Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 21.12.2016, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201640 Stykkishólmur er ekki frábrugðinn öðrum stórborgum í að- draganda jóla. Þar eru jólatónleikar og markaðir af ýmsu tagi. Ljósmyndari Skessuhorns brá sér í bæinn og fangaði anda jólanna í Stykkishólmi. Í Stykkishólmskirkju skemmtu söng- sveitin Blær og karlakórinn Kári áheyrendum með söng sínum undir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur. Það er gaman að segja frá því að söngsveitin Blær flutti meðal annars þekkt lög við texta eftir Hólmarann Ægi Breiðfjörð Jóhannsson. Nemendur tónlistarskólans buðu upp á ágætis skemmtun í kirkjunni. Athöfnin hófst með glæsilegri innkomu trommu- sveitar og stigu nemendur skólans á stokk með margs konar atriði, þar máttu heyra og sjá einsöngsatriði, lúðrasveit, saxó- fón og trommuspilara og var gaman að sjá hvað nemendurn- ir stóðu sig vel. Næst var haldið í Norska húsið þar sem Hjördís Pálsdóttir safnstjóri opnaði húsið með ýmsu handverki sem hægt var að skoða og kaupa. Eiginmenn gripu tækifærið og hvíldu lúna fæt- ur í húsgangasýningu Atons en sýningin hefur staðið yfir síð- an í sumar. Í sal Tónlistarskólans bauð Hólmgeir Þórsteinsson og hljóm- sveitin Meðlæti upp á frábæra kvöldstund ásamt hæfileikarík- um söngvurum úr Stykkishólmi sem fluttu jólalög. Kallast þessi viðburður Dúllulegu jólatónleikarnir og voru þeir haldnir fjór- um sinnum þetta árið og fullt var á alla tónleikana. Kvenfélag Stykkishólms kemur að þessum viðburði og býður upp á smá- kökur og heitt súkkulaði og rennur allur ágóði til góðgerða- mála. Kynnir á jólatónleikunum var Helga Sveinsdóttir. Rann nú upp laugardagur með Ljúfmetismarkaði sem var haldinn í húsnæði BB og sona á Reitarveginum. Þar mátti sjá Sæþór Þorbergsson frá Narfeyrarstofu með framleiðslu sína en hann bauð upp á heimareykt hangikjöt og fleira góðgæti. Létt- reyktar lambarifjur slógu algerlega í gegn. Helgi bakari, Hót- el Egilsen og veitingahúsið Skúrinn buðu upp á sýnishorn af framleiðslu sinni og Stykkið pizzagerð fór á kostum með ítölsk- um pizzum með piparkökum. Hjónin Valentínus og Elísabet voru með harðfiskinn sinn en fyrirtæki þeirra Friðborg fram- leiðir harðfisk, þennan „sjúklega góða“. Rúkandi mætti á svæð- ið og runnu randalínurnar þeirra út. Síðast en ekki síst skal telja Sjávarpakkhúsið þar sem Sara og Agneska buðu upp á margs konar rétti. Þarna mátti meðal annars smakka síld og steinbít í hátíðarbúningi. Þetta var ljómandi fínn dagur og endaði ljós- myndari Skessuhorns daginn á því að fara á baráttuleik Snæfells og Grindavíkur í kvennadeild þar sem Snæfell fór með sigur af hólmi. Fyrir þá sem fóru seinna að sofa heldur en ljósmyndar- inn var hægt að fara á Pub quiz í Skúrnum eða hlusta á trúba- dor í Sjávarpakkhúsinu. Skátafélagið Royal Rangers rekur nytjamarkað til að standa straum af rekstri skátafélagsins og þar kennir margra grasa og margt sem heillar enda gekk ljósmyndarinn með fullan poka út. Hér er einungis stiklað á stóru því að hér er margt óupptal- ið en eins og sjá má er engin lognmolla á Aðventunni í Stykk- ishólmi og nóg um að vera, afþreying, skemmtun og viðburðir við allra hæfi. sa Fjölbreytt dagskrá á aðventu í Stykkishólmi Söngsveitin Blær. Þau komu fram á Dúllulegum jólatónleikum. Girnilegar veitingar á ljúfetismarkaði. Hljómsveitin Meðlæti spilaði á Dúllulegum jólatónleikum. Lúðrasveitin kom fram á tónleikum í skólanum. Narfeyrarstofa bauð gestum að prófa úrvals hangikjöt og sitthvað fleira. Á nytjamarkaði kenndi margra grasa. Í heimsókn í Norska húsinu. Gott að hvíla lúin bein á húsgagnasýningu Aton. Þessi prúðu og fallegu börn komu fram á tónleikum í Tónlistar- skólanum. Karlakórinn Kári söng undir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur. Brauð og bakkelsi á ljúfmetismarkaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.