Skessuhorn - 26.10.2016, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201610
Næturlokanir í
göngunum
HVALFJ: Hvalfjarðar-
göng eru lokuð í þrjár næt-
ur í þessari viku vegna ár-
legra haustverka við þrif
og viðhald. Lokað er að-
fararnætur þriðjudagsins
25., miðvikudagsins 26. og
fimmtudagsins 27. október,
frá miðnætti til klukkan sex
að morgni.
-mm
Fiskafli í
september
113 þús. tonn
MIÐIN: Afli íslenska fiski-
skipaflotans í september-
mánuði síðastliðnum nam
tæpum 113 þúsund tonn-
um. Er það 22% meiri afli
en í sama mánuði í fyrra.
Botnfiskafli rúm 35.700
tonn og dróst saman um
2%, þar af nam þorskafl-
inn 22 þús. tonnum sem er
3% minni afli en í septem-
ber 2015. Uppsjávaraflinn
var hins vegar 38% meiri
en í september í fyrra, eða
74 þús. tonn. Skýringin
á stórauknum afla á upp-
sjávarfiski má rekja til 61%
meiri makrílafla, en hann
nam rúmum 53 þús. tonn-
um í september, og síld-
arafla sem nam tæpum 20
þús. tonnum. Sé litið yfir
12 mánaða tímabil, frá
október 2015 til september
2016, hefur heildarafli ís-
lenska flotans dregist sam-
an um 226 þúsund tonn
samanborið við tólf mán-
aða tímabil árið á undan.
Samdrátturinn skýrist ekki
síst af minni loðnuafla. Afli
septembermánaðar metinn
á föstu verðlagi var 20,3%
minni en afli í september
2015.
-kgk
Aukafjárveiting
til hrepps-
skrifstofu
REYKHÓLAHR: Á síð-
asta fundi sveitarstjórn-
ar Reykhólahrepps var af-
greitt erindi sveitarstjóra
um starfsmannamál á skrif-
stofu hreppsins. Ráðinn
hefur verið skrifstofustjóri
tímabundið vegna fæð-
ingarorlofs og einnig hef-
ur verið ráðinn ritari tíma-
bundið vegna veikinda.
Sveitarstjóri óskaði því
frekari fjárheimilda til að
mæta auknum launakostn-
aði á skrifstofu. Samþykkti
sveitarstjórn aukna fjárveit-
ingu að verðmæti 1,1 millj-
ónir króna til skrifstofu
hreppsins sem skal fjár-
magnast af eigin fé.
-kgk
Léttitæki
verða keypt á
Barmahlíð
REYKHÓLAHR: Sveitar-
stjórn Reykhólahrepps sam-
þykkti á síðasta fundi sínum
að veita dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Barmahlíð
á Reykhólum aukafjárveit-
ingu sem nemur 1,5 milljón
króna. Peningarnir eru ætl-
aðir til kaupa á léttitækjum.
-kgk
Lækkun há-
markshraða í
Borgarnesi
BORGARBYGGÐ: Byggð-
arráð Borgarbyggðar sam-
þykkti í síðustu viku beiðni
Vegagerðarinnar um lækkun
hámarkshraða á þjóðvegi eitt
gegnt Atlantsolíu í Borgar-
nesi. Byggðarráð samþykkti
beiðnina með þeirri ábend-
ingu að rétt sé að láta lækk-
un hámarkshraða ná út fyr-
ir vegamótin við golfvöllinn
á Hamri eða að þéttbýlis-
mörkum.
-bþb
Aflatölur fyrir
Vesturland
15. - 21. október
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 3 bátar.
Heildarlöndun: 10. 241 kg.
Mestur afli: Ebbi AK: 7.719
kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi 1 bátur.
Heildarlöndun: 10.230 kg.
Mestur afli: Kvika SH:
10.230 kg í þremur löndun-
um.
Grundarfjörður 6 bátar.
Heildarlöndun: 133.017
kg.
Mestur afli: Helgi SH:
45.008 kg í einni löndun.
Ólafsvík 8 bátar.
Heildarlöndun: 55.996 kg.
Mestur afli: Gunnar Bjarna-
son SH: 12.676 kg í tveimur
löndunum.
Rif 11 bátar.
Heildarlöndun: 233.365
kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
95.185 kg í einni löndun.
Stykkishólmur 3 bátar.
Heildarlöndun: 46.197 kg.
Mestur afli: Hannes Andr-
ésson: 24.883 kg í þremur
löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF:
95.185 kg. 15. október.
2. Rifsnes SH - RIF:
66.443 kg. 19. október.
3. Helgi SH - GRU:
45.008 kg. 17. október.
4. Hringur SH - GRU:
43.316 kg. 19. október.
5. Farsæll SH - GRU:
39.112 kg. 18. október.
grþ
Félagarnir Alexander Ólafsson,
Gunnbjörn Jóhannsson, Kristjón
Sigurðsson og Ólafur Sveinsson
færðu Auðarskóla í Dölum nýverið
þrívíddarprentara og skanna að gjöf
til minningar um Jóhannes Bene-
diktsson frá Saurum í Laxárdal.
