Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Side 24

Skessuhorn - 26.10.2016, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201624 Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) var haldinn um liðna helgi. Dagskrá hátíðarinnar var með nokk- uð hefðbundnu sniði, en hún hefur markað sér sess sem fjöl- sótt og menningarleg héraðshátíð. Á hádegi á föstudaginn hófst lambhrúta- og gimbrasýning norðan girðingar á Svarf- hóli í Laxárdal. Sviðaveisla með hagyrðingum og dansleikur var í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal um kvöldið þar sem Gísli Einarsson fjölmiðlamaður var veislustjóri. Hagyrðingar voru Sigurjón Jónsson á Selfossi, Helgi Björnsson á Snartar- stöðum, Ósk Þorkelsdóttir á Húsavík og Stefán Vilhjálmsson á Akureyri. Dagskrá laugardagsins hófst klukkan 10 með lambhrúta- og gimbrasýningu sunnan girðingar. Var hún haldin á Vatni í Haukadal en lambhrútasýningarnar eru tvær vegna sauðfjár- veikivarna. Keppt var í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra/ ferhyrndra hrúta. Skráðir voru 90 hrútar til keppni og átta gimbrar. Dómarar voru Sigurður Þór Guðmundsson og María Svanþrúður Jónsdóttir. Sýningarstjóri var Svanborg Þuríður Einarsdóttir. Valið á fallegustu gimbrinni var í höndum gesta sýninganna og byggðist á sjónrænu mati. Birgir Baldursson frá Bæ fékk verðlaun fyrir besta lambhrútinn sem krýndur var hér- aðsmeistari 2016. Hafliði Sævarsson vann rúningskeppnina og í ljósmyndasamkeppninni Smalanum varð hlutskörpust mynd- in Smalahundur, en hana tók Erna Elvarsdóttir frá Brekku í Norðurárdal, af hundi sínum Marra á Vesturdalsbrún í leitum í haust. Íslandsmeistaramótið í rúningi, kynningar og ullar- vinnsla fór fram í Nesoddahöllinni í Búðardal. Grillveisla var svo í Dalabúð um kvöldið og haustfagnaði lauk með stórdans- leik á miðnætti þar sem hljómsveitin Buff skemmti gestum. Helstu úrslit úr sauðfjársýningum: Besta ærin 1. Brú nr. 11-168 á Klifmýri á Skarðsströnd. Einkunn 118,0. 2. Ær nr. 11-211 á Stóra-Vatnshorni í Haukadal. Einkunn 116,0. 3. Ær nr. 11-208 frá Geirmundastöðum á Skarðsströnd. Ein- kunn 114,8. 4. Fríðleit nr. 11-134 frá Klifmýri á Skarðsströnd. Einkunn 114,7. 5. Sokkaprúð 11-314 á Skerðingsstöðum í Hvammssveit. Ein- kunn 114,5. Hyrndir lambhrútar 1. Lambhrútur nr. 91 á Hallsstöðum á Fellsströnd. 2. Lambhrútur nr. 117 á Rauðbarðaholti í Hvammssveit. 3. Lambhrútur nr. 113 í Hlíð í Hörðudal. 4. Ári nr. 2004 á Breiðabólstað á Fellsströnd. 5. Lambhrútur nr. 73 á Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Kollóttir lambhrútar 1. Lambhrútur nr. 13 á Bæ í Miðdölum. 2. Lambhrútur nr. 979 á Sauðafelli í Miðdölum. 3. Lambhrútur nr. 178 á Dunki í Hörðudal. 4. Lambhrútur nr. 99 á Hallsstöðum á Fellsströnd. 5. Lambhrútur nr. 177 á Dunki í Hörðudal Mislitir og ferhyrndir lambhrútar 1. Lambhrútur nr. 46 á Lyngbrekku á Fellsströnd. 2. Bó nr. 503 í Vífilsdal í Hörðudal. 3. Lambhrútur nr. 515 á Leiðólfsstöðum í Laxárdal. 4. Pensill nr. 37 á Hrappsstöðum í Laxárdal. 5. Lambhrútur nr. 21 á Skörðum í Miðdölum. Í fegurðarsamkeppni gimbra varð hlutskörpust Maríanna nr. 1537 á Spágilsstöðum í Laxárdal. Eigandi hennar er Gróa Margrét Viðarsdóttir. sm/mm Haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dölum Sviðaveislan á Laugum. Gísli Einarsson veislustjóri ásamt hagyrðingunum fjórum. Hafliði Sævarsson vann rúningskeppnina. Finna mátti ýmsan varning í sölubásunum í reiðskemmunni. Ánægðir með sviðin, reykt, söltuð og hefðbundin svið. Verðlaunamyndina í ljósmyndakeppninni tók Erna Elvarsdóttir af hundinum Marra í göngum á Vesturdalsbrún í haust. Sauðfjárbóndi í einkennisklæðum sauðfjárbænda, lopanum góða. Ullin unnin á gamla mátann í reiðskemmunni. Karlakór Kirkjukórs Akraness á sviðaveislu. Birgir Baldursson frá Bæ hreppti titilinn héraðsmeistari 2016 en hann átti besta lambhrútinn.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.