Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2016, Page 61

Skessuhorn - 21.12.2016, Page 61
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2016 61 Þau Ella og Sverrir byggðu húsið sitt svona eftir efnum og ástæðum, jafnharðan og lán fékkst var ráð- ist í næsta áfanga hússins. Þannig tíðkaðist þetta þá. Eftir að strák- arnir þeirra Sverris og Ellu komust á legg var Ella ákveðin í því að efla sjálfstæði drengjanna. „Þegar þeir urðu 16 ára var þeim tilkynnt að nú mættu þeir bjarga sér sem best þeir gætu. Mínu hlutverki í upp- eldi þeirra væri lokið. Ég var það sem mætti kalla frjálslynd móð- ir og sagði þeim að nú mættu þeir gera það sem þeir vildu, fara á böll og koma heim með stelpur ef þeim sýndist. Svona uppeldi myndi ég gera aftur hefði ég val um það í dag. Það hjálpar krökkunum að þroska sjálfstæðið.“ Eftir að barnauppeldi lauk fór Ella á vinnumarkaðinn og var í rúman áratug á prjónastofunni í Borgarnesi en hætti þar 1980 þar sem hún var hætt að þola ull- ina. Vann um tíma við vinnufata- saum í Reykjavík og hélt þá til fyr- ir sunnan en fór heim um helgar. Árið 1986 byrjaði Ella að starfa við næturvörslu á Hótel Borgarnesi en hætti vinnu 1995 þar sem fæturn- ir voru farnir að gefa sig. Þurfti að fara í stóra aðgerð á hné en hvarf ekki aftur á vinnumarkaðinn. „Ég hef farið í svo margar aðgerðir að ég hlýt að hafa verið knattspyrnu- maður í fyrra lífi,“ segir hún. Heimurinn opnaðist Eftir að Ella gat ekki áfram verið nýtur þegn á vinnumarkaði gat hún þó ekki hugsað sér það hlutskipti að sitja heima og prjóna, með fullri virðingu fyrir því ágæta starfi. „Ég hef alla tíð haft afskaplega gam- an af að spila bridds. Þegar þarna var komið heyrði ég að hægt væri að spila bridds í gegnum tölvur og ákvað þá að það væri tækni sem ég þyrfti að tileinka mér. Tölvur voru þá ekki orðnar eins og þær eru í dag, almenningseign. Ég minnist greinar í blaði Félags eldri borg- ara þar sem sagði: ,,Þú ert aldrei ein/einn ef þú ert með tölvu, því þú getur alltaf verið í sambandi við fólk á Netinu.” Ég leitaði mér að- stoðar hjá Ómari Erni Ragnarssyni vini mínum hérna í Borgarnesi. Fór svo og keypti fyrstu tölvuna og allt sem þeirri tækni er viðkomandi hjá Sverri í Hvammi sem þá rak tölvu- verslun í kaupfélagshúsinu. Ég fór með þetta heim og gaf mér góðan tíma til að læra á þetta allt sem var fullorðinni konu framandi, svo ég tali nú ekki um enskuna sem þarf að kunna skil á.“ Ella sýnir blaða- manni orðabók sem nokkuð oft hefur verið flett upp í. „Ég var í eitt ár að læra á tölvuna án þess að tengjast netinu. Ómar Örn hjálp- aði mér svo að tengjast og spilaði meira að segja fyrstu spilin í bridds við mig í gegnum netið, hann uppi í Borgarvík og ég hér heima.“ Eft- ir þetta má segja að Ella hafi nýtt tæknina til að spila bridds þegar hún vill við þá sem hún óskar. Hún tengist netinu, velur sér makker og spilafélaga og hefur leikinn. „Þessi tækni gefur manni ótrúlegt frjáls- ræði og það vildi ég óska að fleira gamalt fólk myndi stíga skrefið og taka þátt í þessari byltingu sem tölvurnar eru. Heimurinn og lífið hjá mér breyttist alveg við að læra á tölvu. Kannski mætti segja að maður hafi orðið hálfgerður fíkill í þetta, var farinn að spila bridds fram á nótt. En það var nú ekki svo að eitthvað annað hafi kallað, svo þetta skaðaði engan.“ „Þér voruð að gefa frú Elíveig“ Ella segist í gegnum tíðina hafa eignast marga góða félaga í gegnum bridds. Nefnir hún Magga heitinn Vals, Ómar Örn, Tryggva Gunnars- son og Gauja rafvirkja. „Við höfum átt margar góðar stundir við spila- borðið. Um tíma komu ungu menn- irnir hingað til mín og við spiluðum, gjarnan með koníak á kantinum, og svo skutlaði ég þeim heim þegar Se nd um H VERT Á LAN D SE M E R * Það er auðvelt að panta - prófaðu núna! www.netflugeldar.is 106 s tk í fjösk yldu- pakk anum ! PANTAÐU ÞÍNA Í FYRRA SELDIST ALLT UPP! FLUGELDA NÚNA! Þriggja tertu pakkinn Hrikalega nettur og þéttur pakki. VERÐ 8.900 Krakkapakkinn Stútfullur pakki af skemmtilegum flugeldum. VERÐ 5.500 4x100 Tertupakkinn Mjög flottur pakki sem sæmir sér vel í öllum áramótaveislum. VERÐ 18.900 *N em a til V es tm an na ey ja Risatertan Ein flottasta skottertan á markaðnum í dag! VERÐ 12.900 NÝTT NÝTT 11.970kr Aðeins Framhald á næstu síðu Ella á góðri stund ásamt sonum sínum og tengdadætrum. Bjarki Pétursson, sonarsonur Ellu ,er einn fremsti kylfingur landsins í dag. Hér er hann eitt sinn, hlaðinn verðlaunum, ásamt foreldrum sínum þeim Pétri Sverrissyni og Fjólu Pétursdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.