Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2016, Síða 28

Skessuhorn - 26.10.2016, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201628 En hvað þykir sýningastjóran- um einkenna Gyðu sem listamann? „Það sem mér finnst svo lýsandi fyrir hennar karakter er þetta kven- skörungseðli. Hún grípur öll tæki- færi sem gefast. Það hefur gert henni kleift að gera eins mikið og mögu- legt er úr sínum ferli hverju sinni og aldrei gefst hún upp fyrr en í fulla hnefana,“ segir Guðrún. „Ég fer bara hjá mér,“ skýtur Gyða inn í. „Það hefði ekki hver sem er getað skapað sér svona feril. Þetta sýnir áræðni og karakter. Þú hefur tekið að þér mjög krefjandi verkefni, sem þú vissir ekki endilega fyrirfram hvort þú réðir við, en fannst svo bara leiðir til að takast á við þau. En hefur orðið til þess að þú hefur skapað glæsileg listaverk og frábæran feril,“ segir Guðrún og lítur á Gyðu, sem játar því að sú hafi oft verið raunin. „Já, ég hef oft samþykkt að taka að mér verkefni og hugsa svo: „Hvernig á ég að fara að þessu?“ En ég fann einhvern veginn alltaf út úr því,“ segir Gyða. Komin heim aftur Undanfarin ár hefur Gyða verið bú- sett á Akranesi og unnið þar að list sinni. Hún var útnefnd bæjarlistar- maður Akraness á síðasta ári og fékk aðstöðu í Samsteypunni, húsnæði Sementsverksmiðjunnar. Hún kveðst ævinlega þakklát Akranesbæ fyrir vinnustofuna en viðurkennir að mik- il viðbrigði hafi verið að flytja heim frá London. „Það er ekki hægt að líkja stöðunum saman en ég meina það alls ekki þannig að ég sé að gera lítið úr Akranesi. Hér eru bara ekki sömu tækifærin. Hins vegar er hér stutt í kirkjugarðinn þar sem son- ur minn hvílir og á elliheimilið. Hér er ró og næði til að vinna og það er mjög gott að fá að vera í friði og ráða sér sjálf,“ segir Gyða sem kveðst hafa unnið töluvert mikið undanfarið ár. „Ég hef gert töluvert mikið af stytt- um en forsetaverðlaunin, sem veitt voru framúrskarandi fyrirtæki í út- flutningi, voru stærsta verkefnið sem ég hef unnið á þessu ári,“ segir hún. Gyða er því í einhverjum skilningi komin aftur „heim“ í listinni einn- ig, því stytturnar voru hennar aðals- merki áður en hún hóf að framleiða flísar. „Það sem mér þykir svo merki- legt við hennar feril er að það mynd- ast þarna næstum því tveggja áratuga gat í London, „flísagatið“,“ segir Guðrún og brosir. „Listaverk Gyðu sem gerð eru eftir þann tíma koma eins og í beinu framhaldi af því sem hún var að gera áður en hún byrjaði í flísunum,“ bætir hún við. „En á sama tíma var það ekki síst þetta „flísagat“ í höggmyndaferlinum sem skapaði henni nafn og lagði grunn að glæsi- legum ferli þrátt fyrir að hún hafi alla tíð verið með listsköpunina í blóð- inu,“ segir hún og Gyða tekur undir það síðastnefnda en vill ekki fela dóm um annað. „Ég byrjaði að skapa þeg- ar ég var bara lítil stelpa og hef aldrei hætt. Þetta er eitthvað sem maður losnar ekki við,“ segir Gyða. Sýnikennsla á laugardögum Sýning Gyðu, Hver vegur að heim- an er vegur heim, verður sem fyrr segir opnuð á morgun, fimmtu- daginn 27. október klukkan 17. Nafn sýningarinnar er fengið úr ljóði Snorra Hjartarsonar sem er í miklu uppáhaldi hjá Gyðu. „Þetta er eitt af mínum uppáhalds ljóðum og mér finnst það lýsandi fyrir mig og mitt líf,“ segir hún. Áhugasömum er bent á að sýn- ingin verður opin þar til 25. nóvem- ber, frá þriðjudegi til laugardags milli klukkan 10 og 18. „Síðan ætla ég að halda sýnikennslu hér í Guð- nýjarstofu alla laugardaga á með- an sýningin er uppi. Þar að auki reikna ég með að vera mikið hérna að vinna og fólki er velkomið að kíkja á mig á þegar ég verð við,“ segir Gyða að lokum. kgk Freisting vikunnar Eplakökur eru flestra og það er hægt að gera þær á ótrúlega marga vegu, hvort sem þær eru safaríkar og sykraðar eða aðeins hollari. Þessi uppskrift á rætur að rekja í gamla uppskriftabók frá Svíþjóð á áttunda áratug síðustu aldar. Það er mjög auðvelt að skella í eina svona eplaköku og hún klárast undantekningalaust. Það er lítið mál að minnka syk- urinn í kökunni eða breyta upp- skriftinni aðeins. Sænsk eplakaka 6 dl hveiti 4 tsk. lyftiduft 3 dl sykur 150 gr smjör 4 dl súrmjólk 2 epli, helst græn og súr Kanilsykur Aðferð Til að byrja með skal blanda þurrefnunum saman í skál. Auð- veldast er að nota bara venjulega