Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 60

Skessuhorn - 21.12.2016, Qupperneq 60
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 201660 Hún er fædd í desember 1935 og uppalin í Dalsmynni í Eyjahreppi á Snæfellsnesi þar til hún náði 12 ára aldri. Þá selja foreldrar hennar jörð- ina og flytja í Kópavog þar sem þau eru meðal frumbyggja í bæ sem rétt er að byrja að verða til í sveitinni við voginn. Hún er í hópi fyrstu nem- enda í Kársnesskóla þegar hann tekur til starfa. Á sumrin fær hún þó áfram að vera til aðstoðar þeim Möggu og Guðmundi sem keypt höfðu Dal- mynni og hafið þar búskap. „Magga vorkenndi mér ósköp mikið þegar fjölskyldan fór. „Þú greyið ert skil- in hér eftir í klónum á mér ásamt hinum skepnunum,“ sagði hún við mig en brosti í kampinn, enda var hún innst inni að stríða mér. Hún Magga í Dalsmynni var orðhepp- in og skemmtileg kona, bjó til vísur um mig sem ég skrifaði niður og á enn og reyndist mér afskaplega vel.“ Þannig mælir Elíveig Ásta Krist- jánsdóttir þegar blaðamaður sest niður með henni í húsinu hennar við Sæunnargötu í Borgarnesi. „En í guðanna bænum kallaðu mig Ellu,“ segir hún. „Við erum tvær Elíveigar í landinu, heitum báðar eftir sömu konunni. Við erum sammála um að með okkur hætti þetta nafn og eftir okkur verði ekki skírt. Það er reynsla okkar beggja að fólk getur ekki ritað þetta nafn rétt og er því klæmst á því út og suður. Því er best að það má- ist út úr þjóðskrá eftir okkar daga,“ segir hún Ella. Hún er afskaplega áhugaverð eldri kona, ekki síst fyrir frjálslega lífssýn, æðruleysi og þor til að lifa lífinu lifandi. Hún gerir það sem hana lystir hverju sinni. Eftir að hún varð að hætta þátttöku á vinnu- markaði keypti hún sér tölvu, spil- ar í henni bridds við annað áhuga- fólk út um allan heim, tekur virkan þátt í ýmsu félagsstarfi og gefur vin- um sínum bíltúr í afmælis- og tæki- færisgjafir. Magga dó ekki ráðalaus En víkjum fyrst að uppvextinum í sveitinni. Foreldrarnir voru bæði Snæfellingar og er Ella yngst sex systra. Þegar föður þeirra þótti út- séð með að nokkur dætranna vildi taka við búi í Dalsmynni ákvað hann að selja jörðina og flytja í þéttbýlið. „Vafalítið hafa þau valið Kópavog vegna þess að þar var enn strjálbýlt. Pabbi fékk vinnu á hreppsskrifstof- unni en vann síðar hjá skattinum. Eftir það fluttu þau á Akranes og var hann þar í ein tólf ár skattstjóri og fulltrúi á Skattastofu Vesturlands þar til þau fluttu aftur til Reykjavík- ur 1966 og vann þar sömu vinnu til dauðadags. Þegar við fluttum í Kópavog, sem þá var að byrja að byggjast upp sem þorp, var skólinn í samkomuhúsinu. Mér þótti Kópa- vogurinn fremur leiðinlegur. Alla þjónustu þurfti að sækja til Reykja- víkur; sund, fermingarfræðslu vest- ur í bæ og leikfimi í Miðbæjarskól- ann. Finnbogi Rútur Valdimarsson og Hulda kona hans voru þá allt í öllu í Kópavogi og svo var Þórður á Sæbóli hreppsstjóri. Pabbi fékk vinnu hjá þessum yfirvöldum bæj- arins.“ Aðspurð um uppvöxtinn í Dalsmynni segir Ella hann hafa verið allt í lagi, enginn leið skort og öllum leið vel, en þó var ótti í fólki vegna lömunarveikinnar sem þá herjaði víða. „Barnaskólinn var um tíma hjá okkur í Dalsmynni en síðan á fleiri bæjum eftir það. Syst- ur mínar voru svo hver á fætur ann- arri að fara til náms í kvenna- eða húsmæðraskólum og smám saman fækkaði í kotinu. Mikill vinskapur var milli bæja og meðal annars var þá prestur í Söðulsholti séra Þor- steinn Lúter Jónsson en séra Árni Pálsson tók við af séra Þorsteini. Magga sagði mér ýmsar fréttir eft- ir að ég hætti að vera þar, hún hafði gaman af hvað Hlynur og Þórólf- ur Árnasynir komu oft hjólandi upp að Dalsmynni og þar var alltaf nóg af börnum á öllum aldri til að leika sér við. Ella rifjar upp þegar félagsheim- ilið Breiðablik var vígt, líklega sum- arið 1948 eða 49. „Allir fóru nátt- úrlega til að vera við vígsluna. Möggu fóstru minni þótti ég ekki eiga nógu fínt til að fara í. Ég átti ágæta blússu. Hún tekur þá svart efni úr kistli, fór á hnén á gólfinu, sneið efnið og klippti gat í það mitt, bætti í teygju og úr varð hið lagleg- asta pyls á stelpuna á algjörum met saumatíma. Hún dó ekki ráðalaus hún Magga í Dalsmynni.