að fjarskiptunum.“ Mikilvægt að aðstæður séu góðar Það sem stendur Gunnari Braga næst í stjórnmálunum eru byggða- málin. Hann segir þau taka yfir stóran hluta þeirra samfélaga sem eru á landsbyggðinni. „Ég lít þann- ig á að hluti af byggðamálum séu samgöngumálin, landbúnaðurinn sem við þurfum bæði að verja og efla, sjávarútvegurinn og orkumál. Allt eru þetta byggðamál,“ segir hann. Hann bætir því við að mikil- vægt sé að aðstæður á landsbyggð- inni séu góðar, þannig að fólk geti sest þar að. „Við vitum að fjöldi fólks vill það gjarnan. Við gætum bætt þessar aðstæður til muna, til dæmis með því að nota skattkerf- ið, með breytilegu tryggingagjaldi fyrirtækja og með endurgreiðslu á kostnaði til og frá vinnu. Þá mætti endurgreiða námslán að hluta til þeirra sem eru búnir að mennta sig og eru tilbúnir að setjast að á landsbyggðinni. Það vantar víða menntað fólk, hvort sem það er í heilbrigðisgeiranum eða annars staðar.“ Gunnar Bragi segir svip- aðar aðgerðir hafa gefist ágætlega í öðrum löndum, til dæmis í Nor- egi. „Þess vegna vil ég að við för- um sömu leið og gerum tilraun á þessu,“ bætir hann við. Þriðji maður í baráttusætinu Listi Framsóknarflokksins í Nor- vesturkjördæmi hefur verið gerður kunngjörður. Gunnar Bragi leiðir listann líkt og hann gerði í kosning- unum 2013. Í öðru sæti situr þing- maðurinn Elsa Lára Arnardóttir frá Akranesi og færist hún upp um eitt sæti. Í þriðja sæti er Sigurð- ur Páll Jónsson útgerðarmaður í Stykkishólmi sem verið hefur vara- þingmaður flokksins á því kjör- tímabili sem nú er að ljúka. Gunn- ar Bragi segir markmið Framsókn- arflokksins í NV-kjördæmi í kom- andi kosningum vera að ná inn þessum þremur þingmönnum. „Okkar baráttusæti er þriðji maður á listanum, Sigurður Páll Jónsson, og við stefnum á að ná honum inn. Það er okkar markmið. Við teljum að málefnalegur grunnur okkar sé góður í kjördæminu og að sú fram- tíðarsýn sem við komum til með að boða sé eðlilegt framhald af þessum góða grunni,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson að endingu. grþ KOSNIN GAR 2016 Stefna á að ná þremur þingmönnum í Norðvesturkjördæmi Rætt við Gunnar Braga Sveinsson oddvita Framsóknarflokks í NV-kjördæmi Gunnar Bragi Sveinsson segir að markmið Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi sé að ná þremur mönnum inn á þing.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.