Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 20

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 20
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201620 Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 lim tr ev irn et .is Gleðileg jól Límtré Vírnet óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleði, hamingju og friðar um hátíðirnar og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. Þegar 100 ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt var ákveðið vestur á Snæfellsnesi að líta um öxl og segja sögur nokkurra vel valinna snæfellskra kvenna. Um leið og sagt er frá lífshlaupi þeirra er einnig varpað ljósi á sögu mannlífs á Snæfellsnesi. „Soroptimistasyst- ur skipulögðu verkefnið vel, skip- uðu sér í hópa og kynntu þær kon- ur sem valdar voru á félagsfundum. Frásögn um eina konu birtist svo í hverjum mánuði í bæjarblaðinu Jökli. Sýning um konurnar var sett upp í Átthagastofu Snæfellsbæj- ar sumarið 2015. „Það hefur verið gaman og gefandi að rifja upp sögur þeirra kvenna sem ruddu brautina á svo mörgum sviðum. Vegna fjöl- margra áskorana hefur sögum þess- ara 13 kvenna verið safnað saman á aðgengilegan hátt í 20 síðna blaði,“ segir í tilkynningu. Konurnar sem sagt var frá eru: Jóhanna Vigfúsdóttir, fædd 1911 Lóa S Kristjánsdóttir, fædd 1909 Helga Halldórsdóttir, fædd 1903 Þorbjörg Guðmundsdóttir, fædd 1892 Sigríður Bogadóttir, fædd 1886 Metta Kristjánsdóttir, fædd 1880 Ingveldur Á Sigmundsdóttir, fædd 1880 Guðrún Sigtryggsdóttir, fædd 1878 Matthildur Þorkelsdóttir, fædd 1848 Ólöf Jónsdóttir, fædd 1846 Jóhanna Jóhannsdóttir, fædd 1839 Steinunn Sveinsdóttir, fædd 1777 Guðríður Þorbjarnardóttir, fædd um 930. Blaðið er til sölu hjá Soroptim- istaklúbbnum í síma 867-9407 hjá Ragnheiði Víglundsdóttur verk- efnastjóra. mm Gefa út blað með frásögn af lífshlaupi snæfellskra kvenna Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt árlega jólatónleika fimmtudag- inn 15. desember síðastliðinn þar sem að nemendur gátu leyft gest- um að njóta uppskeru erfiðis vetr- arins. Tónleikarnir voru haldnir í Grundarfjarðarkirkju að þessu sinni og þóttu takast vel. Flytjendur voru frá fimm ára aldri og náðu að koma gestum í sannkallað hátíðarskap með fallegum jólalögum. tfk Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar Nemendur í 5 ára deild Eldhamra þöndu raddböndin er þau fluttu eitt jólalag á tónleikunum. „Samtök iðnaðarins harma að í nýju fjárlagafrumvarpi sjáist þess ekki merki að mikilvæg uppbygg- ing á innviðum geti hafist og því ljóst að ekki verður hægt að fara af stað í fjölmörg brýn verkefni sem hafa setið á hakanum. Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði num- ið 1,5-2% af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir 1%. Að mati Samtaka iðnað- arins vantar um 10 milljarða króna árlega og uppsöfnuð þörf í fjárfest- ingum í vegakerfinu er orðin að minnsta kosti 60 milljarðar króna. Á sama tíma og engin aukning er í vegafjárfestingum hefur umferð aukist um 9%. Lítið viðhald hef- ur verið á vegum undanfarin ár og hætta er á að stórir hlutar í vega- kerfinu eyðileggist,“ segir í tilkynn- ingu frá SI. Árni Jóhannsson, forstöðumað- ur bygginga- og mannvirkjasviðs SI, segir að þrátt fyrir góðan gang í efnahagslífinu síðustu ár hafi fjár- festingar í innviðum og samgöngu- mannvirkjum verið of litlar. „Við leggjum áherslu á að innviðafjár- festingar verði settar í forgang svo hægt verði að hefja framkvæmd- ir áður en skaðinn verður meiri en orðinn er. Samgönguinnvið- ir eru lífæð samfélagsins og álag á það kerfi vex stöðugt. Það er nauð- synlegt að sýna ráðdeild í ríkisfjár- málum en þarna er um brýnt hags- munamál allra landsmanna að ræða sem ekki er hægt að fresta mik- ið lengur að ráðast í enda fjölmörg verkefni sem bíða. Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga var ekki annað að sjá en að samstaða væri um átak í innviðauppbyggingu og eru það því mikil vonbrigði að þess skuli ekki sjást merki í fjárlaga- frumvarpinu.“ Þá segir að það sé mat Samtaka iðnaðarins að innviðir séu ein af undirstöðum hagvaxtar og velferðar og veikir innviðir leiði til þjóðhags- legs taps. „Fjárfestingar í arðbærum innviðum leiða til mun meiri ábata en kostnaðar við verkefnin. Inn- viðafjárfestingar geta þannig haft veruleg jákvæð áhrif á efnahagslíf- ið en skortur á slíkum fjárfestingum getur að sama skapi valdið alvarleg- um langtímaskaða.“ mm Vantar um tíu milljarða króna árlega í vegafjárfestingar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.