Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 32

Skessuhorn - 12.10.2016, Qupperneq 32
Ekki gera málamiðlanir þegar kemur að öryggi Goodyear nagladekk hemla best í snjó samkvæmt FÍB* Vetrardekkjakönnun 2015-2016 Nokkrir metrar í hemlunarvegalengd geta skipt öllu máli Þú færð Goodyear vetrardekkin á öllum betri hjólbarðaverkstæðum ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fór fram um liðn helgi. Kraftlyftingafélag Akraness átti þar þrjá verðlaunahafa. Ein- ar Örn Guðnason keppti í -105 kg flokki og vann til gullverðlauna. Hann lyfti 275 kg í hnébeygju, 184 kg í bekkpressu og 270 kg í rétt- stöðu. Gera það 729 kg samanlagt sem um leið er Íslandsmet. Hné- beygju- og bekkpressulyftur Ein- ars eru einnig Íslandsmet í klass- ískum lyftingum. Í -74 kg flokki keppti hinn 17 ára gamli Svavar Örn Sigurðs- son. Hann beygði 177,5 kg í hné- beygju, lyfti 130 kg í bekkpressu og 207,5 kg í réttstöðu. Samanlagt 515 kg og skilaði það Svavari gull- verðlaunum. Með bekkpressu- og réttstöðulyftum sínum setti Svavar Íslandsmet í drengjaflokki. Þá keppti Kári Rafn Karlsson í +120 kg flokki og hafnaði í öðru sæti. Hann lyfti 232,5 kg í hné- beygju, 125 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðu. Samanlagt 607,5 kg. kgk Skagamenn eignuðust tvo Íslandsmeistara Einar Örn Guðnason vann til gullverð- launa og setti Íslandsmet í klassískum kraftlyftingum í -105 kg flokki. Um síðustu helgi var Nesballið haldið en það er árleg skemmtun eldri borgara á Snæfellsnesi. Skipst er á að halda ballið í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæfellsbæ. Var hún haldin félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Þegar skemmtunin er haldin í Snæfellsbæ sjá félagasam- tök í bæjarfélaginu um hana og eru það Lionsklúbbur Ólafsvíkur, Lionsklúbburinn Rán og Lions- klúbburinn Þerna ásamt Kvenfé- lagi Hellissands. Boðið var upp á marineraðan þorsk og rækjur í for- rétt, íslenskt lambakjöt í aðalrétt og fromage í eftirrétt. Að venju var vel mætt og var 101 miði seldur. Dóra Unnars sá um veislustjórn og uppistand á meðan á borðhaldi stóð. Að borðhaldi loknu kölluðu þeir félagar Emanúel Ragnarsson, fráfarandi formaður Félags eldri- borgara í Snæfellsbæ og Jón Guð- mundsson, varaformaður félags- ins, til sín á svið fulltrúa þeirra fé- laga sem að skemmtuninni stóðu og færðu þeim fána félagsins sem þakklætisvott. Einnig færðu þeir félögum eldri borgara í Grund- arfirði og Stykkishólmi fána við þetta sama tækifæri. Það var svo hljómsveitin Bít sem spilaði fyr- ir dansi. þa Nesballið var haldið í Klifi þetta árið www.skessuhorn.isFréttaveita Vesturlands

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.