Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Side 32

Skessuhorn - 21.12.2016, Side 32
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201632 Bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða Landbúnaðarháskóli Íslands Félagarnir Heiðar Mar Björnsson og Heimir Berg Vilhjálmsson hafa undanfarið unnið hörðum hönd- um að því að setja upp vinnurými við Ægisbraut 30 á Akranesi. Um er að ræða svokallað samvinnu- rými þar sem fólk getur leigt sér vinnuaðstöðu í skapandi umhverfi. Báðir eru þeir tiltölulega nýfluttir í bæinn og fannst þeim vanta slíka aðstöðu á Skaganum. „Við höf- um báðir reynslu af svona sam- vinnuskrifstofum. Ég hafði unnið á svona skrifstofu í Reykjavík og Heiðar í London og okkur fannst vanta eitthvað svona á Skagann,“ segir Heimir. „Þetta byrjaði eigin- lega þannig að okkur vantaði sjálf- um aðstöðu og komumst að því að það voru fleiri í sömu sporum. Við ákváðum því að búa til aðstöðu fyrir fólk sem er að skapa eitthvað, fyr- ir fólk sem vantar vinnuaðstöðu,“ bætir Heiðar Mar við. Sjálfir eru félagarnir með sína vinnuaðstöðu á Ægisbrautinni, þar sem Heið- ar Mar starfar við kvikmyndagerð en Heimir hugbúnaðargerð. Þá eru þeir einnig að setja á fót nýtt fyrirtæki, OG GO, sem mun gera önnur fyrirtæki sýnilegri á netinu, til dæmis á samfélagsmiðlum með gerð myndbanda, grafískri vinnu, textagerð og öðru. Léttleikinn í fyrirrúmi Strákarnir fengu húsnæðið afhent í haust og hafa síðan þá unnið að því að gera allt tilbúið. „Við byrj- uðum á þessu sjálfir og fengum svo styrk frá Uppbyggingarsjóði Vest- urlands upp á 800 þúsund krón- ur, sem kom sér mjög vel. Án þess hefði þetta án efa tekið mun lengri tíma. Það þurfti að gera mikið hérna inni og allt kostar þetta eitt- hvað. Við tókum til dæmis að okk- ur gæslu á Sauðamessuballi í Borg- arnesi til að geta keypt parketið,“ segja þeir hlæjandi. Þeir stefna á að allt verði tilbúið um áramót- in og að þá verði hægt að leigja út vinnuplássin. Nú þegar hafa tvö þeirra verið leigð út en aðstað- an býður upp á sex til átta vinnu- pláss. „Það geta sex manns fengið fast pláss en svo geta fleiri fengið dag og dag. Það er hægt að leigja aðstöðu til lengri eða skemmri tíma en föstu borðin leigjast í að minnsta kosti mánuð í einu.“ Þeir sem leigja aðstöðu fá lykil að hús- næðinu og pláss til að geyma dótið sitt. „Það eina sem þarf er að mæta með sína eigin tölvu, bók eða hvað sem þarf til að geta unnið vinnuna sína,“ segir Heimir. Internetteng- ing er í rýminu og hægt að hella sér upp á gott kaffi. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga og marg- ir hafa sent okkur póst,“ segja þeir. „Hér geta einyrkjar og aðrir kom- ið og unnið í hópi skapandi fólks, þar sem léttleikinn er í fyrirrúmi. Það getur verið gott að komast út, fara í vinnuna og skilja vinnuna svo eftir þegar þú ferð heim.“ Frekari upplýsingar um samvinnurýmið má finna á Facebook: Coworking Akranes eða með því að líta við á Ægisbrautinni. grþ Opna samvinnurýmið „Coworking Akranes“ um áramótin Heiðar Mar Björnsson og Heimir Berg Vilhjálmsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.