Með gjöfinni vilja þeir gefa ungu
fólki í Dölum tækifæri til að kynn-
ast nýrri tækni með þeim tilgangi
að örva nýsköpunarhugsun og að
efla frumkvæði nemenda. Gefendur
vilja einnig hvetja til þess að öðrum
íbúum í Dölum verði gefinn kost-
ur á að kynna sér tæknina og eiga
möguleika á aðgangi að tækjunum í
samráði við ráðamenn skólans. Það
voru þakklátir fulltrúar nemenda
sem tóku á móti veglegri gjöfinni
ásamt stjórnendum og áhugi við-
staddra leyndi sér ekki þegar fyrsti
gripurinn, armband, var prentað út
í hinu nýja kennslutæki.
sm
Færðu Auðarskóla þrívíddar-
prentara og skanna að gjöf
Alexander Ólafsson, Ólafur Sveinsson, Gunnbjörn Jóhannsson og Kristjón
Sigurðsson.
Nemendafélag Auðarskóla;
Árdís, Sigrún, Dagur, Jóhann,
Sigríður og Sigurdís.
Fagráð í hrossarækt hefur valið
þau bú sem tilnefnd eru til árlegr-
ar heiðursviðurkenningar Bænda-
samtaka Íslands sem ræktunarbú árs-
ins. Valið stóð á milli 71 bús sem
náð höfðu athyglisverðum árangri á
árinu og í ljósi afar magnaðs árang-
urs hjá mörgum búum var ákveð-
ið að tilnefna 16 bú í ár. Einnig var
ákveðið að breyta reiknireglu þeirri
sem notuð er við valið. Búum hef-
ur verið raðað upp eftir meðalaldri
sýndra hrossa, meðaleinkunn þeirra
og fjölda. Nú var ákveðið að leiðrétta
einkunnir eftir aldri líkt og gert er
við kynbótamatsútreikninga og taka
á þann hátt tillit til mismunandi ald-
urs. Þetta gerir allar einkunnir sam-
anburðarhæfar áður en búunum er
svo raðað upp eftir leiðréttum ein-
kunnum og fjölda sýndra hrossa. Til-
nefnd bú munu hljóta viðurkenningu
á ráðstefnunni Hrossarækt 2016 sem
haldin verður í Samskipahöllinni í
Spretti laugardaginn 5. nóvember
næstkomandi. Ræktunarbú ársins
verður svo verðlaunað á Uppskeru-
hátíð hestamanna sem haldin verður
í Gullhömrum þá um kvöldið.
Tvö bú á Vesturlandi eru í hópi
þeirra sextán sem tilnefnd voru. Það
eru Berg í Grundarfirði, þau Anna
Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni
Þorvarðarson. Hins vegar er það
Skipaskagi bú þeirra Jóns Árnasonar
og Sigurveigar Stefánsdóttur. Önnur
bú eru í stafrófsröð: Árbæjarhjáleiga
II, Efsta-Sel, Garðshorn á Þelamörk,
Hamarsey, Hof á Höfðaströnd,
Hvolsvöllur, Ketilsstaðir/Syðri-
Gegnishólar, Kirkjubær, Kjarnholt
I, Koltursey, Prestsbær, Rauðalækur,
Torfunes og Þúfur. mm
Sextán hrossaræktarbú tilnefnd
sem ræktunarbú ársins
Hér er Skaginn frá Skipaskaga á LM á Hólum. Knapi er Daníel Jónsson. Skaginn
hlaut 8,73 í aðaleinkunn sem dugði í fjórða sætið í flokki 7 vetra og eldri
stóðhesta.
Frá Bergi við Grundarfjörð var árangur ársins í kynbótadómum býsna góður. Sýnd
voru átta kynbótahross þar sem meðaleinkunn var 8,24 og meðalaldur 6,1 ár. Hér
sýnir Jakob S Sigurðsson Sægrím fjögurra vetra.
Í gærmorgun varð alvarlegt slys á
Mosfellsheiði þegar hópferðabíll með
41 ferðamanni og tveimur Íslending-
um valt út af veginum og hafnaði á
hliðinni. Hálka og krap var á vegin-
um og auk þess töluvert hvasst. Sam-
kvæmt fréttum í gærdag voru a.m.k.
fimm alvarlega slasaðir og fjór-
ir að auki voru fluttir minna slasað-
ir á Landspítalann. Mikill viðbúnað-
ur var vegna slyssins. Veginum var
lokað og samhæfingarstöð Almanna-
varna virkjuð og björgunarsveitir og
aðrir viðbragðsaðilar kallaðir út. Þá
var fjöldahjálparstöð Rauða kross-
ins í Mosfellsbæ opnuð og áfalla-
teymi virkjað. Blóðbankinn setti sig í
gær í samband við fólk í O-flokki og
bað um að vanir blóðgjafar kæmu hið
snarasta og gæfu blóð. mm
Alvarlegt rútuslys á Mosfellsheiði
Mynd af vettvangi er skjáskot úr sjónvarpsfrétt á ruv.is.