skál og sleppa hrærivélinni. Næst er smjörið mulið saman við með höndunum þar til deigið er orð- ið fínkornótt. Þá er súrmjólkinni bætt saman við. Fyrir þá sem vilja ekki nota súrmjólk, þá er ekkert mál að skipta súrmjólkinni út fyr- ir haframjólk eða eitthvað slíkt. Öllu er hrært saman þar til deig- ið er orðið slétt og fínt og seig- fljótandi. Þá er það sett i eldfast mót og látið bíða. Næst þarf að skera eplin í þunnar skífur. Það er algjörlega valkvætt hvort eplin eru skræld eða ekki. Skífunum er svo rað- að fallega á kökuna og best er að ýta skífunum örlítið ofan í deig- ið. Kakan er svo bökuð í ofni við 200°C í um það bil 40 mínútur, eða þangað til hún er gullin. Eftir að kakan kemur úr ofn- inum er kanilsykrinum stráð yfir. Hægt er að vera kökuna fram með vanilluís eða rjóma. Sænsk eplakaka Sýning Gyðu L. Jónsdóttur Wells, Hver vegur að heiman er veg- ur heim, verður opnuð í Guðnýjar- stofu á Akranesi á morgun, fimmtu- daginn 27. október. Er opnunin lið- ur í menningarhátíðinni Vökudög- um en sýningin verður opin gestum og gangandi þar til undir lok nóvem- bermánaðar. Sýningarstjóri er Guð- rún Sigríður Haraldsdóttir, listamað- ur og sýningahönnuður, sem kem- ur frá London gagngert til að vinna að uppsetningu sýningarinnar með Gyðu. Blaðamaður Skessuhorns hitti Gyðu og Guðrúnu að máli síðastlið- inn laugardag og ræddi við þær um sýninguna. Þær segja að um sé að ræða nokkurs konar uppgjörssýn- ingu á ævistarfi listamannsins. Með henni sé ætlunin að kynna Gyðu fyr- ir Skagamönnum. „Ég er uppalin á Akranesi og þegar ég var ung var ég alltaf kölluð Gyða prests, því pabbi var prestur. En þeg- ar ég var rausnarlega útnefnd bæjar- listamaður Akraness á síðasta ári þá upplifði ég það aðeins að Skagamenn vissu ekki hver ég væri. Kannski ekki nema von, ég var lengi í burtu, bjó erlendis í 40 ár,“ segir Gyða. „Sýn- ingin er því í sjálfu sér uppgjör og ég vildi veita Skagamönnum innsýn í mitt líf, en þar hefur gengið á ýmsu, bæði góðu og slæmu,“ bætir hún við. „Sýningin segir því mjög persónulega sögu, en eins og oft er með slíkar sög- ur þá hafa þær oft almenna skírskot- un. Ég tel að margir, sérstaklega kon- ur af okkar kynslóð, komi til með að sjá sig í þeirri sögu sem er sögð með sýningunni,“ segir Guðrún en bætir því við að sýningin hafi ekki endilega borið þess merki áður en vinna hófst við hönnun hennar. „Sýningin hefur breyst töluvert miðað við þær hug- myndir sem farið var af stað með í upphafi,“ segir Guðrún og Gyða tek- ur undir það. „Hún er orðin miklu persónulegri,“ segir Gyða. „Það eru svo órjúfanleg tengsl milli listarinnar og hennar einkalífs að það var ekki hægt að gera starfsferli listamannsins skil án þess að tengja sýninguna lífs- hlaupi hennar,“ segir Guðrún. „Hvernig á ég að fara að þessu?“ Verkin sem til sýnis verða spanna all- an feril Gyðu, allt frá því áður en hún fór í nám hér heima og eins alla henn- ar skólatíð í Ameríku, Englandi og Kaupmannahöfn. Þá er tíma henn- ar við flísahönnun í Englandi gerð góð skil, en flísaverk hennar sköp- uðu henni nafn þar í landi. Listaverk hennar prýða meðal annars göngu- leið undir Blackfriars-brú í Lundún- um og fjölmargar neðanjarðarlestar- stöðvar þar í borg. „Blackfriars-brú- in er að mínu viti alveg yndislegt verk og verk sem margir íbúar í London þekkja vel. Sjálf upplifði ég sum af stærstu verkum Gyðu í Englandi án þess að þekkja hana,“ segir Guðrún, en leiðir þeirra lágu ekki saman fyrr en nýverið. „Leiðir okkar lágu saman í gegnum sameiginlega vini og þetta er í fyrsta sinn sem við vinnum sam- an,“ segir Gyða. „Mér var sagt að enginn gæti gert þetta betur en Guð- rún. Ég ákvað því að hafa samband við hana og þá fór boltinn að rúlla,“ bætir hún við. Hver vegur að heiman er vegur heim - Sýning Gyðu L. Jónsdóttur Wells verður opnuð á morgun Svipmynd frá hluta sýningarinnar eins og hún leit út síðastliðinn laugardag, en þá unnu Gyða og Guðrún enn að uppsetningu hennar. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Gyða L. Jónsdóttir Wells. Á milli þeirra er eitt verka Gyðu, styttan af Ellen, sem er hluti af sýningunni Hver vegur að heiman er vegur heim. Gyða sýnir ljósmyndara eitt verka sinna, styttu af þremur konum að stinga saman nefjum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.