“ Urðu vinir í sveitinni Ung réði Ella sig í ráðskonustarf með vinnuflokkum Rafveitunn- ar sem fóru víðs vegar um Vest- urland. „Það var nú meiri vitleys- an. Ég hafði náttúrlega aldrei sjálf þurft að elda, átti svo mikið af eldri systrum að slíkt hafði einhvern veg- inn aldrei lent á mér. Ég kunni ekki einu sinni að kveikja upp í kola- eldavél. Þetta reddaðist þó ein- hvern veginn með hjálp aldraðrar konu sem hét Guðný og bjó í kofa handan við Laxá, en vinnuhóp- urinn var í sláturhúsinu við Laxá. Ég átti eftir að fara sem eldabuska víðar, til dæmis í Grundarfjörð og Ólafsvík. Þá var verið að leggja raf- magn fyrir Búlandshöfða þó ekki væri þar vegur. Þetta var sumar- ið 1955 og ég svaf í tjaldi það sum- ar. Einnig fór ég seinna fjórar ferð- ir yfir Kjöl með Íshestum. Í eld- húsbíl frá Guðmundi Jónassyni fór ég ferð, sem hét „Askja + Sprengi- sandur“. Þá prófaði ég einu sinni að vinna á skrifstofu Ríkisspítalanna en fann strax að skrifstofustarf ætti ekki við mig.“ Ein af systrum Ellu var Lilja sem ung flutti að Bæ í Borgarfirði og giftist Halldóri Þórmundssyni. Halldór kom úr stórri fjölskyldu og var einn af þríburum sem fæddust þar en þar fæddust einnig tvennir tvíburar. Ella heyrði talað um fjór- tán börn á þrettán árum. Hún fór að heimsækja Lilju í gamla húsið í Bæ. „Þar bjuggu þau í hálfu gamla húsinu. Þá var tvíbýli þar og hús- inu hafði verið skipt í tvennt eft- ir miðju þótt það hentaði engan veginn miðað við skipulag þess. Í þessum ferðum kynntist ég Borg- firðingum og réði mig í kjölfarið í kaupavinnu á nokkrum bæjum, meðal annars var ég í Nýja-Bæ, á Hvítárbakka, í Brautartungu og á Gullberastöðum í Lundarreykja- dal hjá Þorsteini Kristleifssyni og Kristínu konu hans þegar þau voru að byggja nýtt hús. Ég man svo vel þegar þau fluttu saltið til að byrja með yfir í nýja húsið. Það boðaði gæfu að gera slíkt.“ Ýmist var Ella í inni- eða útiverk- um, eða blöndu af hvoru tveggja, eins og tíðkaðist með kaupakon- ur í sveitum í þá daga. Þegar hún var kaupakona á Hvítárbakka eign- ast hún vin sem síðar átti eftir að verða förunautur hennar, Sverr- ir Vilbergsson. „Við vorum lengi að dinglast saman sem vinir en það var ekki fyrr en 1954 sem við settum upp hringa. Og giftum okkur 1956. Sverrir hafði verið á Vatnshömrum sem barn en eft- ir það heimilisfastur hjá Kristleifi á Stóra-Kroppi. Þarna í uppsveit- unum eignuðumst við fjölmarga vini sem ég á enn. Þegar Sverr- ir var um tvítugt slasaði hann sig illa í baki þegar verið var að byggja íbúðarhúsið hjá Einari og Sveinu í Runnum. Þau meiðsli áttu eft- ir að hrjá hann og angra alla tíð, þótt hann gæti alltaf eitthvað unn- ið, en best undi hann sér við hand- verk og hagleiksmaður var hann, fékk sennilega í vöggugjöf hend- ur hagleiksmanns. Hann vann um tíma við réttingar og bílamálun hjá BTB í Brákarey en þoldi ekki þá vinnu og hætti þar eftir nokk- ur ár. Þá var hann handavinnu- kennari drengja um tíma en lengst stýrði hann bíóinu í Óðali þar sem hann fékk mikinn áhuga fyrir kvik- myndun. Loks kenndi hann bók- band í félagsstarfi aldraðra. Á efri árum smíðaði hann mikið og vann í höndum gripi úr horni, bátslíkön og sitthvað fleira.“ Byggt eftir efnum og ástæðum Búskap hófu þau Sverrir og Ella í Borgarnesi árið 1957. Leigðu fyrst ódýra íbúð í húsinu sem í daglegu tali Borgnesinga kallast Héríhöll- in - og þar fæddust tveir eldri syn- ir þeirra. „Við fengum svo lóð og byrjuðum að byggja húsið okk- ar við Sæunnargötu 9 og fluttum í það 1962. „Eldri synir okkar, þeir Kristján og Pétur, voru litlir þegar við voru að byggja og mikið með okkur. Léku sér meðan við vorum að smíða. Heimir Viðar fæðist síð- an eftir að við erum flutt. Á þess- um byggingarárum okkar bjuggu foreldrar mínir á Akranesi og kom pabbi og hjálpaði okkur við smíð- arnar. Við eigum þessa þrjá syni og hóp af mannvænlegum afkomend- um. Kristján rekur smíðafyrirtæki í Hafnarfirði, Pétur býr hér í Borg- arnesi og starfar í Límtré-Vír- neti og Heimir Viðar starfar hjá Gluggum og garðhúsum. Tilviljun ræður því sjálfsagt að allir eiga þeir konur af þeim eðalárgangi 1961.“ Hefur mikinn tölvuáhuga og nýtir tæknina Rætt við Ellu Kristjáns í Borgarnesi um lífið og listina að eldast Ella Kristjáns við tölvuna þar sem hún klippir kvikmyndir, spilar bridds og les fréttir. Ljósm. mm. Rokkar, skreytt og unnin horn og fleira, munir eftir Sverri. Ella og Sverrir á sínum yngri árum í Húsafelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.