Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Side 27

Skessuhorn - 26.10.2016, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2016 27 Menningarhátíðin Vökudag- ar hefst á Akranesi á morgun, fimmtudag. Um er að ræða árleg- an viðburð en hátíðin hefur ver- ið haldin undanfarin ár í bænum og orðin að föstum lið í menning- arlífi Akurnesinga. Að sögn Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðu- manns menningar- og safnamála á Akranesi, verður þó þjófstart í kvöld þegar svokallaður Upptakt- ur að Vökudögum verður haldinn á Bókasafni Akraness. „Þar munu Hjördís Tinna Pálmadóttir, Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson, söngnemendur úr Tónlistarskól- anum á Akranesi, halda djasstón- leika við undirleik þriggja kenn- ara skólans; Eðvarðs Lárussonar, Birgis Þórissonar og Eriks Roberts Qvick. Þau ætla að spila íslensk- an djass eftir Jón Múla Árnason, Tómas R. Einarsson og Sigurð Flosason. Venjulega er hljóðlátt og rólegheit á bókasöfnum en þarna fáum við að njóta tónlistar og það er örugglega svolítið skemmtileg tilbreyting enda ákveðinn sjarmi yfir því að vera á bókasafni undir öðrum kringumstæðum en venju- lega. Þetta verður í notalegri kant- inum,“ segir Ella María í sam- tali við Skessuhorn. Hátíðin sjálf verður sett á fimmtudag klukk- an 17 í Safnaskála Byggðasafns- ins í Görðum þegar opnaðar verða sýningarnar „Hver vegur að heim- an er vegur heim,“ á verkum Gyðu L. Jónsdóttur Wells, „Skart við skóna,“ þar sem Dýrfinna Torfa- dóttir sýnir skartgripi og skó og sýningin „Bæjarbytturnar, brenni- vínið og bannárin“ sem opin verð- ur í Stúkuhúsinu yfir Vökudaga. Menningarverðlaun Akraness 2016 verða einnig afhent við setningu hátíðarinnar í Safnaskálanum. Fjöldi spennandi viðburða Fleiri viðburðir verða á setningar- deginum. Meðal annars má nefna kvöldopnun hjá Café Kaju þar sem myndlistarsýningin „Selfí“ verð- ur opnuð. „Þar verður sýndur af- rakstur stúlkna sem voru nýverið á myndlistarnámskeiði hjá Önnu Leif. Þá opnar ljósmyndasýning Höfrungs í Akranesvita þennan dag og þar verða einnig tónleikar um kvöldið með Ömmu og úlfun- um, sem eru Jónína Björg Magn- úsdóttir, Elí Kristberg Hilmars- son og Guðjón Jósef Baldurs- son. Þeir tónleikar hefjast klukk- an 20:30,“ segir Ella María. Hún bætir því við að á fimmtudag verði einnig opnuð myndlistarsýning á Skökkinni þar sem Sylvía Vinj- ars sýnir verk sín og ljósmynda- sýning Jóns Rúnars Hilmarssonar, „Töfrar himins,“ sem sett verður upp í Tónlistarskólanum á Akra- nesi. „Svo verður handavinnu- sýning í Pennanum Eymundsson og á bókasafninu verður sýningin „Þetta vilja börnin sjá,“ sem er far- andsýning á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum frá árinu 2015. Sýningar leikskólanna verða einnig opnaðar þennan dag og að vanda verður Garðasel með verk á Höfða, Akrasel á Smiðjuvöllum, Vallarsel í Tónlistarskólanum og Teigasel í anddyri sjúkrahússins. Þá verða einnig málverk frá öllum leikskólunum á fjórðu hæð í Akra- nesvita.“ Öflugir Skagamenn Margt verður um að vera um helgina. Ýmsar sýningar verða opnaðar og má þar nefna ljós- myndasýningu Vitans við Dalbraut 1. „Á föstudaginn verður listvið- burður á Höfða. Þar verður boð- ið uppá tónlistaratriði, Skraddara- lýs munu sýna bútasaum og Elín- borg Halldórsdóttir (Ellý) verður með myndlistarsýningu. Á bóka- safninu mun Philippe Ricard opna sína sýningu þar sem hann sýn- ir galdurinn við að vinna listaverk úr fiskibeini,“ útskýrir Ella María. Fjöldi annarra viðburða eru á döf- inni á Akranesi um næstu helgi. Sýningin „Geggjaðar peysur“ í Galleríi Bjarna Þórs verður opn- uð á laugardag og opið hús verður í tónlistarskólanum. Einnig verður opið hús í Samsteypunni og verð- ur Þjóðahátíð Vesturlands haldin í íþróttahúsinu við Vesturgötu, þar sem Eliza Reid forsetafrú verður heiðursgestur. Anna Leif Elídóttir mun opna sýninguna „Ömmurnar“ í vinnustofu sinni við Brekkubraut 1 og samsýningin UMBREYT- ING - Eitthvað verður annað verður opnuð í matsal Sements- verksmiðjunnar en þar sýna kenn- arar og nemendur Grundaskóla. Á sunnudag verður norðurljósakvik- mynd eftir Jón Rúnar Hilmarsson sýnd í tónlistarskólanum og við- burðurinn King and court in ex- ile hefst í Stúkuhúsinu. Í kjall- ara íþróttahússins við Vesturgötu verður eldri skólakór Grundaskóla með hrollvekjandi uppákomu og um kvöldið mun djasstríóið Hot Eskimos koma fram í Vinaminni. Líkt og sjá má verður nóg um að vera og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Nánast all- ir þessir viðburðir eru sjálfsprottn- ir og það er gaman að sjá hvað Skagamenn eru öflugir á þessu sviði. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað fólkið í bænum er frjótt og duglegt að láta vita af sér,“ segir Ella María. „Við sem búum hérna erum heppin að hafa kost á því að sækja alla þessa viðburði í okkar litla bæ og ég hlakka mikið til að kíkja á sem flesta.“ Dagskrá Vökudaga má sjá á blaðsíðu 3 í Skessuhorni en nán- ari upplýsingar um hvern og einn viðburð má finna á vefsíðu Akra- neskaupstaðar og á Vökudagar á Akranesi á Facebook. grþ Vökudagar hefjast á Akranesi á morgun Ella María Gunnarsdóttir er forstöðumaður menningar- og safnamála á Akranesi. Hún sá um skipulagningu Vökudaga í ár.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.